Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 14
14 8. febrúar 2019FRÉTTIR Þ etta er ekkert annað en gróf mismunun,“ segir Rúna Did- riksen, eiginkona manns sem lamaðist eftir heilablóð- fall og býr nú á hjúkrunarheimili. Honum er meinað að ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra, þrátt fyrir að hann uppfylli þau skilyrði sem eru til staðar. Í samtali við DV segist Rúna glíma við algjört svaraleysi hjá borginni. Ráðamönnum sé einfald- lega „slétt sama.“ Meðal annars hafi henni verið tjáð að hjúkrunarheim- ilin eigi að sjá um akstur, að það skjóti þó skökku við þar sem að hjúkrunarheimilin útvega aðeins akstur ef ferðin tengist heilbrigðis- þjónustu, en ekki ef um önnur er- indi sé að ræða. Eiginmaður Rúnu, Ásmundur Jóhannsson, fékk blóðtappa í heila í ágúst 2017 og lamaðist á vinstri hlið líkamans. Síðan þá hefur hann ekki getað búið heima hjá sér en eftir endurhæfingu á Grensásdeild dvaldi hann á Vífilsstöðum áður en hann flutti á Hrafnistu á seinasta ári. Rúna vakti athygli á málinu í færslu á Facebook síðastliðið haust. „Málið snýst um að honum er meinað að ferðast með ferðaþjón- ustu fatlaðra vegna þess að hann er á hjúkrunarheimili en er samt með lögheimili heima,“ segir Rúna en hún bendir á að eiginmaður henn- ar sé engu að síður útsvarsgreið- andi í Reykjavík. Ef marka má viðbrögð við færslu Rúnu þá virðist sem saga þeirra hjóna sé ekkert einsdæmi: „Þetta þekkjum við systkinin líka af eigin raun. Mamma okkar var á hjúkrunarheimili eftir blóðtappa, lömuð vinstra megin og ósjálf- bjarga. Hún var með lögheimili í Norðurmýrinni og henni var neitað um ferðaþjónustu. Bróðir minn sótti um undanþágu sem var synjað hjá velferðarnefnd Reykjavíkurborgar (í fyrra). Hann fór á fund formanns nefndarinnar og formaðurinn sagð- ist alveg koma af fjöllum. Kvaðst ætla að athuga málið. Við höfum ekkert heyrt síðan og mamma okkar lést í desember.“ Þá segir í annarri athugasemd: „Móðir mín 93 ára gömul sem er í hjólastól fær ekki ferðaþjón- ustu vegna þess að hún býr á hjúkr- unarheimili var okkur tjáð, höf- um borgað fyrir hana hjólastólabíl þegar hún fór í fermingarveislu og aðrar samkomur í fjölskyldunni, mest höfum við borgað 20.000 fyrir bíl 17. júní úr Reykjavík í Kópavog, þá var stórhátíðarálag á ferðinni. Alveg fáránlegt hvernig að þessum málum er staðið.“ „Við höfum þurft að greiða tugi þúsunda í leigubílakostnað enda þarf Ási að nota sérstakan hjóla- stólaleigubíl til að komast á milli staða. Það er ótrúlega svekkjandi,“ segir Rúna jafnframt en hún telur að með þessu sé verið að ýta undir félagslega einangrun hjá fötluðum einstaklingum í Reykjavík. Rúna kveðst, sem fyrr segir, hafa leitað svara hjá fulltrúum borgar- innar en talað fyrir daufum eyrum. Henni sé fyrirmunað að skilja hvers vegna fötluðum einstaklingi sé neitað um þá þjónustu sem hann á rétt á. Reglur gilda ekki um íbúa á hjúkrunarheimilum DV leitaði svara hjá skrifstofu um málefni fatlaðs fólks hjá Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar. Í skriflegu svari frá Aðalbjörgu Traustadóttur er bent á forsendur fyrir  synjun sem er að finna í regl- um Reykjavíkurborgar um aksturs- þjónustu aldraðra sem tóku gildi 13. apríl 2018. „Akstursþjónusta aldraðra er ekki lögbundin þjónusta skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, ólíkt ýmissi annarri þjón- ustu velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar, s.s. fjárhagsaðstoð. Aksturs- þjónusta aldraðra er þjónusta sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita og sett sér framangreind- ar reglur sem hafa það að mark- miði að gera öldruðum einstakling- um í Reykjavík kleift að búa lengur heima hjá sér. Í þriðju grein reglnanna er að finna skilyrði fyrir samþykki um- sóknar: Umsækjandi skal uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn verði samþykkt og verða skilyrðin að vera uppfyllt á meðan umsækj- andi fær akstursþjónustu aldraðra: n Umsækjandi skal eiga lögheimili í Reykjavík. n Umsækjandi skal vera 67 ára eða eldri. n Umsækjandi skal búa sjálfstætt. n Umsækjandi skal vera ófær um að nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihöml- unar. n Umsækjandi hefur ekki aðgang að eigin bifreið. Reglurnar gilda ekki um aksturs- þjónustu fyrir aldraða sem eru á stofnunum s.s. hjúkrunarheimilum og þurfa að leita þjónustu utan stofnunarinnar, s.s. sérfræðilæknis- hjálpar, rannsókna- og sjúkraþjálf- unar, sbr. ákvæði 14. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 þar sem fram kemur að slíkum stofn- unum beri að tryggja að þar sé veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta auk endurhæfingar.“ n Lamaður eftir heilablóðfall en neitað um ferðaþjónustu fatlaðra Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Ásmundur Jóhannsson fékk blóðtappa 2017 „ Þetta er ekkert annað en gróf mismunun Ásmundur og Rúna Á góðri stundu, áður en veikindi Ásmundar hófust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.