Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 8. febrúar 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Verndum börnin F átt vekur jafn mikla reiði og þegar brotið er kynferðis- lega á barni. Það er eitthvað í frumeðli manneskjunnar, að vernda börnin. Það hefur verið okkar hlutverk og okkar ábyrgð síðan á steinöld og sennilega fyrr. Samt gerist þetta aftur og aftur. Upp kemst um mál. Barnaníðing- ur hlýtur dóm. Afplánar hann. Fer aftur út í samfélagið. Brýtur á öðru barni. Og þetta eru aðeins þau mál sem upp um kemst. Sum, ef ekki flest, komast aldrei upp á yfir- borðið. Sönnunarbyrðin er erfið. Skömmin liggur þungt á þoland- anum. Fólk efast um trúverð- ugleikann. Ekki má splundra fjöl- skyldunni. Brotin eru fyrnd. Í hvert sinn sem frétt birtist af dómi barnaníðings reiðist fólk. Því finnst dómurinn ekki nægi- lega þungur fyrir slíkt sálarmorð. Morðingjar fá mun þyngri dóma og sumir eiturlyfjasalar líka. Ástæða reiðinnar er ekki síst fólgin í því að við vitum að viðkomandi verður kominn á götuna aftur eftir að af- plánun lýkur, og hann mun brjóta af sér aftur. Það er þess vegna sem borgararnir taka sig saman á sam- félagsmiðlum og víðar og vakta þá. Hvar eru þeir núna? Búa þeir í grennd við börn? Í grein DV í vikunni um þekkta barnaníðinga er vísað í grein Kára Stefánssonar frá árinu 2017. Hann sagði: „Rannsóknir sýna líka að þeir sem þjást af fíkn í börn lækn- ast ekki, aldrei. Börnum stafar því alltaf hætta af þeim sem hafa leit- að á börn.“ Þetta kemur ekki frá Jóa Jóns úti í bæ, heldur læknismennt- uðum og virtum fræðimanni. Brotasaga þeirra manna sem um er rætt í greininni segir sína sögu. Það er ekki hægt að lækna þetta og tímabundin afplánun í fang- elsi eða á geðsjúkrahúsi gerir ekk- ert nema að fresta vandamálinu og setja aðra í hættu. Hvað er þá hægt að gera? Efna- vönun virðist engu skila því barna- níðingar hafa haldið áfram eftir að hafa undirgengist slíka aðgerð. Lít- ill vilji er til þess að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu, hvorki við barnaníði, morðum né öðrum glæpum. Á réttargeðdeildum er unnið að því að lækna ósakhæfa einstaklinga til að koma þeim aftur út í samfélagið. Okkur skortir úrræði til að tak- ast á við þetta vandamál sem er stórt, brýnt og aðkallandi. Taka þarf á þessum málum með laga- breytingum og nýju húsnæði. Sér- stakri öryggisstofnun sem tæki við þessum brotamönnum og þaðan kæmu þeir ekki út, aldrei. Eins og Kári sagði svo réttilega: „Það verður því að hafa í huga að þegar níðingunum er sleppt úr haldi er verið að taka áhættu á kostnað barna og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til þess að sú hætta verði ekki að lífstíðarlemstrun á saklausri barnssál.“ n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spurning vikunnar Ætlar þú að horfa á Söngvakeppnina? Þórhildur fitusmánuð Í vikunni hefur verið gert óspart grín að tveimur þing- mönnum Pírata fyrir að hafa stillt sér upp við hlið pontu Al- þingis á meðan Bergþór Ólason hélt þar ávarp. Þau Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir báru húfur sem á stóð FO, eða Fokk ofbeldi, aug- ljóslega í tengslum við þátt Bergþórs í Klaustursmálinu. Þórhildur Sunna hefur sérstak- lega fengið að kenna á því frá hægrimönnum og dár dregið af vaxtarlagi hennar. Einn þing- maður Miðflokksins birti mynd af henni á samfélagsmiðlum með húfuna en tók hana síð- an út þegar umræðurnar voru orðnar svæsnar og rætnar. Páll Vilhjálmsson steig einnig fram á ritvöllinn og skrifaði: „Lítil húfa á stórum skrokki.“ Hægri krati í heimsókn hjá VG Vinstri græn halda málþing á laugardaginn í tilefni af tutt- ugu ára af- mæli flokksins. Umræðuefnin verða loftslags- breytingar og staða vinstris- ins. Ýmsir innlendir og erlendir gestir ávarpa samkomuna. Langstærsta nafnið, stjarna hátíðarinnar, verður sjálfur Ed Milliband, fyrrver- andi formaður og ráðherra breska Verkamannaflokksins. Milliband var einn af arkitekt- unum á bak við stórsigur Tonys Blair í þingkosningunum árið 1997, hinni miklu hægrikrata- bylgju. Sögðu margir flokkinn hafa svikið rætur sínar á vinstri vængnum. Vekur boð Milliband óneitan- lega upp spurningar um hvort Vinstri græn skilgreini sig nú sem krataflokk, í ljósi þess að þau eigi erfitt með að keppa við Sósíalista á vinstri vængnum, verandi í samstarfi með Sjálf- stæðisflokknum. „Nei Ég horfi stundum, en ekki núna.“ Kristján Haraldsson „Örugglega ekki. Ég horfi reglulega á þetta, en finnst lögin ekkert skemmtileg þetta árið.“ Edda Sóley Kristjánsdóttir „Ég veit það ekki. Hef heyrt eitt lagið og það var ekki gott.“ Edda Egilsdóttir „Já, en ég á samt ekki uppáhaldslag í ár.“ Fannar Pétursson „Upp kemst um mál. Barnaníðingur hlýtur dóm. Afplánar hann. Fer aftur út í samfélagið. Brýtur á öðru barni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.