Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 56

Fréttablaðið - 31.01.2019, Síða 56
boðið er upp á sólarhringsþjónustu alla daga ársins. Bókunarþjónusta „Við tökum við bókunum og hjálpum til við að halda utan um tímaskráningar, afboðanir, breytingar á tímum, að minna á bókaða tíma og svo framvegis, hvort sem er í síma eða tölvupósti,“ segir Ingibjörg og tekur sem dæmi að Ritari hafi verið að setja upp þjón- ustuborð fyrir ferðaþjónustuna þar sem fyrirtækið sér alfarið eða að hluta um bókanir hvort sem um ræðir gistingu eða ferðir. „Þannig getur starfsfólk ferðaþjónustufyrir- tækisins sinnt þeim ferðamönnum sem eru á staðnum og þarf ekki að hafa áhyggjur af að ná ekki að taka á móti bókunum enda getur það að missa af símtali eða tölvupósti þýtt tapaðar tekjur.“ Úthringiþjónusta Úthringiver Ritara getur aðstoðað við hvers kyns úthringiverkefni. „Við getum til dæmis hringt út símakannanir, safnað upplýsingum, bókað fundi og annast sölusímtöl,“ segir Ingibjörg en starfsfólk Ritara getur séð um hvers kyns samskipti sem snúa að því að selja vörur og þjónustu, afla nýrra viðskiptavina eða styrkja sambandið við þá sem fyrir eru. „Við getum jafnframt séð um að bóka sölumenn á fundi, fylgt eftir markpóstum og aflað upp- lýsinga meðal annars til að uppfæra viðskiptavinaskrár.“ Ritaraþjónusta Ritari býður fyrirtækjum ritara- þjónustu þar sem ritarinn situr ekki innan veggja fyrirtækisins og losar þannig fyrirtæki undan þeirri yfir- byggingu sem því fylgir. Fyrirtæki geta því sparað sér umtalsvert fé og fyrirhöfn með því að nýta slíka þjónustu. Vöktun á netspjalli „Við bjóðum upp á netspjall þar sem við setjum upp spjallbox á vefsvæði fyrirtækja, vöktum það og svörum einföldum fyrirspurnum sem kunna að koma í gegn og vísum sölutækifærum áfram á söludeild eða stjórnendur fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg. Samfélagsmiðlaþjónusta Mikilvægt er að halda samfélags- miðlum lifandi þegar þeir eru notaðir sem markaðstæki og til að viðhalda góðum tengslum við við- skiptavini. „Við tökum að okkur að vakta þessa miðla, aðstoða við að setja inn efni og gefa góð ráð.“ Samfélagsmiðlaþjónusta Ritara er tilvalin fyrir fyrirtæki sem vilja nýta samfélagsmiðla til fulls í markaðs- setningu og sýnileika á netinu. Fyrirtæki geta nýtt sér þjónustuna allt frá því að þiggja aðstoð við að koma sér af stað á netinu upp í það að nota þjónustuna sem alhliða lausn þar sem Ritari hefur yfirum- sjón með samfélagsmiðlum fyrir- tækisins og vöktun þeirra. Ingibjörg bendir á að fyrirtæki í ferðaþjónustu sem nýti sér síður eins og TripAdvisor og alþjóðlegar bókunarsíður geti nýtt sér þessa þjónustu. „Ritari vaktar þær fyrir- spurnir og umsagnir sem berast og sér til þess að þeim sé öllum svarað. Þannig kemur fyrirtækið vel fyrir og eykur þar með líkurnar á meiri sölu í framhaldinu.“ Bókhaldsþjónusta Ritari tekur að sér almenn bók- haldsstörf, launavinnslu og VSK- uppgjör fyrir rekstraraðila. „Við erum í samstarfi við ýmsa fagaðila, meðal annars í tengslum við bók- halds- og skattaráðgjöf, endur- skoðun og ársuppgjör.“ Ráðgjöf „Við veitum ráðgjöf í flestu sem tengist því að reka fyrirtæki í dag. Ráðgjafar okkar hafa menntun og reynslu á mörgum sviðum þegar kemur að rekstri og vexti fyrirtækja,“ upplýsir Ingibjörg en meðal þess sem Ritari sérhæfir sig í er þróun hugmynda í fyrirtækja- rekstur, gerð viðskiptaáætlana, hagræðingu í rekstri, að styrkja mannleg samskipti, aðstoð við yfir- tökur og samruna, og markaðs- og söluráðgjöf. Reynslumiklir starfsmenn Ritari er á sínu tíunda starfsári og því mikla reynslu að finna innan fyrirtækisins í að sinna þörfum fyrirtækja í öllum greinum atvinnu- lífsins, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja sem eru staðsett úti um allt land og jafnvel utan landstein- anna. „Við leggjum áherslu á faglega og persónulega þjónustu, sérsniðna að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig,“ áréttar Ingibjörg. Við viljum vera leiðandi í lausnum í rekstri fyrirtækja og bjóða viðskiptavinum okkar upp á afburðaþjónustu. Þessi þjónusta fer að mestu leyti fram í sýndarumhverfi en það þýðir að rekstur fyrirtækisins sem kaupir af okkur þjónustu fer fram óháð stað og tíma starfseminnar,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Ritara. Ritari sérhæfir sig í ritara- þjónustu á borð við símsvörun, úthringingar og bókhaldsþjónustu. „Við getum leyst öll rekstrartengd verkefni viðskiptavina okkar beint af skrifstofunni okkar og þurfum því ekki endilega að vera á staðnum til að geta leyst verkefnin á faglegan hátt.“ Ingibjörg segir að með því móti sé hægt að auka framleiðni fyrirtækja því Ritari dragi úr kostnaði viðskiptavina. „Við auðveldum þeim að sníða sér stakk eftir vexti og kaupa sérfræði- þjónustu í skrifstofurekstri eftir þörfum. Símsvörunarþjónusta „Við svörum í símann fyrir fyrir- tæki, sendum símtöl áfram, tökum niður bókanir og sendum skilaboð. Auk þess höldum við úti öflugu úthringiveri,“ útskýrir Ingibjörg en Við auðveldum fyrirtækjum að sníða sér stakk eftir vexti og kaupa sérfræðiþjón- ustu í skrifstofurekstri eftir þörfum. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Hagræðing felst í að útvista skrifstofurekstrinum Fyrirtæki geta dregið úr kostnaði með því að nýta þjónustu fyrirtækisins Ritara. Starfsmenn Ritara geta á faglegan hátt leyst öll rekstrartengd verkefni beint af skrifstofu fyrirtækisins á Akranesi. Ingibjörg Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Ritara, er til hægri á myndinni en með henni er Erla Ösp Lárusdóttir, þjónustustjóri fyrirtækisins. Dæmi um þjónustu Ritara: • Almenn símsvörun • Bókunarþjónusta • Úthringiþjónusta • Ritaraþjónusta • Vöktun á netspjalli • Samfélagsmiðlaþjónusta • Bókhaldsþjónusta • Ráðgjöf 26 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -A B E C 2 2 3 1 -A A B 0 2 2 3 1 -A 9 7 4 2 2 3 1 -A 8 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.