Litli Bergþór - 01.07.2016, Síða 43

Litli Bergþór - 01.07.2016, Síða 43
Litli-Bergþór 43 skulu ekki verðlagðar í ársreikningi. Umsjónarmaður safnsins er Hildur Eyþórsdóttir. Samræma þarf skráninguna skráningarkerfi Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu og koma verðmætasta hluta safnsins í örugga geymslu. Skálholtsstaður. Til þess að umsjón með fasteignum og umhirða í kringum kirkju og staðarhús sé viðunandi, þarf nægilega margt starfsfólk. Ekki er nóg að einungis sumarstarfsmenn sinni þeim störfum. Reisa þarf þjónustuhús til að sinna vaxandi fjölda ferðamanna. Til þess að hægt sé að sækja um styrki til uppbyggingar, þarf að ganga frá nýju deiliskipulagi. Fasteignasvið hefur, fyrir hönd kirkjumálasjóðs þjóðkirkjunnar, eftirtalin verkefni á Skálholtsstað á sinni könnu: Viðgerðir og endurbætur á húsnæði Skálholtsskóla (lokið að mestu), endurnýjun dælubúnaðar og aðstöðu við Þorlákshver, endurnýjun vatnslagna um staðinn og endurbætur á húsnæði Skálholtsbúða og þriggja húsa sem þeim tengjast. Skálholtsjörðin. Stjórn geri tillögur um nýtingu Skálholtsjarðarinnar í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir Skálholt, í samvinnu við leigutaka jarðarinnar og leggi fyrir kirkjuráð. Núverandi fjós í Skálholti mun innan fárra ára ekki standast kröfur um slíkar byggingar. Kirkjuráð mun ekki standa að byggingu nýs fjóss vegna skuldbindinga gagnvart Kirkjumálasjóði, sem er eigandi fasteigna í Skálholti. Stjórnin hefur rætt ýmis möguleg úrræði til að viðhalda búskap í Skálholti, sem fylgt verður eftir í samvinnu við Skálholtsbændur. Plantað hefur verið skógi í tæplega 40 ha lands í tíð fyrrverandi Skálholtsbænda, frá 1998 í samvinnu við Suðurlandsskóga, en gert var í upphafi ráð fyrir útplöntun í rúmlega 200 ha. Nú hefur orðið sú breyting á að útplöntun þarf að vera í samráði við Minjastofnun, eftir að skráning fornminja í landi

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.