Litli Bergþór - 01.07.2016, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.07.2016, Qupperneq 16
16 Litli-Bergþór Þann 17. febrúar voru haldnir merkilegir tónleikar í Skálholtskirkju, þar sem fram komu Skálholtskórinn, Kammerkór Suðurlands og Duo Harpverk. Flutt voru verk eftir þrjú sunnlensk tónskáld, þau Unni Malín Sigurðardóttur (f. 1984), Georg Kára Hilmarsson (f. 1982)og Hreiðar Inga Þorsteinsson (f. 1978). Tónskáldin þrjú tengjast Biskupstungum, hvert með sínum hætti. Unnur Malín bjó um tíma í Laugarási, en býr nú á Reykjavöllum. Hreiðar Ingi ólst upp í Launrétt í Laugarási, hjá Rut og Gylfa, en hann er sonur Rutar. Georg Kári eyddi barnæskunni í Skálholti, sonur Hilmars Arnar og Hófíar. Á tónleikunum voru frumflutt sex ný verk eftir þessi tónskáld, en einnig voru flutt eldri verk þeirra. Var til þess tekið hve efnisskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Það var organistinn í Skálholti, Jón Bjarnason, sem stjórnaði Skálholtskórnum á tónleikunum. Kórinn var stofnaður við vígslu nýrrar Skálholtskirkju 1963. Hilmar Örn Agnarsson, fyrrverandi organisti í Skálholti, stjórnaði Kammerkór Suðurlands, en hann hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi. Kammerkórinn var stofnaður 1997 og er skipaður tónlistarfólki og áhugamönnum víðs vegar að af Suðurlandi. Hljómaskál Stórtónleikar í Skálholtskirkju Duo Harpverk var stofnað árið 2007. Það skipa hörpuleikarinn Katie Buckley og slagverksleikarinn Frank Aarnink, sem bæði starfa í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau hafa víða ferðast til tónleikahalds og getið sér afar gott orð. Tónleikarnir voru haldnir að frumkvæði Unnar Malínar og voru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem heyrir undir SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Georg Kári, Unnur Malín og Hreiðar Ingi.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.