Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 51
Það er líka virki- lega „inspírerandi“ að hafa aðgang að sér- fræðingunum sem sjá um auglýsingamál Apple á heimsvísu. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Selma Rut hefur átt farsælan feril hjá Pipar\TBWA „Þótt ég hafi unnið hjá sömu kenni- tölunni þá er varla hægt að segja að ég hafi alltaf unnið á „sama“ vinnustaðnum. Auglýsingabrans- inn er mjög breytilegur. Ég hef farið í gegnum fjórar sameiningar á þessum tíma ásamt mörgum flutningum. Hef unnið með fullt af góðu fólki svo fjölbreytnin hefur verið mikil,“ svarar Selma Rut þegar hún er spurð um starfið. Vinna og áhugamál Bakgrunnur Selmu er grafísk hönn- un. Hún útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2002, kasólétt af dóttur sinni, eins og hún segir. „Að frátalinni einstaka freelance vinnu og sumarvinnu á annarri stofu þá hef ég verið á Pipar alla mína starfsævi, enda er sá stóri, góði hópur orðinn mér mikilvægur. Pipar er fjölskyldu- vænn vinnustaður og við pössum hvert upp á annað og að öllum líði vel. Það skiptir svo miklu máli að allir taki þessi litlu hlutverk að sér sem gera vinnustaðinn betri. Og það getur verið ótrúlega dýrmætt þar sem maður eyðir miklum tíma dagsins í vinnunni,“ segir hún. „Ég hef brennandi áhuga á öllu tengdu Fjölga þarf konum í faginu Selma Rut Þorsteinsdóttir starfar sem Chief Creative Director á auglýsingastofunni Pipar\TBWA. Þar hefur hún starfað í sextán ár en snemma kom í ljós að hugurinn stefndi á skapandi greinar. Selma Rut hefur átt farsælan feril hjá Pipar/TBWA. Hún segir að Pipar/TBWA sé jafnréttissinnaður vinnustaður og bæði kynin fái tækifæri til að vinna sig upp í fyrirtækinu. MYND/EYÞÓR faginu og í raun eru það forréttindi að geta unnið að áhugamálinu sínu á hverjum degi.“ Pipar\TBWA er hluti af alþjóð- legri keðju auglýsingastofa TBWA sem kallar sig The Disruption Company. „Við erum stolt af því að vera hluti þeirrar keðju. Við erum aðeins einum tölvupósti eða símtali frá sérfræðingum um allan heim sem eru kannski nýbúnir að glíma við svipað verkefni og við erum að vinna. Þeir gefa okkur stuðning og inngjöf í verkið. Þetta hefur hjálpað okkur gríðarlega, sérstaklega undanfarin ár þar sem nokkur verkefni hafa verið unnin í góðu samstarfi við okkar erlendu samstarfsaðila. Það er líka virkilega „inspírerandi“ að hafa aðgang að sérfræðingunum sem sjá um aug- lýsingamál Apple á heimsvísu. Jafnrétti í hávegum haft Pipar\TBWA er jafnréttissinnaður vinnustaður. Það skiptir miklu máli að jafnvægi sé á milli kynja í stjórnunarstöðum. Bæði kynin fá tækifæri til að vinna sig upp á stof- unni. Það skiptir sömuleiðis máli að fjölbreytileikinn sé mikill hjá starfsfólki í aldursdreifingu, þjóð- erni og fleiru. Með því nær stofan að endurspegla þá fjölbreytni sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Þannig náum við auðvitað mestum árangri í skilaboðum út á markað- inn. Það hefur komið fyrir að við höfum þurft að endurskipuleggja teymi þegar við sjáum að það er of einsleitt, ekki bara að það þurfi að bæta konu í teymið heldur af því að það vantar karlmann. Við fengum jafnlaunavottun VR árið 2016, fyrst allra fyrir- tækja í skapandi greinum og erum ákaflega stolt af því. Þetta er ekki bara fínn stimpill heldur skiptir þetta okkur raunverulega máli. Við höfum alltaf leitast við að hafa jafnrétti og jöfn kjör við lýði og teljum að fyrirtæki séu einfaldlega betur rekin þegar þessir hlutir eru í jafnvægi. Kynjahlutfall er 50/50 í framkvæmdastjórn og í stjórn fyrirtækisins sit ég ásamt Guð- mundi Pálssyni framkvæmdastjóra og Valgeiri Magnússyni stjórnar- formanni. Fleiri konur í dómarastörf Ég tel að staða jafnréttis og kynja- mála í auglýsingageiranum sé því miður ekki nógu góð. Lengi hefur verið talað um að það sé erfitt að finna „réttu“ konurnar, þær séu ekki til staðar eða ekki nógu hæfar. Ég held að það séu mýtur, gögn sýna að konur útskrifast í sama og jafnvel meira mæli en karlar en þær eru ekki að skila sér inn á stofurnar og alls ekki í efri lögin. Því svipar kannski aðeins til ímyndarinnar sem sett var fram í auglýsingu FKA á Jafnvægisvoginni sl. haust, þar sem stjórnandinn hreinlega sá ekki konurnar sem stóðu allar tilbúnar með menntun- ina og reynsluna,“ segir Selma Rut sem fengið hefur ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín í gegnum árin auk þess að vera dómari í mörgum keppnum. Má þar nefna FÍT keppnina, Effie verðlaunin og ADCE (Art Directors Club of Europe) og Lúðurinn, íslensku aug- lýsingaverðlaunin sem er stærsta auglýsingakeppni á Íslandi. „Það er hins vegar sorglegt að sjá hversu hlutfall kvenna í þeirri dómnefnd er arfaslakt, því auglýsingar eiga auðvitað að endurspegla íslenskt samfélag, en spurningin er hvort slík speglun eigi sér stað þegar svo mikið ójafnvægi er á milli kynjanna í dómnefndarstörfum,“ bætir Selma Rut við. Fagið breytist hratt Selma Rut segir að starf auglýsinga- fólks sé alltaf að þróast og það gerist hratt. „Við vinnum þó alltaf með sömu grunngildin sem eru góð hugmynd og útfærsla. Vissulega er allt orðið mikið hraðara með komu samfélagsmiðla og annarra nýjunga en þarna eru líka ný tæki- færi. Nú er hægt að tala beint við áheyrendur og hefja samtal sem opnar á mikla möguleika þann- ig að ég myndi segja að framtíðin væri spennandi,“ segir Selma Rut sem er gift og móðir þriggja barna. Eiginmaðurinn heitir Árni Davíð Skúlason, forstöðumaður hjá Arion banka, en börnin eru Tanja Kristín 16 ára, Mikael Aron, 12 ára, og Hilmir Hrafn, 8 ára. Fer á fjöll í frístundum Þegar Selma Rut er spurð hvernig vinna og fjölskyldulíf fari saman hjá henni, svarar hún: „Börnin mín eru miklir íþróttakrakkar svo það fer orðið ágætis tími í að horfa á þau keppa í frítímum sem okkur foreldrunum finnst virkilega skemmtilegt að gera. Ég er mikil útivistarmanneskja, fer árlega í þriggja daga stelpugönguferð á hálendinu, svona „girlpower-ferð“. Sömu stelpurnar leika körfubolta með mér einu sinni viku í Austur- bæjarskóla. Það höfum við gert í um það bil 5 ár en engin okkar hefur æft körfubolta, það er auka- atriði. Ég er mikill jafnréttissinni og hef áhuga á að auka hlut kvenna í faginu. Ég er sannfærð um að fagið verður miklu betra þegar fjölbreyti- leika er náð,“ segir Selma Rut. KYNNINGARBLAÐ 21 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -B F A C 2 2 3 1 -B E 7 0 2 2 3 1 -B D 3 4 2 2 3 1 -B B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.