Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 42
Öryggismál eru í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu auk heil- brigðis- og umhverfis- mála. Starfsmenn eru um 400 og á hverju ári ræður fyrirtækið yfir 100 manns í sumar afleysingar. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Álverið ISAL í Straumsvík er rekið af Rio Tinto á Íslandi. Fyrirtækið hóf framleiðslu áls árið 1969. Í ár eru tímamót hjá fyrirtækinu því liðin eru 50 ár frá því að útflutningur áls hófst frá Íslandi. Í Straumsvík eru framleidd árlega um 212 þúsund tonn af hágæða áli sem skapar þjóðfélaginu dýrmætar gjald- eyristekjur. Ál gerir daglegt líf fólks betra. Það er notað í farartæki, byggingar, raf- tæki og umbúðir og fleira. Yfir 75% af því áli sem hefur verið framleitt frá upphafi er enn í notkun og hægt að endurvinna endalaust. Það þýðir að komandi kynslóðir geta notað íslenskt umhverfisvænt ál aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn. Öryggismál eru í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu auk heilbrigðis- og umhverfismála. Starfsmenn eru um 400 og á hverju ári ræður fyrirtækið yfir 100 manns í sumar afleysingar. Starfsemin byggist á hæfu og áhuga- sömu starfsfólki sem er ein mikil- vægasta auðlind fyrirtækisins. Um 70 konur starfa um þessar mundir hjá ISAL. Fjölbreytt starf Bryndís Blöndal starfar sem raf- eindavirki hjá ISAL. Þar hefur hún starfað í þrjú ár og byrjaði sem nemi. „Ég kláraði sveinsprófið og var í kjöl- farið fastráðin sem rafeindavirki,“ segir hún. „Starfið felst að mestu Álverið er líka fyrir konur Álverið ISAL í Straumsvík leggur áherslu á að skapa öruggan og eftirsóknarverðan vinnustað. Verið er að ljúka jafnlaunavottun í álverinu og mikil áhersla er á að fjölga konum í hópi starfsmanna. vinnunni, sem er mjög hagkvæmt.“ Bryndís segist njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum utan vinnutíma, hvort sem það er að elda saman, spila eða horfa á mynd. „Ég hef mikinn áhuga á veiði, þá aðal- lega fiskveiði en líka skotveiði. Það var verið að stofna veiðiklúbb innan ISAL og verður spennandi að sjá hvernig hann þróast,“ segir hún. Fjölskylduvænt umhverfi Sigríður Guðmundsdóttir hefur starfað hjá ISAL frá því í febrúar 2015 en hafði áður verið sumar- starfsmaður í tvö sumur. Hún er leiðtogi kerrekstrar og ber ábyrgð á helstu ferlum innan kerskálans sem snúa að því að framleiða gæðaál á sem öruggastan og hagkvæmasta hátt. „Starfið er mjög líflegt og fjöl- breytt og verkefnin gott sambland af hefðbundinni greiningarvinnu, öryggis- og gæðaeftirliti og stöð- ugum umbótum,“ útskýrir hún. Sigríður er ánægð í vinnunni. „Já, það er mjög gott að vinna hjá ISAL. Maður fær mikið traust til þess að sinna verkefnum sínum. Hvert sem maður leitar, fólk er alltaf tilbúið að koma til aðstoðar við hin ýmsu verkefni sem þarf að leysa. Sam- starfsfólk mitt er mjög skemmtilegt og allir leggja sig fram við að ná settu marki.“ Sigríður er Hafnfirðingur og henni fannst álverið alltaf spenn- andi staður. „Eftir að hafa unnið í álverinu í tvö sumur á meðan ég var í verkfræðinni varð ISAL eitt af þeim fyrirtækjum sem mig langaði til að vinna hjá þegar ég útskrifaðist. Þetta er fjölskylduvænt fyrirtæki. Vinnutíminn er fastur og yfirvinna ekki mikil. Yfirleitt er mikill skilningur fyrir alls konar púsli sem þarf í tengslum við fjöl- skylduna í veikindum, fríum og þess háttar. Utan vinnutímans stunda ég CrossFit og spila svo „old girls“ bolta einu sinni í viku með síungum fótboltastelpum. Hef mikinn áhuga á ferðalögum, bæði innan- sem utanlands og finnst frábært að fara með fjölskyldunni á skíði. Annars fer frítíminn mikið í að fylgja eldri börnunum eftir í þeirra frístund- um,“ segir hún. Vaktirnar henta vel Sunna Hlín Jónsdóttir hefur starfað sem kerskálastarfsmaður hjá ISAL frá árinu 2012. Hún byrjaði um sumarið og hefur síðan unnið með skóla. Sunna Hlín segist geta hlaupið í öll störf í kerskálanum en vinnan sé aðallega tækjavinna. „Ég er oftast í starfi sem kallast skaut- skipting. Það hentar mér mjög vel að vinna í álverinu. Þetta er þægi- legt starf og vaktirnar skemmti- legar. Ég átti ekki endilega von á að ég yrði svona lengi í þessu starfi en vaktirnir henta mér vel. Við erum með þrískiptar vaktir og vinnum sex vaktir á fimm dögum þannig að það er einn dagur í vinnuhringnum þar sem maður sér fáa aðra vinnufé- laga,“ segir Sunna Hlín. Fyrir utan vinnuna er það heilsan sem skiptir hana mest máli. „Ég hef áhuga á öllu sem viðkemur heilsu. Ég lærði ÍAK einkaþjálfun með fram vinnunni. Undanfarið hef ég verið í fjarnámi að læra nudd ásamt því að klára Stóriðjuskólann sem er innan fyrirtækisins. Þrátt fyrir allt þetta hef ég engu að síður tíma til að gera flest það sem mig langar til en þau fimm daga frí sem við fáum á milli vakta henta mér mjög vel.“ Öll störf hjá ISAL henta jafnt konum sem körlum. Hér eru þær Bryndís Blöndal rafeindavirki, Sunna Hlín Jónsdóttir kerskálastarfsmaður og Sigríður Guðmundsdóttir, leiðtogi kerrekstrar. MYNDIR/ANTON BRINK leyti í fyrirbyggjandi viðhaldi, próf- unum á til dæmis vogum og mælum, en einnig í bilanagreiningu og upp- setningu á búnaði. Starfið er mjög fjölbreytt og oft á tíðum krefjandi þegar leysa þarf flóknar bilanir.“ Þegar Bryndís er spurð hvernig sé að starfa hjá fyrirtækinu, svarar hún: „Það er mjög gott að vinna hjá ISAL og ég mæli eindregið með því. Starfs- andinn er góður og sem rafeinda- virki fer ég um alla verksmiðjuna og kynnist því mörgum sem hér starfa. Hér eru fjölbreytt störf og það er alltaf mikið lagt upp úr því að öryggi starfsmanna sé tryggt.“ Bryndís kláraði stúdentspróf af náttúrufræðibraut samhliða grunn- námi rafiðna. „Eftir það var ég ekki viss hvað ég vildi gera, skráði mig í líffræði en fann mig ekki þar. Ákvað þá að fara í rafeindavirkjun og kunni mjög vel við fagið, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á því að skrúfa hluti í sundur og spá í hvernig þeir virka, þó svo að þeir hafi nú ekki alltaf farið rétt saman aftur,“ útskýrir hún. Ekki eru margar konur í iðnaðar- störfum hjá ISAL, ein til tvær í hverri deild. Bryndís segir að gaman væri að sjá fleiri konur þar enda henta störfin þeim ekki síður en körlun- um. „Mér þætti einnig mikilvægt að sjá fleiri stelpur velja iðnnám því þar eru mörg spennandi tækifæri. Ég tel ISAL vera fjölskylduvænan vinnu- stað, fjölmörg störf á svæðinu eru á dagvinnutíma en einnig er unnið eftir vaktaskipan. Starfsmenn eiga möguleika á að taka rútur í og úr 12 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -C E 7 C 2 2 3 1 -C D 4 0 2 2 3 1 -C C 0 4 2 2 3 1 -C A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.