Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 37
FÓKUS 378. febrúar 2019 Við erum í þínu hverf i Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 Helluhraun 16-18 Fiskislóð 1 Verstu lög Söngvakeppninnar Söngvakeppni Sjónvarpsins á sér sögu sem nær aftur til ársins 1986. Á hverju ári eru ótal lög send inn og misgóð. Ætla mætti að sía Ríkissjónvarpsins myndi forða þjóðinni frá að verða vitni að mesta harmleiknum. En stundum bilar sían og afleiðingin er þessi. Hér eru nokkur af verstu lögum sem tekið hafa þátt í keppninni. Eurovision-æðið var mikið árið 1988 enda aðeins þriðja keppnin. Sigurvegarar það árið voru Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker með lagið Sókrates. Í sjötta sæti endaði lag sem átti eftir að verða al- ræmt fyrir hallærislegheit. Það er Sólarsamba sem Magnús Kjartans- son samdi og flutti ásamt dóttur sinni, Margréti Gauju, sem var þá á tólfta ári. „Halló! Komið öll á fætur,“ er innkoma sem slær mann eins og kaldur og blautur þvottapoki í andlitið. Dansinn, búningarnir, sól- gleraugun … gítarinn. Lagið má hins vegar eiga það að skilja meira en kjánahroll eftir sig. Nýyrðið bongóblíða varð til í texta Magnúsar og hefur verið mik- ið notað allar götur síðan. Enginn veit nákvæmlega hvað fór fram á þeim fundi þegar samþykkt var að leyfa hópnum Eró- bikkjunni að fremja lagið Hopp-abla-ha í sjón- varpi allra landsmanna. Lagið var samið af Ómari Ragnarssyni og átti vitanlega að vera einhvers kon- ar flipp. En þetta flipp skilaði sér í litlu öðru en niðurlægingu fyrir alla sem þátt tóku. Í hópnum voru Ruth Reginalds, leikkon- an Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Skúli Gautason úr Sniglabandinu og Ómar sjálfur. Átti lagið að fanga eróbikk-æðið sem gekk yfir heimsbyggðina og Ísland líka. „Vinstri, hægri, vinstri og hopp. Hægri, vinstri, hægri og hopp. Hopp abla ha. Hopp abla ha!“ Þetta er lag sem getur hæglega valdið heilaskemmdum. Eldgos vakti athygli í Söngvakeppninni árið 2011 og sannaði þar með að ekki er öll athygli góð. Lagið var samið af Matthíasi Stefánssyni og flutt af nafna hans Matthíassyni og Erlu Björgu Kára- dóttur. Lagið var þjóðlegt rokklag með vísun í eld- gosið mikla í Eyjafjallajökli. Fengu áhorfendur vægt sjokk við að sjá pattaralegt goth útlitið á Matthíasi. Síðan enn meira þegar kafli Erlu Bjargar datt inn enda virtist hún ekki vera að syngja sama lag og hann. Að lokum góluðu þau saman líkt og tvær gaupur í slag. Eldgos hefur sennilega verið mun betri hug- mynd á pappír en í framkvæmd. Meiri vinna var auðsjáanlega lögð í sviðs- myndina en lagasmíðina sjálfa í laginu Fátæk- ur námsmaður. Það var samið og flutt af Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, í keppninni árið 2016. Lagið sjálft er flatt og metnaðarlaust ömmu- griparokk með engum broddi og misheppn- uðu gríni. Innblásturinn hefur sennilega verið fenginn úr barnaleikritinu um Fíusól, en Ingó samdi einmitt tónlistina fyrir það. Fátækur námsmaður komst blessunarlega ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Mikil spenna ríkti fyrir atriði Áttunnar í Söngva- keppninni árið 2018 enda var bandið það heitasta hjá æskunni. Lagið var hins vegar svo mikil von- brigði að yngsta kynslóðin reyndi ekki einu sinni að afsaka það. Söngurinn var í höndum Egils Ploder Ottós- sonar og Sonju Rutar Valdin. Framan af var lagið flatt og einsleitt. Bros þeirra svo stjörf og þvinguð að óþægilegt var að horfa á. Undir lokin tóku við sólókaflar sem þau réðu engan vegin við. Óp Tarzans apabróður kemur upp í hugann. Af óútskýrðum ástæðum komst lagið upp úr undanriðlinum en hafnaði á botninum í aðal- keppninni. Árið 2008 var viðburðaríkt á Íslandi. Þá hrundu bankarnir með braki og brestum og fólk þusti út á götur til að bylta kerfinu. Fyrr á því ári sendi Barði Jóhannsson lagið Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki er loku fyrir það skotið að þessir at- burðir tengist á einhvern hátt. Flytjandinn var hljómsveitin Merzedes Club sem gaf út fleiri lög á árinu en lognaðist svo út af eftir það. Þar voru innanborðs Gillzenegger, Gaz-man og Partí-Hanz. Einnig pönkarinn Ceres 4 og söngkona að nafni Rebekka. Lagið var heiladautt heimsendareif sem virtist einhvers kon- ar afsökun til að sýna brúna og stælta karlmannskroppa. Liðs- menn Merzedes Club komust í fréttirnar fyrir orðaskak við Friðrik Ómar úr Eurobandinu sem hafði sigur í keppn- inni. Merzedes Club endaði í öðru sæti og Evrópu þar með þyrmt. Nýyrði varð til Vandræðalegt Pínlegir sólókaflar Barnaleikrit Sitt hvort lagið Heimsendareif Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.