Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 46

Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 46
Ég hef margoft verið spurð hvers vegna svo fáar konur starfi við raforkumál og hef ákveðið að taka þátt í að snúa þessu við. Við erum þjálfaðar í því að veita þjón- ustu eftir aðgerðir. Þá hefur endermologie meðferðin hlotið náð hjá bandaríska lyfjaeftir- litinu (FDA) sem áhrifa- ríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húðinni. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Endermologie var upphaflega þróað á níunda áratugnum af Frakkanum Louis-Paul Guitay. Hann hafði sjálfur lent í slysi og fékk í lið með sér lækna og vísindamenn til að þróa tæki undir nafninu LPG til að hjálpa sér til bata. Óvænt aukaverkun með- ferðarinnar var að appelsínuhúð minnkaði til muna og í kjölfarið var farið að nota tækið víða í þeim tilgangi að draga úr appelsínuhúð og gera slappa húð stinnari. „Líkamslögun er LPG stofa og endermologie er okkar fag,“ segir Harpa Hauksdóttir, eigandi Líkamslögunar á Nýbýlavegi 8. Harpa er menntaður einkaþjálfari og vottaður LPG meðferðaraðili líkt og samstarfskona hennar á stofunni sem jafnframt er sjúkra- þjálfari. Harpa segir fólk á öllum aldri og af báðum kynjum koma á stofuna, annars vegar í líkamsmeðferð og hins vegar í andlitsmeðferð. Með- ferðin felst í því að auka súrefnis- flæði í húðinni og koma blóðflæð- Fallegri húð með LPG tækni Líkamslögun er nuddstofa sem sérhæfir sig í endermologie aðferðinni með LPG Cellu M6 tæki. Aðferðin hefur margsannað sig og hjálpar fólki á öllum aldri að fá fallegri og stinnari húð. „Endermologie er okkar fag,“ segir Harpa Hauksdóttir hjá Líkamslögun. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is inu af stað sem hjálpar til við að losa um hnúta og stíflur. „Hingað koma til dæmis konur sem eiga erfitt með að losna við slappa húð eftir barneignir og fólk sem er í ræktinni en á erfitt með ákveðna staði á líkamanum. Viðskiptavinir okkar eru úr öllu þjóðfélagsgeirum og með ólík vandamál. Fólk leitar til dæmis til okkar vegna þreytu og álags. Fjallgöngu- og íþróttafólk er einnig duglegt að koma til okkar en þess má geta að úti í löndum er algengt að íþróttafélög eigi sjálf svona tæki,“ segir Harpa en í Líkamslögun er notast við tæki af gerðinni LPG Cellu M6 Integral. Læknar hafa sent fólk í eftirmeð- ferð í Líkamslögun enda eru LPG tækin lækningatæki í grunninn. „Við erum þjálfaðar í því að veita þjónustu eftir aðgerðir. Þá hefur endermologie meðferðin hlotið náð hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) sem áhrifaríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húðinni,“ upplýsir Harpa og bætir við að stundum komi fólk í einum tilgangi, til dæmis til að losna við appelsínu- húð, en uppgötvi þá að meðferðin hafi bætandi áhrif á ýmislegt annað sem tengist líkamlegri heilsu. Harpa segir misjafnt hversu oft þurfi að koma á stofuna, það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Líkamslögun býður einnig upp á LPG húðlínuna fyrir líkama og andlit. „Þetta eru stórkostlegar húðvörur og þær einu í heiminum sem eru búnar til með þessari sérstöku tækni. Þá eru þær án para- bena og búnar til eftir sérstakri LPG formúlu.“ Árangur meðferðanna hefur spurst út og nóg hefur verið að gera á stofunni. „Viðskiptavinir okkar eru ánægðir og eru duglegir að láta aðra vita af jákvæðum árangri.“ Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðunni Líkamslögun. Það er mikilvægt að fjölga konum í orkugeiranum á Íslandi. Fyrirtæki með jöfn hlutföll kvenna og karla ná betri árangri, enda ná teymi í jafnvægi til að mynda betur til viðskipta- vina, sem eru jú bæði konur og karlar. Þetta segir sig auðvitað sjálft en hefst ekki nema með því að kveikja áhuga beggja kynja á raforkumálum og gefa rými fyrir bæði kven- og karllæg gildi innan fyrirtækjanna,“ segir Íris Baldurs- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsneti. Íris er rafmagnsverkfræðingur og hefur starfað hjá Landsneti síðan 2006 en þar á undan vann hún í Svíþjóð og Mexíkó sem verkefnisstjóri stórra rafbúnaðar- verkefna fyrir flutningsfyrirtæki um allan heim. Hún er því vön að takast á við menningarlegan mun af ýmsum toga. „Fjölbreytni gefur starfinu tvímælalaust lit,“ segir hún. Íris er líka í stjórn félagsins Konur í orkumálum. „Þar get ég unnið á enn breiðari grunni að auknum hlut kvenna í orkugeiranum, en hann er og hefur verið fremur karllægur,“ upplýsir Íris. „Það hefur verið mjög vel tekið á móti mér hvar sem ég hef unnið, bæði erlendis og hér heima, en ég hef margoft verið spurð að því hvers vegna svo fáar konur starfi við raforkumál. Ég get ekki svarað því en hef einfaldlega ákveðið að taka þátt í að snúa þessu við. Að kveikja áhuga á orkumálum er spennandi verkefni. Hjá Lands- neti starfa ég í framkvæmda- stjórn fyrirtækisins. Þar erum við tvær konur. Jafnframt er stjórn Landsnets skipuð öflugu fólki af báðum kynjum. Stjórnendur, sem eru meðvitaðir um jafnrétti, eru lykillinn að því að ná árangri í að jafna stöðu kynjanna,“ segir hún og brosir. „Landsnet er vinnu- staður þar sem það viðhorf gildir og við ræðum um jafnréttismál í tengslum við stefnu, stjórnun og dagleg störf.“ Með púlsinn á samfélaginu Íris stjórnar kerfisstjórnunarsviði hjá Landsneti og er meginhlut- verk þess að stýra raforkukerfinu á Íslandi. „Það er mikið ábyrgðarhlut- verk og má segja að við séum með púlsinn á samfélaginu,“ segir Íris. „Í stjórnstöð okkar fylgjumst við með helstu þáttum íslensks samfélags. Við sjáum þegar aflinn kemur í land og fer í vinnslu, þegar gagna- verin auka við sig, þegar verslun og þjónusta eru í hámarki, hvernig hegðun breytist á stórhátíðum sem og áhrif rafbílavæðingar á kerfið,“ upplýsir Íris og bendir á að stjórn- stöðin vinni þétt með rekstrar- aðilum viðskiptavina sem tengjast kerfinu til að lágmarka áhættu. „Styrking flutningskerfisins og þróun raforkumarkaðar mun hafa mikil áhrif á hlutverk okkar sem kerfisstjóra. Forsenda heilbrigðrar samkeppni á markaði er sveigjan- legt raforkukerfi þar sem flæði raf- orku og úrval fjölbreyttrar þjónustu er aðgengilegt,“ útskýrir Íris. Gervigreind og spálíkön Fjarskipti ásamt öflugum stjórn- og hugbúnaði gera Landsneti kleift að stýra raforkukerfi landsins þar sem millisekúndur geta skipt máli. „Hlutverk okkar er flókið enda raforkunotkun og framleiðsla síbreytileg og flutningskerfi raforku með stærstu kerfum landsins. Með kvikari hegðun raforkunotenda og -framleiðenda á samkeppnismarkaði þurfum við að grípa til enn þróaðri lausna. Við horfum til gervigreindar og notkunar spálíkana í kerfis- stjórnun og erum þegar byrjuð að taka skref í þá átt,“ upplýsir Íris og segir að á kerfisstjórninni starfi öflugur hópur sem þekkir raforku- kerfið í þaula. Framkvæmdastjóri í núinu með augun á rafmagnaðri framtíð Íris Baldursdóttir segir orkugeirann kalla eftir konum í spennandi störf sem snúast um bætta orkunýtingu, sjálfbærni og aðgengi að endurnýjanlegri orku. Hún segir stjórnendur meðvitaða um jafnrétti, sem er lykillinn að því að ná árangri í að jafna stöðu kynjanna í orkugeiranum. Íris Baldursdóttir er framkvæmdastjóri hjá Landsneti. MYND/ERNIR „Við erum á fleygiferð inn í framtíðina og búum að góðum tengslum við erlend flutnings- fyrirtæki raforku og háskóla sem er mikill styrkur. Það er ómögu- legt að sjá fyrir allar breytingar næstu ára en þær verða ekki að veruleika nema við séum með öflugt og skapandi fólk sem vill þróa nýjar lausnir og hefur trú á krafti nýsköpunar.“ Landsnet er á Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík. Sími 563 9300. Sjá nánar á www.landsnet.is og á samfélags- miðlum. 16 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -C E 7 C 2 2 3 1 -C D 4 0 2 2 3 1 -C C 0 4 2 2 3 1 -C A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.