Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Page 38
KYNNING Við tökum þátt í Lífshlaupinu L ífshlaupið fór af stað 6. febrúar síðastliðinn og stendur yfir til 26. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarver- kefni Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og ungling- um ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Allt telur og er betra en ekkert. Lífshlaupið var stofnað árið 2005 og síðan þá hafa um 200 þúsund manns tekið þátt. Árlega taka í kringum 15–20 þúsund starfsmenn vinnustaða og nemenda í grunn- og fram- haldsskólum þátt. Hvernig tek ég þátt? Það er afar einfalt að taka þátt í Lífshlaupinu. Til þess að skrá sig og sinn vinnu- stað eða skóla og svo lið, er farið inn á www.lifshlaupid. is og þar í Mínar síður. Auðvelt er að nota sama aðgang ár frá ári og eins ef maður hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna má nota sama aðgang og notaður er þar. Það má geta þess að til þess að auðvelda þeim skráningu sem halda utan um daglegu hreyf- inguna sína í smáforritun- um Strava og Runkeeper er auðvelt að lesa inn hreyf- ingu dagsins úr þeim. Skemmtilegur keppnisandi á vinnustöðum „Við heyrum alltaf reglulega af fólki sem hefur náð að finna sér hreyfingu við hæfi eða hefur fundið sinn takt í hreyfingu með þátttöku í Lífshlaupinu og með því að skrá og halda utan um sína hreyfingu á vefnum okkar. Okkur þykir afar vænt um að heyra árangurssögur fólks. Þær gefa okkur byr undir báða vængi og hvetja okkur líka áfram til að halda verkefninu á lofti og breiða út boðskap þess,“ segir Kristín Birna, verkefnastjóri Lífshlaupsins. „En annars er ávinning- ur Lífshlaupsins klárlega sá að starfsfólk keppist við að hreyfa sig við hvert tækifæri og dæmi eru um að það myndist skemmti- legur keppnisandi á vinnu- stöðum og verið sé t.d. að nýta hádegið til brjóta upp daginn og keppa í hinum og þessum greinum eins og tröppuhlaupi, reiptogi, armbeygjum eða öðru skemmtilegu.“ Mynda- og skráningarleikur Allir geta tekið átt í myndaleik Lífshlaups- ins með því að senda skemmtilegar myndir í gegnum heimasíðuna, Facebook-síðu Lífshlaups- ins, Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid eða með því að senda tölvupóst á lifshlaupið@isi. is. Einnig er í gangi skrán- ingarleikur meðan á keppni stendur og geta þeir sem eru skráðir til leiks og með skráða hreyfingu unnið glæsilega vinninga frá Skautahöllinni, Klifurhúsinu, Rush Iceland, Lemon, World Class og MS. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.