Fréttablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 38
Konur eru hug-
myndaríkar en það
þarf að hvetja þær til að
hrinda hugmyndum
sínum í framkvæmd.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Huld Magnúsdóttir, fram-kvæmdastjóri Nýsköpunar-sjóðs atvinnulífsins, segir
að hlutfall kvenna sem leitaði eftir
fjárfestingum sjóðsins hafi verið
tæplega þriðjungur í fyrra, eða 28
prósent.
„Við fáum inn á okkar borð
margar og fjölbreyttar kynningar
á verkefnum og sprotafyrirtækjum
sem eru að leita sér að fjármagni.
Meginþorri þeirra er leiddur eða
stofnaður af karlmönnum,“ upp-
lýsir Huld sem á síðustu árum
hefur þó séð mörg nýsköpunar-
fyrirtæki sem stýrt er af konum ná
góðum árangri.
„Sem dæmi má nefna fyrirtækin
Primex, Florealis, Stiku og 3Z;
allt fyrirtæki sem Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins fjárfesti í á
einhverjum tímapunkti og fylgdi
vexti þeirra úr hlaði. Við sjáum
líka fyrirtæki á borð við Kara
Connect, Tulipop og Róró, sem eru
leidd af öflugum konum, og áfram
mætti telja fleiri frábær dæmi sem
gætu orðið konum hvatning til að
láta til sín taka í atvinnulífinu,“
segir Huld.
Öryggistilfinning
getur verið þröskuldur
Aðspurð segir Huld enga einfalda
skýringu á fyrrnefndum kynja-
hlutföllum.
„Þó er það þannig að konur virð-
ast að mörgu leyti áhættufælnari
en karlar, en þá mætti einnig leiða
líkur að því að konur séu feimnari
við að koma hugmyndum sínum
á framfæri eða óska eftir frekari
aðstoð, til að mynda fjárfestingu.
Nú eru konur um þriðjungur
stjórnenda í íslensku atvinnulífi
þannig að þessar tölur eru á pari
við þá staðreynd,“ segir Huld.
Vissulega sé áhættusamt að
stofna fyrirtæki frá grunni. Til
þess þurfi róttækar hugmyndir,
hugsjón og viljann til að takast á
við áskoranirnar sem fylgja því að
stofna og reka fyrirtæki.
„Konur hafa þetta allt saman.
Þær búa yfir hugmyndum og vilja
en það eru þröskuldar sem stund-
Konur geta verið sínir yfirmenn
Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, fjárfestingastjóri. MYND/ERNIR
Mikilvægt er
að auka hlut og
þátttöku kvenna
í nýsköpunar-
verkefnum og
fyrirtækjarekstri
almennt. Það er
unnt að gera með
aukinni fræðslu
og hvatningu til
kvenna um að
láta til sín taka.
um virðist erfitt að yfirstíga. Einn
þeirra er að mínu mati sá að konur
kjósa frekar að starfa sem laun-
þegar, með skilgreindan vinnu-
tíma, tíma fyrir fjölskyldu og fastar
mánaðarlegar launagreiðslur. Þá
er einnig þekkt að konur sem eru
að ljúka háskólanámi hugi í fram-
haldinu að því að koma sér upp
heimili. Það verður til þess að þær
kjósa öryggið og setja aðrar hug-
myndir sínar á ís. Því þarf að telja
konum, á öllum aldri, trú um að
þær geti verið sínir eigin yfirmenn
og tekist á við þessar áskoranir líkt
og karlmenn gera.“
Konur eru hugmyndaríkar
Huld segir að þessu megi breyta.
Hún tekur sem dæmi verkefnið
Brautargengi á vegum Nýsköp-
unarmiðstöðvar.
„Brautargengi er námskeið
sniðið sérstaklega að þörfum
kvenna sem vilja hrinda viðskipta-
hugmynd í framkvæmd og hefja
eigin rekstur, en einnig kvenna
sem eru þegar í atvinnurekstri
og vilja auka þekkingu sína. Með
aukinni fræðslu, til dæmis meðan á
námi stendur, væri hægt að hvetja
konur til að hrinda hugmyndum
sínum um stofnun fyrirtækja í
framkvæmd,“ útskýrir Huld.
„Konur eru hugmyndaríkar en
það þarf að hvetja þær til að hrinda
hugmyndum sínum í framkvæmd.“
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er
í Kringlunni 7. Sími 510 1800.
Nánari upplýsingar á nyskopun.is.
BILBAO, SPÁNN
MATUR, MENNING OG SÖFN
18.–22. APRÍL 5 DAGAR
Spennandi nýjung
VERÐ FRÁ
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
PÁSKA
FERÐ
ÁVALLT SÓL SKÍN MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN
Innifalið í verði er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, ferðataska og handfarangur. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
SJÁÐU MEIRA Á
URVALUTSYN.IS
TALAÐU VIÐ FERÐARÁÐGJAFA
Í SÍMA 585 4000
99.900 KR.
8 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-B
F
A
C
2
2
3
1
-B
E
7
0
2
2
3
1
-B
D
3
4
2
2
3
1
-B
B
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K