Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 55
Fjölbreytt fasteignamál
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu, sérhæfir sig í öllum
lögfræðimálum tengdum fasteignum og sinnir einnig ýmiss konar ráðgjöf.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sérhæfir sig í fasteignamálum og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast þeim. MYND/ERNIR
þeirra, ráðgjöf við fasteignafélög
og leigufélög, meðal annars við
fasteignakaup eða á sviði fjöleignar-
húsamála, húsaleigumála og skipu-
lags- og byggingarmála, ráðgjöf fyrir
húsfélög og eigendur fjöleignar-
húsa, íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis,
meðal annars vegna breytinga eða
viðhaldsframkvæmda á húsum,
ágreinings um eignarhald eða
kostnaðaruppgjör, ráðgjöf fyrir
eigendur eða verktaka vegna bygg-
ingar, breytinga eða framkvæmda
við fasteignir og ráðgjöf fyrir
leigusala og leigjendur íbúðar- eða
atvinnuhúsnæðis, svo sem gerð
leigusamninga, framkvæmd eða lok
leigusamnings.
Guðfinna bendir á að flest
ágreiningsmál sem upp koma við
fasteignakaup snúast um galla.
Ágreiningur vegna galla getur
þó einnig komið upp við aðrar
aðstæður svo sem við byggingu,
breytingar eða viðhaldsfram-
kvæmdir á húsum. Hefur hún tölu-
vert aðstoðað kaupendur, seljendur
og húsfélög í slíkum málum. „Þetta
eru orðin ansi mörg gallamál á
þessum árum sem ég hef komið að,
einhver hundruð íbúða. Sem betur
fer hefur verið hægt að leysa flest
þessara mála án aðkomu dómstóla
enda gallamál kostnaðarsöm og
taka langan tíma. Þegar fólk kemur
til mín aðstoða ég það við að meta
stöðuna og ráðlegg hvað best er
að gera enda mikilvægt að rétt sé
brugðist við strax í upphafi.“ Hún
segir að galli í daglegu tali og galli í
lagalegum skilningi fari ekki endi-
lega saman. „Ef um galla í lagalegum
skilningi er að ræða getur kaupandi
fasteignar átt rétt á skaðabótum eða
afslætti af kaupverði eignarinnar.
Við mat á því hvort um galla er að
ræða skiptir máli hvort um nýja eða
notaða fasteign er að ræða. Þannig
getur kaupandi nýrrar fasteignar
gert meiri kröfur en kaupandi gam-
allar eignar. Nýjar fasteignir eiga
einfaldlega að vera í lagi og byggðar
í samræmi við lög og reglur. Ef upp
koma gallar í nýrri eign getur kaup-
andi oft átt kröfur á hendur fleiri
aðilum en seljanda eignarinnar svo
sem byggingarstjóra og hönnuði
og tryggingafélögum þeirra ef rekja
má tjónið til starfa þeirra. Þegar
um notaða fasteign er að ræða telst
hún ekki gölluð, nema ágallinn rýri
verðmæti hennar svo nokkru varði,
eða seljandi hefur sýnt af sér sak-
næma háttsemi.“
Guðfinna hefur mikla reynslu af
málaflokknum.
„Þegar ég ákvað í ársbyrjun 2002
að opna lögmannsstofu ætlaði ég
ekkert sérstaklega að sérhæfa mig í
fasteignamálum en fólk leitaði strax
í byrjun til mín með slík mál vegna
reynslu minnar af málaflokknum
en ég hafði áður starfað sem lög-
fræðingur í félagsmálaráðuneytinu,
hjá Íbúðalánasjóði og Húsnæðis-
stofnun ríkisins,“ segir Guðfinna.
„Þar hafði ég meðal annars séð
um fjöleignarhúsa- og húsaleigu-
málin og komið að reglugerðar- og
frumvarpsvinnu og gerð álitsgerða
á sviði húsnæðismála. Þá hafði ég
kennt fjöleignarhúsalögin og húsa-
leigulögin. Á þessum tíma hafði ég
töluvert mikið unnið með Sigurði
Helga Guðjónssyni, formanni Hús-
eigendafélagsins, í tengslum við
starf mitt í ráðuneytinu og þegar ég
hætti þar og opnaði lögmannsstofu
bað hann mig um að koma í stjórn
Húseigendafélagsins. Ég var í stjórn
þess frá 2002 til 2011 en sagði mig
úr stjórninni þegar ég tók við sem
formaður kærunefndar húsamála.
Ég fór svo aftur í stjórn Húseigenda-
félagsins síðastliðið vor.“ Auk starfa
sinna sem lögmaður hefur Guð-
finna tekið þátt í gerð lagafrum-
varpa, reglugerða, úrskurða og álits-
gerða, verið í stjórnum, nefndum og
ráðum, kennt og haldið fyrirlestra
um ýmis mál tengd fasteignum svo
sem á námskeiði til löggildingar
fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala,
námskeiði í gerð eignaskiptayfir-
lýsinga, löggildingarnámskeiði fyrir
mannvirkjahönnuði og námskeiði
fyrir matsmenn, hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands, Háskólanum í
Reykjavík, Félagi fasteignasala,
og mörgum fleiri fyrirtækjum og
stofnunum.
Guðfinna var borgarfulltrúi á
árunum 2014-2018 en á þeim tíma
sat hún meðal annars í borgarráði
og umhverfis- og skipulagsráði. „Ég
tók mér meira og minna frí frá lög-
mennskunni meðan ég var í borgar-
málunum en byrjaði á fullu aftur í
lögmennskunni síðasta haust.“
Guðfinna er enn fremur í stjórn
Landsvirkjunar, formaður próf-
nefndar eignaskiptayfirlýsinga og
formaður prófnefndar leigumiðl-
unar.
Vefsíða Fasteignamál Lögmanns-
stofu er www.fasteignamal.is.
Ég ætlaði ekki
endilega að sérhæfa
mig í fasteignamálum en
fólk leitaði strax í byrjun
til mín með slík mál
vegna reynslu minnar af
málaflokknum.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Guðfinna Jóh. Guðmunds-dóttir, lögmaður á Fast-eignamál Lögmannsstofu,
sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum
tengdum fasteignum, svo sem
gallamálum, fjöleignarhúsamálum,
húsaleigumálum og skipulags- og
byggingarmálum. „Verkefnin eru
mjög fjölbreytt, þó þau snúist öll
um fasteignir á einn eða annan
hátt,“ segir Guðfinna. „Þar sem
ég hef meira og minna starfað við
fasteignalögfræði síðustu 23 árin
og komið að ólíkum verkefnum
tengdum fasteignum í gegnum
tíðina nýtist reynsla mín vel við
hin fjölbreyttustu verkefni hvort
sem þau eru fyrir einstaklinga,
húsfélög, fyrirtæki eða stofnanir.“
Guðfinna nefnir dæmi um þau
verkefni sem hún sinnir. „Það er til
að mynda ráðgjöf við kaupendur og
seljendur fasteigna vegna ágrein-
ings við fasteignakaup, svo sem
vegna galla í nýju eða notuðu hús-
næði, greiðsludráttar, afhendingar-
dráttar eða annarra vanefnda.“ Hún
nefnir einnig ráðgjöf vegna galla í
nýbyggingum, svo sem varðandi
kröfur á hendur byggingarstjóra,
hönnuði og tryggingarfélögum
KYNNINGARBLAÐ 25 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-B
0
D
C
2
2
3
1
-A
F
A
0
2
2
3
1
-A
E
6
4
2
2
3
1
-A
D
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K