Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 8. febrúar 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Verndum börnin F átt vekur jafn mikla reiði og þegar brotið er kynferðis- lega á barni. Það er eitthvað í frumeðli manneskjunnar, að vernda börnin. Það hefur verið okkar hlutverk og okkar ábyrgð síðan á steinöld og sennilega fyrr. Samt gerist þetta aftur og aftur. Upp kemst um mál. Barnaníðing- ur hlýtur dóm. Afplánar hann. Fer aftur út í samfélagið. Brýtur á öðru barni. Og þetta eru aðeins þau mál sem upp um kemst. Sum, ef ekki flest, komast aldrei upp á yfir- borðið. Sönnunarbyrðin er erfið. Skömmin liggur þungt á þoland- anum. Fólk efast um trúverð- ugleikann. Ekki má splundra fjöl- skyldunni. Brotin eru fyrnd. Í hvert sinn sem frétt birtist af dómi barnaníðings reiðist fólk. Því finnst dómurinn ekki nægi- lega þungur fyrir slíkt sálarmorð. Morðingjar fá mun þyngri dóma og sumir eiturlyfjasalar líka. Ástæða reiðinnar er ekki síst fólgin í því að við vitum að viðkomandi verður kominn á götuna aftur eftir að af- plánun lýkur, og hann mun brjóta af sér aftur. Það er þess vegna sem borgararnir taka sig saman á sam- félagsmiðlum og víðar og vakta þá. Hvar eru þeir núna? Búa þeir í grennd við börn? Í grein DV í vikunni um þekkta barnaníðinga er vísað í grein Kára Stefánssonar frá árinu 2017. Hann sagði: „Rannsóknir sýna líka að þeir sem þjást af fíkn í börn lækn- ast ekki, aldrei. Börnum stafar því alltaf hætta af þeim sem hafa leit- að á börn.“ Þetta kemur ekki frá Jóa Jóns úti í bæ, heldur læknismennt- uðum og virtum fræðimanni. Brotasaga þeirra manna sem um er rætt í greininni segir sína sögu. Það er ekki hægt að lækna þetta og tímabundin afplánun í fang- elsi eða á geðsjúkrahúsi gerir ekk- ert nema að fresta vandamálinu og setja aðra í hættu. Hvað er þá hægt að gera? Efna- vönun virðist engu skila því barna- níðingar hafa haldið áfram eftir að hafa undirgengist slíka aðgerð. Lít- ill vilji er til þess að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu, hvorki við barnaníði, morðum né öðrum glæpum. Á réttargeðdeildum er unnið að því að lækna ósakhæfa einstaklinga til að koma þeim aftur út í samfélagið. Okkur skortir úrræði til að tak- ast á við þetta vandamál sem er stórt, brýnt og aðkallandi. Taka þarf á þessum málum með laga- breytingum og nýju húsnæði. Sér- stakri öryggisstofnun sem tæki við þessum brotamönnum og þaðan kæmu þeir ekki út, aldrei. Eins og Kári sagði svo réttilega: „Það verður því að hafa í huga að þegar níðingunum er sleppt úr haldi er verið að taka áhættu á kostnað barna og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til þess að sú hætta verði ekki að lífstíðarlemstrun á saklausri barnssál.“ n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spurning vikunnar Ætlar þú að horfa á Söngvakeppnina? Þórhildur fitusmánuð Í vikunni hefur verið gert óspart grín að tveimur þing- mönnum Pírata fyrir að hafa stillt sér upp við hlið pontu Al- þingis á meðan Bergþór Ólason hélt þar ávarp. Þau Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir báru húfur sem á stóð FO, eða Fokk ofbeldi, aug- ljóslega í tengslum við þátt Bergþórs í Klaustursmálinu. Þórhildur Sunna hefur sérstak- lega fengið að kenna á því frá hægrimönnum og dár dregið af vaxtarlagi hennar. Einn þing- maður Miðflokksins birti mynd af henni á samfélagsmiðlum með húfuna en tók hana síð- an út þegar umræðurnar voru orðnar svæsnar og rætnar. Páll Vilhjálmsson steig einnig fram á ritvöllinn og skrifaði: „Lítil húfa á stórum skrokki.“ Hægri krati í heimsókn hjá VG Vinstri græn halda málþing á laugardaginn í tilefni af tutt- ugu ára af- mæli flokksins. Umræðuefnin verða loftslags- breytingar og staða vinstris- ins. Ýmsir innlendir og erlendir gestir ávarpa samkomuna. Langstærsta nafnið, stjarna hátíðarinnar, verður sjálfur Ed Milliband, fyrrver- andi formaður og ráðherra breska Verkamannaflokksins. Milliband var einn af arkitekt- unum á bak við stórsigur Tonys Blair í þingkosningunum árið 1997, hinni miklu hægrikrata- bylgju. Sögðu margir flokkinn hafa svikið rætur sínar á vinstri vængnum. Vekur boð Milliband óneitan- lega upp spurningar um hvort Vinstri græn skilgreini sig nú sem krataflokk, í ljósi þess að þau eigi erfitt með að keppa við Sósíalista á vinstri vængnum, verandi í samstarfi með Sjálf- stæðisflokknum. „Nei Ég horfi stundum, en ekki núna.“ Kristján Haraldsson „Örugglega ekki. Ég horfi reglulega á þetta, en finnst lögin ekkert skemmtileg þetta árið.“ Edda Sóley Kristjánsdóttir „Ég veit það ekki. Hef heyrt eitt lagið og það var ekki gott.“ Edda Egilsdóttir „Já, en ég á samt ekki uppáhaldslag í ár.“ Fannar Pétursson „Upp kemst um mál. Barnaníðingur hlýtur dóm. Afplánar hann. Fer aftur út í samfélagið. Brýtur á öðru barni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.