Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 38
KYNNING Við tökum þátt í Lífshlaupinu L ífshlaupið fór af stað 6. febrúar síðastliðinn og stendur yfir til 26. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarver- kefni Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og ungling- um ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Allt telur og er betra en ekkert. Lífshlaupið var stofnað árið 2005 og síðan þá hafa um 200 þúsund manns tekið þátt. Árlega taka í kringum 15–20 þúsund starfsmenn vinnustaða og nemenda í grunn- og fram- haldsskólum þátt. Hvernig tek ég þátt? Það er afar einfalt að taka þátt í Lífshlaupinu. Til þess að skrá sig og sinn vinnu- stað eða skóla og svo lið, er farið inn á www.lifshlaupid. is og þar í Mínar síður. Auðvelt er að nota sama aðgang ár frá ári og eins ef maður hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna má nota sama aðgang og notaður er þar. Það má geta þess að til þess að auðvelda þeim skráningu sem halda utan um daglegu hreyf- inguna sína í smáforritun- um Strava og Runkeeper er auðvelt að lesa inn hreyf- ingu dagsins úr þeim. Skemmtilegur keppnisandi á vinnustöðum „Við heyrum alltaf reglulega af fólki sem hefur náð að finna sér hreyfingu við hæfi eða hefur fundið sinn takt í hreyfingu með þátttöku í Lífshlaupinu og með því að skrá og halda utan um sína hreyfingu á vefnum okkar. Okkur þykir afar vænt um að heyra árangurssögur fólks. Þær gefa okkur byr undir báða vængi og hvetja okkur líka áfram til að halda verkefninu á lofti og breiða út boðskap þess,“ segir Kristín Birna, verkefnastjóri Lífshlaupsins. „En annars er ávinning- ur Lífshlaupsins klárlega sá að starfsfólk keppist við að hreyfa sig við hvert tækifæri og dæmi eru um að það myndist skemmti- legur keppnisandi á vinnu- stöðum og verið sé t.d. að nýta hádegið til brjóta upp daginn og keppa í hinum og þessum greinum eins og tröppuhlaupi, reiptogi, armbeygjum eða öðru skemmtilegu.“ Mynda- og skráningarleikur Allir geta tekið átt í myndaleik Lífshlaups- ins með því að senda skemmtilegar myndir í gegnum heimasíðuna, Facebook-síðu Lífshlaups- ins, Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid eða með því að senda tölvupóst á lifshlaupið@isi. is. Einnig er í gangi skrán- ingarleikur meðan á keppni stendur og geta þeir sem eru skráðir til leiks og með skráða hreyfingu unnið glæsilega vinninga frá Skautahöllinni, Klifurhúsinu, Rush Iceland, Lemon, World Class og MS. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.