Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 45

Litli Bergþór - 01.07.2016, Page 45
Litli-Bergþór 45 Veðurpistill: Veður í vetur var frekar meinlaust frá byrjun desember 2015 til vors. Sveiflaðist hitinn upp- og niðurfyrir núllið flesta daga með stöku stuttum frostaköflum. Oft var fallegt veður. Úrkoma var ekki mikil hér í uppsveitum og snjór ekki til trafala nema helst fyrripartinn í mars og þá aðallega við ströndina. Hafa sjaldan verið meiri snjóruðningar á Selfossi en í vetur. Uppúr miðjum mars hafði mest allan snjó tekið upp og voru apríl og maí mildir og góðir, en nokkuð þurrir. Hiti fór þó flesta daga niður fyrir frostmark á nóttunni þar til síðustu viku í maí. Eftir það fraus ekki og hefur verið ágætis gróðrarveður það sem af er júní. Jólatónleikar voru haldnir í Skálholtskirkju 11. desember. Voru þetta sjöundu jólin í röð sem kirkjukórar í uppsveitum Árnessýslu héldu sam- eiginlega tónleika. Kórarnir eru Skálholtskórinn, Söngkór Miðdalskirkju og Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpskirkju. Stórnendur voru Jón Bjarnason og Þorbjörg Jóhannsdóttir. Einsöngvarar voru Egill Árni Pálsson og Þóra Gylfadóttir. Þá voru trompetleikarinn Jóhann Stefánsson og óbóleikarinn Matthias Nardeau fengnir til að taka þátt í tónleikunum. Þann 12. desember var samvera í Skálholtskirkju þar sem 1. - 4. bekkingar úr Bláskógaskóla sungu nokkur jólalög undir stjórn Karls Hallgrímssonar. Jón Bjarnason og Bergþóra Ragnarsdóttir sáu um stundina. Aðventukvöld var 13. des. með ljósastund, söng og ræðu Jóhönnu Magnúsdóttur prests á Sólheimum. Í Hrosshaga var um miðjan desember komið fyrir plast- kúlu sem þjónar þeim tilgangi að hýsa ferðamenn sem vilja njóta norðurljósanna og stjarnanna. Stendur hún á trépalli og er blásið í hana heitu lofti. Kúlan er glær svo að fólk sér vel til himins sem og allra átta annarra, hún er 3 m í þvermál með góðu rúmi og öllu sem þarf til að vel fari um fólk. Fyrstu gestirnir komu í kúluna 9. janúar og er aðsókn mikil. Æskulýðsráð Bláskógabyggðar hélt hóf þann 9. janúar þar sem þeir íþróttamenn sem sköruðu fram- úr árið 2015 voru heiðraðir, auk Hvað segirðu til? Fréttir úr Tungunum frá des. 2015 til júní 2016 Hvernig væri nú að bjóða manni í kúluna. Þessir fengu viðurkenningu Æskulýðsráðs fyrir góðan árangur á árinu, talið frá vinstri: Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Ólafur Magni Jónsson, Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson og Sveinbjörn Jóhannesson. þess sem íþróttamaður ársins í Bláskógabyggð var útnefndur. Það var Sveinbjörn Jóhannesson frá Heiðarbæ í Þingvallasveit sem hlaut titilinn en hann stundar körfubolta. Hin sem tilnefnd voru til titilsins voru þau Bjarni Bjarnason frá hestamannafélaginu Trausta, Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir frá Umf. Biskupstungna, Finnur Jóhannesson frá hesta- mannafélaginu Loga og Sigurbjörn Árni Arngrímsson frá Umf. Laugdæla. Fjögur ungmenni fengu viður- kenningu fyrir góðan árangur á árinu, þau Agnes Erlingsdóttir og Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson Umf. Laugdæla og Sigðurður Sævar Ásberg Sig- urjónsson og Ólafur Magni Jónsson frá Umf. Biskupstungna. Sérstaka viðurkenningu fékk Ólafur Aron Einarsson fyrir að vinna tvenn bronsverðlaun á Special Olympics í Los Angeles síðastliðið sumar. Þorrablót Tungnamanna var haldið í Aratungu 22. janúar og var í umsjá Bræðratungusóknar að þessu sinni. Meðal skemmtiatriða var söngur Drengjakórs lýðveldisins úr Hafnarfirði en í honum er eitthvað um burtflutta Tungnamenn. Hljómsveitin Vírus spilaði fyrir dansi. Þann 28. janúar hlaut Sigríður Vilhjálmsdóttir, fjármálastjóri og eigandi Hótel Geysis og ferða- þjónustunnar þar, þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Sigríður segir ótrúlegt

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.