Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 22
22 FÓKUS - VIÐTAL 8. febrúar 2019 É g tel að okkur hafi tekist vel til á þessum tveimur árum,“ sagði Guðni Bergsson, for- maður Knattspyrnusam- bands Íslands, þegar blaðamaður heimsótti hann í höfuðstöðvar KSÍ í vikunni. Starfsfólk KSÍ er á fullu að undirbúa ársþing sambandsins sem fram fer á laugardag. Þar mun Guðni setja verk sín í dóm aðildar- félaganna. Geir Þorsteinsson er í framboði gegn Guðna og sæk- ist aftur eftir starfinu. Framboð Geirs hefur vakið athygli, enda eru tvö ár síðan að hann kaus sjálf- ur að láta af störfum. Taldi hann sig hafa lokið sínum verkum en hlutirnir breyttust fljótt og nú er Geir mættur aftur og sækist eftir gamla starfinu sem Guðni tók við í febrúar árið 2017. „Þetta hafa verið tvö stórmót á þessum tveimur árum hjá mér. Heimsmeistaramótið í fyrsta sinn og það er auðvitað frábær árang- ur fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni og viðurkenning fyrir allt starf í félögunum, grasrótinni sem vinnur frábært starf. Lands- liðin njóta einnig góðs af því. Það hefur verið ánægjulegt að kynn- ast íslenskum fótbolta frá þessum sjónarhóli, sem formaður stjórn- ar. Að takast á við allt það fjöl- breytta starf sem það felur í sér. Tengslin við aðildarfélögin, starf- ið á erlendum vettvangi og að gera okkur gildandi þar, og, eins og ég sé þetta sem stjórnandi, að þróa okkar starf. Hér er unnið gott starf og við erum að reyna bæta það enn frekar, með okkar starfsfólki og stjórn. Ég er sáttur við hvernig þetta hefur gengið.“ Guðni hefur farið í ýmsar breytingar á störfum KSÍ á þess- um tveimur árum, en hvað er það helsta? „Við gerðum breytingar á skrifstofunni, fórum í stefnu- og skipuritsvinnu. Fjármála- og markaðsstarf okkar tel ég að hafi gefið af sér sterkara og öflugra KSÍ. Við höfum aukið tekjurnar veru- lega, einnig tekjur sem sambandið hefur sjálft aflað, og breikkað tekjugrunninn. Við héldum tón- leika í fyrra og verðum með tvenna í ár. Svo gerðum við vörumerkja- samning erlendis í fyrsta sinn. Í mörgum þáttum höfum við verið að fara yfir starfið og reyna að bæta í þar sem við getum. Með nýju knattspyrnusviði þá er líka fótbolt- inn settur á oddinn. Við getum ekki hallað okkur aftur og haldið að allt sé komið, heldur þurfum við að halda áfram að sækja fram.“ Eðlileg samningsgerð Guðni hefur mátt þola gagnrýni fyrir að stækka samninga sam- bandsins við bakhjarla. Geir Þor- steinsson hefur sagt að þetta hafi komið sér illa fyrir félögin í landinu. En Guðni segir að slíkir samningar skili sér í vasa aðildarfélaga KSÍ. „Það er skylda formannsins að efla tekjurnar, auka sjálfaflað fé, ef svo má að orði komast. Það er ekk- ert annað þar að baki en efla okkar þjónustu og styrkja aðildarfélögin. Við viljum auka tekjurnar um 100 milljónir á venjulegu ári, að taka sjálfaflað fé úr 3,5 prósentum í tíu prósent. Það hjálpar okkur að halda áfram að greiða kostnað við dóm- ara sem er í dag um 170 milljónir. Sá kostnaður hefur vaxið mjög eins og önnur laun í landinu, við erum að gera þetta með það að mark- miði að halda svona starfi áfram. Við erum með sex bakhjarla eins og áður og það var kominn tími til að endurnýja þá samninga. Við sömd- um við þá á eðlilegum forsendum og því var haldið fram, sérstaklega hjá tveimur fyrirtækjum, að þeir samningar hefðu haft áhrif á styrki til aðildarfélaga. Ég skoðaði það og fyrirtækin könnuðust ekki við það. Við höfum samt komið á móts við þau sjónarmið og reynum að gera eins vel og við getum fyrir félögin.“ Vill hafa allt uppi á borðum Guðni segist hafa reynt að auka gagnsæi innan KSÍ og laun for- MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Misbauð að heiðurs- formaður skyldi fara fram n Hörð kosningabarátta á endasprettinum n Geir er í mótsögn við sjálfan sig Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.