Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 18
18 8. febrúar 2019FRÉTTIR - EYJAN
Í
vikunni kom fram að ríkisstjórn
Íslands styður þá ákvörðun
Trumps Bandaríkjaforseta að
skipta um ríkisstjórn í Venes
úela, það sem á ensku er kallað
„regime change“ og var áður gert í
Írak og Líbíu og reynt í Sýrlandi en
án árangurs þar ef frátaldar eru af
leiðingarnar. En varla flokkast þær
undir árangur, öllu heldur ólýsan
legar hörmungar.
Innrás sögð koma til greina í
Venesúela
Trump hefur lýst því yfir að „all
ar aðferðir“ komi til greina við að
koma á stjórnarskiptum í Vene
súela, „all options are possible“,
þar með talin hernaðarinnrás. Sá
sem hafði þetta eftir forsetanum
var öryggismálafulltrúi hans, John
Bolton, á fréttamannafundi í vik
unni. Það var áður en Guðlaugur
Þór Þórðarson utanríkisráðherra
kvað upp úr með að ríkisstjórn Ís
lands styddi Juan Guaidó, þann
mann sem Bandaríkjastjórn vill
að heimurinn viðurkenni sem for
seta í Venesúela, í stað Nicolásar
Madúró sem kjörinn var í almenn
um forsetakosningum í landinu.
Ábyrgðin liggur í Washington
Bandaríkjastjórn segir ástandið
skelfilegt í þessu olíuríka landi,
þar ríki efnahagslegt og pólitískt
öngþveiti enda hafi forsetakosn
ingarnar ekki verið heiðarlegar.
Undir það skal tekið að fréttum
ber saman um að ástandið í
Venesúela sé skelfilegt en ekki
væri úr vegi að gera þá jafnframt
grein fyrir orsökunum, efnahags
þvingunum um árabil að undirlagi
Bandaríkjanna og jafnframt mark
vissum undirróðri og spellvirkjum
undan þeirra rifjum runnin.
Öngþveitinu hefur með öðrum
orðum verið handstýrt frá Wash
ington.
Fjölmörg ríki í heiminum
taka þátt í þessu sjónarspili eins
og fyrri daginn. Þar ber fyrst
að nefna flest NATÓríkin, þó
ekki Noreg, Ítalíu og Grikkland
en Spánn er þarna með, nýbú
inn að fangelsa fólk sem hefur
unnið sér það til óhelgi að vilja
lýðræðislega lausn á deilunni
um sjálfstjórn Katalóníu! Það
hefur ekki komið í veg fyrir
fordæmingu frá Madrid og
hástemmt tal þar um grunn
gildi lýðræðissamfélagsins.
Leiðsögumenn Íslands
Óhugnanlegt er að horfa til leið
sögumanns okkar, það er að segja
sem erum fylgifiskar Bandaríkj
anna, á þessari vegferð. Hann
heitir John Bolton og er annálaður
fauti í alþjóðasamskiptum. John
Bolton hefur alla tíð talað fyrir
íhlutun í þágu bandarískra hags
muna og aldrei farið í felur með
þau sjónarmið sín að allt eigi að
víkja fyrir þeim hagsmunum. Var
hann einn af stofnendum hinna
illræmdu samtaka American First
Century, undir aldarlokin, ásamt
þeim Bushbræðrum, Dick Chen
ey, Paul Wolfowitch og Donald
Rumsfeld, svo nokkur þekktustu
nöfnin séu nefnd. Því miður hefur
slóðum American First Century
verið lokað en í kringum alda
mótin vísuðu þessar slóðir inn í
sálarlíf aðstandenda samtakanna.
Ég litaðist þarna allvel um á þess
um tíma. Ást á lýðræði var þar
vandfundin og réttlætið á þess
um bæ tók mið af því hver hélt um
gikkinn hverju sinni.
Feimni í stuðningsliðinu
Sum ríki eru ofurlítið feimin við
fylgispekt sína við þá Trump og
Bolton og segja að þótt þau styðji
Juan Guaidó, forsetann sem er
þeim kumpánum þóknanlegur,
þá sé þetta náttúrlega allt fyrir lýð
ræðið gert og nú ríði á að fá kosn
ingar í Venesúela. En trúir því
nokkur maður að þessi aðferða
fræði sé til þess fallin að búa lýð
ræðislegum kosningum góðan
jarðveg? Er þetta ekki formúlan að
enn meiri ringulreið og upplausn
eða þá hertri valdstjórn og gildi þá
einu hvorum megin valdataum
arnir liggi?
Nákvæmlega þetta segja nú um
sjötíu nafntogaðir einstaklingar,
með bandaríska prófessorinn og
mannréttindafrömuðinn Noam
Chomsky í broddi fylkingar.
Hvatt til að bera klæði á vopnin
Þessir einstaklingar hafa sent frá
sér yfirlýsingu þar sem hvatt er til
samningaviðræðna innanlands
og jafnframt að erlend ríki reyni
ekki að hlutast til með þeim hætti
sem nú er að gerast. Þeir vara við
því að skerpa andstæður umfram
það sem þegar er. Washington hafi
beinlínis komið í veg fyrir sáttatil
raunir, m.a. á vegum Vatíkansins
haustið 2016. Þá hafi verið reynt
að fá stríðandi öfl í Venesúela til
að setjast að samningaborði en
Bandaríkin brugðið þar fæti fyrir.
Ekki megi horfa fram hjá því að
þjóðin sé skipt í andstæðar fylk
ingar, forsetaskipti breyti því ekki,
verkefnið sé að sætta en ekki æsa
til átaka.
Sjötíumenningarnir spyrja
hvort virkilega engir lærdómar
hafi verið dregnir af Írak, Sýrlandi
og Líbíu, hvað þá af áratugalangri
íhlutun Bandaríkjamanna í mál
efnum ríkja rómönsku Ameríku
með herfilegum afleiðingum.
Fjölmiðlar nudda stírur úr
augum
En margt er skrítið í kýrhausnum.
Dæmi: Á Vesturlöndum vildi
enginn vita af ódæðisverkum
Saddams Husseins í Írak fyrr en
hann hafði verið skilgreindur
sem andstæðingur. Það var eftir
að ÍranÍrak stríðinu lauk en í því
stríði var Saddam Hussein „góði
gæinn.“ En nú þótti ástæða til að
rifja upp hryllilegar eiturefnaárásir
og ofsóknir á hendur Kúrdum á ní
unda áratugnum. Enginn minnist
nú á Líbíu, svo annað dæmi sé tek
ið um breytilega réttlætiskennd,
þótt ástandið hafi aldrei verið verra
þar en nú, eða skyldu menn vera
búnir að gleyma fréttaflutningn
um 2011 til að réttlæta árásir NATÓ
og valdhafaskiptin í því landi? Nú
þarf að koma Madúró frá í Venesú
ela og viti menn, þá er það sem við
manninn mælt að meginstraums
fjölmiðlarnir í NATÓríkjum vakna
til lífsins og byrja að mæra hina
réttlátu og úthúða hinum ranglátu
– allt samkvæmt forskrift þeirra
sem hafa tögl og hagldir í valda
kerfi heimsins.
Sýn okkar á heiminn
Og til að ljúka þessu alvarlega máli
á nótu sem að vísu er ekki gam
ansöm, en alla vega skondin: Í
Bandaríkjunum fer nú fram rann
sókn á því hvort Rússar hafi mögu
lega haft einhver afskipti af síðustu
forsetakosningum þar í landi með
tölvuklækjum.
Ef svo væri, er okkur sagt, hlyti
heimurinn að líta á það sem alvar
lega íhlutun í innri málefni banda
rísku þjóðarinnar. Ég trúi ekki öðru
en allir komi auga á kaldhæðnina
í þessu, og líka hitt, hvað gerist ef
sýn okkar á heiminn mótast af því
einu sem borgar sig að sjá. n
Ögmundur Jónasson
Fyrrverandi alþingismaður og
ráðherra.
AÐ LAGA VERULEIKANN
AÐ EIGIN HAGSMUNUM„ Trúir því
nokkur
maður að þessi
aðferðafræði sé
til þess fallin að
búa lýðræðisleg-
um kosningum
góðan jarðveg?
LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM
Greiðslulausnir tengdar
helstu afgreiðslukerfum
Allir posar frá
Verifone taka
við snertilausum
greiðslum með
farsímum
Sjálfstandandi greiðslulausnir
og handfrjálsir posar
Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060
Juan Guaidó
Studdur af
ríkisstjórn
Íslands.