Fréttablaðið - 31.01.2019, Page 86
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni og segir hún þetta vera hennar stærsta hlut-verk til þessa. Elma Lísa
er Íslendingum vel kunn leikkona,
bæði af sviðum leikhúsanna og úr
íslenskum kvikmyndum. Í kvik-
myndinni Tryggð fer hún með hlut-
verk Gísellu. Kvikmyndin var mikil
áskorun og er Elma nánast í hverri
einustu senu og tók stóran þátt í
gerð myndarinnar frá upphafi.
„Ásthildur leikstýra hringdi í mig
fyrir um fjórum árum. Þá var hún
nýbúin að fá réttinn á bókinni frá
Auði Jónsdóttur. Svo hittumst við
og Ásthildur býður mér hlutverkið,
við fáum okkur rauðvínsglas saman
og förum að spjalla um þessa sögu,
þessa bók. Ég hafði lesið bókina og
satt að segja hafði persónan Gísella
í bókinni pirrað mig svolítið,“ segir
Elma Lísa og bætir við að langt ferlið
hafi bæði verið skemmtilegt og gef-
andi. „Við mótuðum myndina svo-
lítið saman.“
Góðverk snýst upp í andhverfu
sína
Það má segja að sagan snúist
um samskipti og einhvers konar
valdabaráttu. „Myndin fjallar um
Gísellu, sem stendur á ákveðnum
tímamótum. Hún missir vinnuna,
er blönk og þarf í rauninni í fyrsta
skipti að standa á eigin fótum. Hún
er smá forréttindapía sem erfði
risastórt hús eftir ömmu sína og
hefur ekki mikið þurft að pæla í
peningum,“ segir Elma Lísa. „Gís-
ella fær vinnu við að skrifa um hús-
næðismál útlendinga og þá kynnist
hún þessum tveimur konum, skoðar
húsnæðið þeirra og í framhaldinu
býður hún þeim að koma og búa
í húsinu sínu. Önnur þeirra á litla
stelpu sem Gísella tengist sterkum
böndum. Gísella býr ein í þessu risa-
stóra húsi og er frekar einmana.“
Gísellu finnst hún vera að gera
góðverk og allt gengur vel til að
byrja með. Samkvæmt Elmu Lísu
er Gísella frekar stjórnsöm týpa og
svo lengi sem þær gera það sem hún
vill, þá gengur sambúðin vel. „En svo
fer að halla undan fæti, því þær eru
auðvitað með ólík gildi og ólíkan
smekk. Þá fara að koma ákveðnir
brestir í þessa sambúð, Gísella fer
að búa til fleiri og fleiri húsreglur.“
Elma Lísa bætir jafnframt við að
Gísella verði einhvers konar fangi í
eigin húsi og að hún hafi komið sér
í það sjálf. Gísella sé hvorki sveigj-
anleg né víðsýn og býst hún við því
að konurnar tvær geri það sem hún
segir. „Maður kynnist auðvitað aldr-
ei neinum betur en þegar maður fer
að búa með honum.“
Konurnar sem leika aðalhlutverk
á móti Elmu Lísu í myndinni, þær
Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela
Sigurðardóttir, höfðu aldrei leikið
áður. Þrátt fyrir það segir Elma að
tökur á myndinni hafi gengið mjög
vel og leikhópurinn hafi æft vel
fyrir hverja töku. „Við vorum rosa-
lega dugleg að æfa. Þetta var aðeins
öðruvísi að því leyti að við töluðum
ensku og svo voru tvær leikkonur
myndarinnar alveg óreyndar, en
þær stóðu sig ótrúlega vel.“
Umræðan þörf
Elma Lísa segir gerð myndarinnar
hafa opnað augu sín fyrir fordóm-
um gegn innflytjendum og finnst
myndin koma á góðum tíma. „Þessi
umræða er ótrúlega þörf og Auður
er svolítið á undan sínum tíma með
þessari bók.“
Hún vonar að myndin fái fólk til
að hugsa og setja sig í spor annarra.
„Hvernig myndi okkur líða í öðru
landi og þurfa að gera það sem þær
þurfa að gera? Búa í öðru landi, hjá
einhverjum öðrum og á forsendum
þeirra sem eiga húsnæðið.“
En svo má líka rífast um myndina
og segir Elma að Ásthildur leikstýra
búist við að fólk geri einmitt það.
„En lítum okkur nær, skoðum okkur
sjálf og stöldrum við. Hættum að
dæma,“ segir Elma Lísa þegar hún
er spurð að því hvaða boðskap hún
vilji helst að fólk taki frá myndinni.
„Það er einhvers konar grimmd í
myndinni, líka væntumþykja, en
þetta er oft tengt. Það er oft stutt í
grimmdina hjá fólki.“
eddag@frettabladid.is
Stutt í grimmdina
Föstudaginn 1. febrúar verður kvikmyndin Tryggð eftir Ásthildi
Kjartansdóttur frumsýnd. Myndin er byggð á bók Auðar Jónsdóttur.
Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með hlutverk Gísellu í kvikmyndinni Tryggð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MAÐUR KYNNIST
AUÐVITAÐ ALDREI
NEINUM BETUR EN ÞEGAR
MAÐUR FER AÐ BÚA MEÐ
HONUM.
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Virkar niður í -30°C
Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land
Wifi búnaður
fylgir með
öllum
varmadælum
meðan birgðir
endast
Umhverfisvænn
kælimiðill
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hurðir og gluggakerfi
ásamt uppsetningu
og viðhaldi á búnaði.
Áratuga reynsla.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Lengri útgáfu af viðtalinu við
Elmu Lísu Gunnarsdóttur er að
finna á Glamour.is.
3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
1
-7
0
A
C
2
2
3
1
-6
F
7
0
2
2
3
1
-6
E
3
4
2
2
3
1
-6
C
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K