Fréttablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 40
Eva Magnúsdóttir er ráðgjafi og eigandi Podium ehf. MYND/ERNIR
Miklar samfélags-
breytingar eru að
læðast að okkur.
Það skemmtilega
við þessa stafrænu
vegferð er að starfsfólk
víða að úr bankanum
kemur að henni. Stofnað
er þverfaglegt verkefna-
teymi um hverja nýja
lausn sem hefur 16 vikur
til að ljúka verkinu.
Rakel Óttarsdóttir
Unga fólkið dreymir um að vinna og njóta á sama tíma, sitja á Balí og horfa
á sólsetrið með tölvu og síma að
vopni,“ segir Eva Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri og eigandi ráð-
gjafarfyrirtækisins Podium ehf.
Hún heldur áfram og spyr hvort
fyrirtæki nútímans séu tilbúin
til þess að skapa þessu unga vel
menntaða fólki staði í fyrirtækj-
unum. Í framtíðarfyrirtækinu þar
sem yfirbygging er lítil, starfsmenn
sitja út um allan heim og vinna í
fjarlægð frá vinnustað, sóun er lítil
og losun gróðurhúsalofttegunda
heyrir nánast sögunni til. Þar er
heimurinn þeirra. Eva segir að
unga fólkið vilji tilheyra fyrirtæki
sem hafi gildi samfélagsábyrgðar
að leiðarljósi.
Viðskiptastefna á sterum
„Er þetta útópía eða bara draumur
unga fólksins, laust við kaldan
raunveruleika eða hefur samfélags-
breyting læðst að okkur? Að mínu
mati þarf að taka viðskiptastefnu
fyrirtækja almennt upp á næsta
þrep og bæta við hana samfélags-
stefnu þar sem reynslan sýnir að
unga fólkið vill vita áður en það
ræður sig í vinnu hvernig tekið sé á
samfélagsábyrgð og jafnrétti. Þeir
bestu geta nefnilega valið hvar þeir
vilja vinna.
Fram kom í nýlegri könnun
sem EM rannsóknir gerðu að 85%
landsmanna vilja frekar skipta
við ábyrg fyrirtæki. Þess utan vex
fjárfestingum í grænum sjóðum
fiskur um hrygg um allan heim
sem er mjög spennandi kostur.
Einnig er fyrirtækjum á markaði
skylt samkvæmt lögum að upplýsa
um hvernig þau standa sig í sam-
félaginu og hafa því mörg mótað
sér samfélagsstefnu. Það er því
margt sem mælir með samfélags-
breytingum,“ segir Eva.
Blómstrandi nýsköpun
„Samfélagsleg ábyrgð og tilfinn-
ing fyrir umhverfi sínu skapar
tækifæri fyrir viðskiptalífið til
að styðja við nýsköpun og þróun
nýrra hugmynda í anda sjálfbærni.
Viðskiptalífið getur hagnast vel
á þeim hugmyndum sem fela
munu í sér hagkvæmari rekstur og
minni sóun. Ábyrg fyrirtæki munu
í framtíðinni hafa öflug áhrif á
markaði og samfélög þar sem þau
hafa sannað að ábyrg framkoma
og hagnaður geta verið samferða,“
segir Eva.
Sameinumst um viðmið
Sameinuðu þjóðirnar hafa fært
okkur tól til að styðjast við með
sameiginlegum viðmiðum til sjálf-
bærni með UN Global Compact
og Heimsmarkmiðum sameinuðu
Vinna langt frá vinnustaðnum
Kynslóðin sem fer að detta inn á vinnumarkaðinn er umhverfislega meðvituð, veit hvað bráðnun
jökla þýðir, lítur neikvæðum augum á sóun og kýs sveigjanlegan vinnutíma og vinnustöðvar.
þjóðanna. Með því að miða starf-
semi okkar við þessi viðmið og
birta þau í stefnunni getum við séð
hvort við séum að leggja okkar af
mörkum.
Að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda er brýnasta verkefnið
og þarf vart að minna á bráðnun
jökla. Það þarf þó ekki að draga
úr lífsgæðum heldur þurfum við
að finna nýjar og betri lausnir.
Framtíðin mun innihalda annars
konar mat, orkusparnað í heim-
ilishaldi, orkunýtnari ökutæki
og minni losun á ferðalögum eða
kolefnisjöfnun. Breyttir lífshættir
og neysluvenjur geta bætt lífsgæði
okkar allra til framtíðar.
Alþjóðlegar áskoranir
Hvernig við byggjum upp við-
skiptaumhverfi morgundagsins
er spennandi verkefni og það er
mikilvægt að taka tillit til við-
miða um samfélagslega ábyrgð í
viðskiptastefnu. Fram undan eru
alþjóðlegar áskoranir, hvort sem
þær lúta að þverrandi vatnsbúskap,
fæðismálum, loftslagi, aukinni
fátækt og breyttum áherslum þá
eru það allt þættir sem viðskipta-
lífið getur tekið þátt í að leysa. Það
er ekki seinna vænna en byrja strax
ef við ætlum að taka stolt á móti
aldamótakynslóðinni og búa henni
farsæla framtíð.“
Podium ehf. er ráðgjafarfyrirtæki
sem sérhæfir sig í stefnumótun
með samfélagsábyrgð að leiðarljósi,
gerð samfélagsskýrslna og aðstoð
við innleiðingu á Global Compact
og Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna. Podium veitir einnig ráð-
gjöf í samskiptamálum.
Arion banki er í forystu þegar kemur að nýjungum í fjármálaþjónustu og inn-
leiðingu stafrænna lausna og leiða
konur innan bankans þá vinnu,
þær Rakel Óttarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri upplýsingatækni-
sviðs, og Iða Brá Benediktsdóttir,
framkvæmdastjóri viðskipta-
bankasviðs. Áhersla er á jafn-
réttismál innan bankans sem fékk
á árinu fyrstur banka heimild til
að nota Jafnlaunamerki velferðar-
ráðuneytisins en bankinn hefur
verið jafnlaunavottaður síðan 2015
þegar hann fékk Jafnlaunavottun
VR. Jafnt kynjahlutfall er í stjórn og
framkvæmdastjórn bankans.
Arion banki hefur kynnt til leiks
yfir 20 nýjar stafrænar lausnir á
rúmum tveimur árum sem við-
skiptavinir geta nálgast í Arion
appinu, netbankanum og á vef
bankans. Nýjasta lausnin kallast
opið app, sem allir geta sótt, óháð
því hvort þeir eru í viðskiptum við
bankann.
Verðlaunaðar lausnir
„Eitt besta dæmið um vel heppn-
aða og vinsæla stafræna lausn er
fljótlegt greiðslumat og umsóknar-
ferli um íbúðalán á vefnum. Önnur
dæmi eru lán í appinu sem taka
mið af lánshæfismati hvers og eins,
bílalán á vefnum og greiðslukorta-
heimildir sem hægt er að breyta í
appinu. Við höfum hlotið alþjóð-
leg verðlaun fyrir lausnirnar okkar
og þá aðferðafræði sem við beitum
við þróun þeirra. Samhliða þessum
nýju lausnum höfum við breytt
útibúum bankans til að samtvinna
betur stafræna og persónulega
þjónustu,“ segir Iða Brá.
Fjölbreytileiki er lykillinn að árangri
Arion banki hefur kynnt til leiks yfir 20 nýjar stafrænar lausnir á rúmum tveimur árum. Konur leiða
vinnu bankans þegar kemur að nýjungum í fjármálaþjónustu og innleiðingu stafrænna lausna.
Rakel Óttars
dóttir, fram
kvæmdastjóri
upplýsinga
tæknisviðs
(t.v.), og Iða Brá
Benediktsdóttir,
framkvæmda
stjóri viðskipta
bankasviðs.
MYND/ERNIR
Samstarf þvert á bankann
Starfsfólk af öllum sviðum bankans
kemur að þróun stafrænu lausnanna,
flest af upplýsingatæknisviði og
viðskiptabankasviði. „Það skemmti-
lega við þessa stafrænu vegferð er
að starfsfólk víða að úr bankanum
kemur að henni. Stofnað er þver-
faglegt verkefnateymi um hverja
nýja lausn sem hefur 16 vikur til að
ljúka verkinu. Það er mjög eftirsótt
að taka þátt og gott samstarf starfs-
fólks af ýmsum sviðum bankans
er grunnurinn að árangrinum. Við
gætum þess að skapa góðan anda
innan teymanna, m.a. með því að
horfa til fjölbreytileika en þannig
fáum við betri lausnir sem höfða til
fleiri,“ segir Rakel.
„Jafnrétti, í víðustu merkingu þess
orðs, er mikilvægur liður í því að
byggja upp góðan vinnustað þar sem
fjölbreytt sjónarmið heyrast,“ segir
Rakel. „Viðskiptavinir okkar eru jafnt
karlar sem konur og því skiptir máli
að bæði kynin komi að þróun okkar
þjónustu. Í dag er mikill meirihluti
forritara karlar en við höfum lagt
okkur fram um að fjölga konum
á upplýsingatæknisviði svo þjón-
ustan sé einnig hönnuð út frá þeirra
sjónarmiði. Við þurfum líka í ríkari
mæli að hvetja stelpur til að sækja
sér tæknimenntun því það er alveg
ljóst að eftirspurn eftir tæknifólki á
bara eftir að aukast og við þurfum
líka þeirra krafta.“
Meiri árangur
„Jafnlaunavottunin og það sem
bankinn hefur gert í jafnréttismálum
hefur haft jákvæð áhrif á menn-
inguna innan bankans,“ segir Iða
Brá. „Það er margsannað að fyrirtæki
sem leggja áherslu á fjölbreytileika
ná betri árangri, vegna betra jafn-
vægis í ákvarðanatöku og áhættu-
stýringu, heldur en fyrirtæki þar sem
hópurinn er eins leitur. Fjölbreyti-
leiki og aðkoma beggja kynja að
ákvarðanatöku skiptir okkur miklu
máli og skilar árangri. Stafrænu verk-
efnin okkar eru lýsandi dæmi um
það enda eru verkefnateymin skipuð
fólki með mjög fjölbreytta þekkingu,
reynslu og bakgrunn.“
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
10 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-B
A
B
C
2
2
3
1
-B
9
8
0
2
2
3
1
-B
8
4
4
2
2
3
1
-B
7
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K