Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 4
4 8. febrúar 2019FRÉTTIR Engin tvö tígrisdýr hafa eins rendur. Húð þeirra er röndótt eins og feldurinn. Af ferðamönnum á Íslandi eru Þjóðverjar fjölmennastir á skemmtiferðaskipum en Bretar með flugvélum. Kókómjólkin frá MS var eitt sinn seld í grænum fernum. Brúnu fernurnar fengust ekki vegna kaupskipaverk- falls. Silfurreynirinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis er elsta núlifandi tréð í Reykjavík. Flutt frá Danmörku til Íslands árið 1884 og gróðursett af Georg Schierbeck landlækni. Hnéskeljar manna breytast úr brjóski í bein við þriggja ára aldurinn. Það er staðreynd að… Gott á íslensku tannlæknabófana E kki fer Svarthöfði oft til útlanda. En það gerðist í síðustu viku þegar ferðinni var heitið til sjálfrar Búda­ pest í Ungverjalandi til að fá nýja tönn. Var Svarthöfði búinn að vera með helvíti leiðinlega tann­ pínu síðan í apríl. Bölvanlegan verk sem leiddi upp í augu, stokk­ bólgið hold og var hann farinn að spýta blóði eins og hnefaleika­ maður. Eftir erfitt sumar og um það bil 1.200 verkjatöflur fór Svarthöfði loksins til tannsa. Sagði hann að ný tönn myndi kosta ríflega 110 þúsund krónur. 110 þúsund krón­ ur fyrir eina tönn! Svarthöfði var við það að kýla manninn fyrir ósvífnina en stillti sig og gekk á dyr. Þá var Svarthöfða sagt að það kostaði 15 þúsund krónur fyrir það að eitt að skoða tönnina og segja hvað ný tönn kostaði. Það er ekki skrýtið að þessir bófar tróni á toppum tekjublaðanna. Vitandi það að heilbrigðistryggingakerfið skilgreini tennur ekki sem hluta af mannslíkamanum. Nei, frekar lét Svarthöfði sér það lynda að bryðja töflur. Alveg þangað til hægðatregðan fór að segja til sín. Hitti þá Svarthöfði gamlan vin á förnum vegi, sem hafði svipaða sögu að segja en fann lausnina austan við járn­ tjaldið. Í Búdapest kosta tannvið­ gerðir ekki nema brot af því sem þær gera hér á klakanum. Fannst Svarthöfða þetta þjóð­ ráð og auk þess góð hefnd í garð gervallrar íslensku tannlækna­ stéttarinnar. Fór Svarthöfði strax á netið og fann íslenskan umboðs­ aðila sem lofaði ódýrum aðgerð­ um í Búdapest, frírri skoðun og ókeypis nótt á hóteli. Fann svo flug á 30 þúsund kall! … nei, það voru víst 45 þúsund þegar kom að því að borga. Hagstæðasta flugið var vikudvöl og því þurfti Svarthöfði að kaupa sex nætur á hóteli til viðbótar, það er 51 þúsund kall. En þetta verður skemmtileg ferð. Flogið var út og Svarthöfði settur í stólinn. Verðið á tann­ skiptingunni var aðeins 40 þús­ und! En læknarnir mæltu með að skipt yrði um fjórar tennur til við­ bótar, og Svarthöfði fór vitaskuld eftir því ráði. Endaði reikningur­ inn í tæpum 200 þúsund krón­ um. Ferðin var líka ekkert svo skemmtileg þar sem Svarthöfði lá upp á hóteli með saumað sár í kjaftinum og bunka af verkja­ lyfjum. Rúsínan í pylsuendan­ um er síðan sú að Svarthöfði fær að koma aftur eftir þrjá mánuði til að láta klára verkið og borga meira. n Svarthöfði Hver er hún n Vinnur mikið með súrar lausnir n 26 ára og býr í Mosfellsbænum n Gaf út metsölubók árið 2018 n Sagði nýlega skilið við Snapchat n Hefur áður tekið sér hlé frá Snapchat SVAR: SÓLRÚN DIEGO Þetta kostuðu listaverkin: 300 MILLJÓNA VERK Í HJARTA BORGARINNAR A llt varð vitlaust á dögunum þegar tilkynnt var um að listaverkið Pálmatré, eftir þýsku listakonuna Karin Sanders, myndi prýða torg í nýrri Vogabyggð í Reykjavík. Ástæðan var kostnaðurinn við verkið sem er áætlaður um 140 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Flestir virðast þó á því að list í almenningsrýmum sé eftirsóknar­ verð og auki lífsgæði íbúa. DV tók því saman kostnað við nokkur þekkt listaverk. Lesendur geta svo metið hvort fjárútlátin hafi verið þess virði eða ekki. Árið 1973 var stórt mósaík­ listaverk Gerðar Helgadóttur af­ hjúpað á Tollhúsinu við Tryggva­ götu. Flöturinn undir verkið hafði þá staðið ómúraður í nokkur ár til þess að stjórnvöld áttuðu sig á að veita þyrfti fé í að gera götu­ myndina meira aðlaðandi. Gerður vann verkið í samstarfi við frægt þýskt listaverkafyrirtæki, Bræð­ urna Oidtmann. Alls var verkið um tvö ár í vinnslu en verksamn­ ingurinn hljóðaði upp á 170 þús­ und þýsk mörk á þeim tíma. Á núvirði eru það rúmlega 300 millj­ ónir króna. Í tilefni af 204 ára afmæli Reykjavíkurborgar, þann 18. ágúst 1990, var listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason afhjúpað. Heildarkostnaður við verkið var 25 milljónir króna á sínum tíma sem þótt hátt verð. Þar af kostaði stálsmíðin 8 milljónir króna. Núna myndi kostnaðurinn við listaverk­ ið vera 79 milljónir króna. Árið 1991 reis listaverkið Regnbogi eftir listakonuna Rúrí við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nokkrum árum fyrr hafði verkið orðið hlutskarpast í umfangsmik­ illi listasamkeppni ásamt lista­ verkinu Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson. Verk Rúríar kostaði 38 milljónir króna á sínum tíma. Á núvirði gera það 112 milljónir króna. Árið 2007 var Friðarsúlan (e. Imagine Peace Tower) eftir lista­ konuna Yoko Ono afhjúpuð í Við­ ey. Verkið er tendrað á afmælisdegi Johns Lennon þann 9. október ár hvert og lýsir upp kvöldhimininn til og með 8. desember en þann dag dó John Lennon árið 1980. Kostnaðurinn við verkið var tæp­ lega 8 milljónir króna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verkið kost­ að skattgreiðendur rúmlega 40 milljónir króna. Stærsti kostnað­ urinn er heimildamynd um lista­ konuna og verkið sem unnin var árin 2007–2009. Kostnaðurinn við myndina var 4,8 milljónir króna. n Friðarsúlan í Viðey Listaverkið Regnbogi eftir Rúrí MYND: HANNA/DV MYND: HANNA/DV Sólfarið Dregur að sér fjölda ferðamanna. MYND: HANNA/DV Mósaíklistaverk Listakonan Gerður Helgadóttir á heiðurinn af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.