Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 43
Tæknin er farin að snerta okkur sem einstaklinga á öllum sviðum með tilkomu snjallsímans og snjall- tækja á heimilum. Upp- lýsingatæknin sem áður beindist að því að hag- ræða í fyrirtækjum snýst nú um að auðvelda fólki almennt lífið. Sigríður hefur lifað og hrærst í upplýsingatæknigeiranum frá 1984. Hún er kerfisfræðingur frá Tietgentskolen, með MBA frá Háskólanum í Reykjavík og AMP frá Harvard Business School. Hún hefur unnið bæði hér heima og erlendis, var framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss og þar áður fram- kvæmdastjóri og einn af stofn- endum Ax Business Intelligence í Danmörku. Hún var forstöðu- maður hugbúnaðarsviðs Tæknivals og forstjóri Humac svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2010. Hún segir margt hafa breyst á þeim tíma sem hún hefur starfað í geiranum. „Ég vil meina að við séum að upplifa þriðju tæknibylt- inguna síðan ég hóf störf. Fyrsta byltingin var þegar tölvuvæðing bókhaldskerfanna fór af stað, en þau voru þá kölluð viðskiptakerfi. Önnur byltingin hófst í kringum aldamótin með veraldarvefnum og tæknibólunni þegar tæknin fór að ryðja sér til rúms fyrir alvöru og það þótti sjálfsagt að öll fyrir- tæki tækju þátt. Sú bylting sem við erum stödd í núna snýr hins vegar að einstaklingnum. Tæknin er farin að snerta okkur sem ein- staklinga á öllum sviðum með til- komu snjallsímans og snjalltækja á heimilum. Upplýsingatæknin sem áður beindist að því að hagræða í fyrirtækjum til að ná fram betri rekstri snýst nú um að auðvelda fólki almennt lífið.“ Framarlega á sínu sviði Sigríður segir Íslandsbanka alla tíð hafa verið framarlega í tækninni. „Bankinn var til dæmis fyrstur til að koma með netbanka á Íslandi. Okkur er mjög annt um að vera framarlega í þessum málum og hlusta á þarfir viðskiptavina. Þannig höfum við lagt áherslu á að koma fram með snjallar lausnir, fyrst í netbankanum og nú í gegnum símana þar sem viðskipta- vinir geta fengið sína þjónustu hvar og hvenær sem er.“ Slík umbylting á kerfum bankans tekur mörg ár og breytir starfsemi bankans á öllum sviðum. „Áður var mest hugsað um sjálf- virkni í bakvinnslu en nú beinum við sjónum að því að viðskipta- vinurinn geti afgreitt sig sjálfur og þurfi sem minnst að koma á staðinn. Stór liður í því er tilkoma rafrænna lausna,“ segir Sigríður og bendir á að þessi þróun verði áfram í fullum gangi næstu árin. „Nú eru menn farnir að horfa til þess að nota gögnin meira svo viðskiptavinurinn fái betri upp- lýsingar og sérhæfðari þjónustu. Þá horfum við einnig til gervigreindar sem verður áberandi á næstu þremur til fimm árum.“ Sigríður segir mikilvægt að fyrir- tæki móti sér stefnu til framtíðar í tæknimálunum. „Fyrirtæki eru ekki bara að keppa á Íslandi heldur á alþjóðlegum vettvangi í þessum stafræna heimi sem við lifum í.“ Hún segir þó erfitt að spá fram í tímann enda margar breytur sem spili inn í. Til dæmis hversu mót- tækilegir viðskiptavinir eru fyrir nýjungum. „Við erum afskaplega glöð með hvað viðskiptavinir Íslandsbanka eru móttækilegir. Það hjálpar okkur í allri þróunar- vinnu en viðskiptavinir okkar taka sífellt meiri þátt í þróun nýrra lausna og þannig náum við koma með viðskiptamiðaðar þjónustur Margt breyst í tæknigeiranum Íslandsbanki hefur ráðist í miklar tæknibreytingar til að mæta hraðri þróun. Sigríður Olgeirs dóttir, framkvæmdastjóri á rekstrar- og upplýsingatæknisviði, er ánægð með hvernig til hefur tekist. Sigríður segir mikilvægt að fyrirtæki móti sér stefnu til framtíðar í tæknimálunum. „Fyrirtæki eru ekki bara að keppa á Íslandi heldur á alþjóð- legum vett- vangi í þessum stafræna heimi sem við lifum í.“ MYND/EYÞÓR Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og fáum reglulega endurgjöf við- skiptavina.“ Gríðarstórt verkefni Stór partur af því að geta keppt í starfrænum heimi framtíðarinnar fólst í því að skipta út grunnkerfum bankans. Grunnkerfin og kjarninn í hefðbundinni bankastarfsemi eru innlán, greiðslumiðlun og útlán en að baki þeim eru flókin kerfi. Sigríður segir banka almennt vera með mjög gömul grunnkerfi og Íslandsbanki var með kerfi hjá Reiknistofu bankanna sem orðið var 45 ára gamalt og stóðst engar kröfur nútímatækniþróunar. „Við réðumst í það fyrir þremur og hálfu ári að uppfæra þessi kerfi í samvinnu við RB og er það stærsta verkefni sem bankinn hefur ráðist í frá stofnun,“ segir Sigríður og bendir á að flækjustigið við fram- kvæmdina hafi verið gríðarlegt en samhliða var tækniumhverfi bank- ans fært í nútímahögun. Ferlið tók þrjú og hálft ár en þar sem kerfin vinna í rauntíma gerði það innleiðinguna og gangsetninguna mjög flókna. Áður en kerfið var gangsett í september í fyrra voru gerðar ýmsar varúðarráðstafanir. Viðskiptavinir voru undirbúnir, haldnar voru tvær æfingar þar sem ferlið var æft frá upphafi til enda og einnig voru haldnar neyðar- æfingar þar sem æfð voru viðbrögð við því ef kerfið myndi ekki virka sem skyldi. „Gangsetningarferlið tók 2 vikur en útskiptin sjálf var framkvæmd á einni helgi og komu 220 manns að gangsetningunni í þremur löndum. Þetta var flókið og umfangsmikið en í stuttu máli tókst innleiðingin frábærlega og fátt sem kom upp á miðað við umfang verkefnisins. Ég er ákaflega stolt af því hve vel gekk og þessi endurnýjun grunnkerfa og tækni mun styrkja okkur til framtíðar í stafrænum heimi.“ Breytt vinnuumhverfi Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Norðurturn Smáralindar fyrir rúmum tveimur árum og samhliða því voru gerðar miklar breytingar á vinnuumhverfi starfs- manna sem Sigríður telur að hafi heppnast mjög vel. „Við tókum upp verkefnamiðaða vinnuað- stöðu enda munu fyrirtæki vinna öðruvísi í framtíðinni. Mun meira verður unnið í þverfaglegum teym- um og fólk færist á milli verkefna. Minna verður um að starfsmenn tilheyri bara einni deild sem starfar á einum stað. Í nýju aðstöðunni er enginn með skrifstofu, ekki einu sinni forstjórinn, en mörg fundar- herbergi og vinnusvæði. Með því að hugsa vinnuumhverfi okkar til framtíðar aukum við sveigjan- leika, minnkum umfang bankans og höfum náð mikilli hagræðingu í starfseminni.“ Þá nefnir Sig- ríður að umhverfið njóti einnig breytinganna en innri starfsemi bankans varð pappírslaus með breytingunni. „Þá eykur þetta einn- ig upplýsingaöryggi enda situr fólk sjaldan á sama stað og því liggur aldrei pappír eða gögn á borðum í dagslok.“ Sigríður er mjög ánægð með hvernig bankinn hefur staðið að því að horfa til framtíðar. „Mér finnst bankinn hafa sýnt hugrekki og framsýni að þora að ráðast í þessar miklu tæknibreytingar.“ KYNNINGARBLAÐ 13 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -C E 7 C 2 2 3 1 -C D 4 0 2 2 3 1 -C C 0 4 2 2 3 1 -C A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.