Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 9
8. febrúar 2019 FRÉTTIR 9 Gunnar Jakobsson gekk áður undir nafninu Roy Svanur Shannon. Hann var fyrst kærð­ ur snemma á tíunda áratugnum fyrir að áreita barnungar stúlk­ ur kynferðislega í sumarhúsi í Húsafelli. Málið var fellt niður en tekið upp aftur árið 1997. Þá hlaut Roy Svanur fjögurra ára fangelsisdóm fyrir kynferðis­ brot gegn sex barnungum stúlk­ um og var það þyngsti dómur sem hafði fallið í barnaníðings­ máli hérlendis á þeim tíma. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa framleitt barnaklám og að dreifa því á netinu og fyrir vörslu á gífurlega miklu magni af barnaklámi. Fyrir dómi viðurkenndi hann að vera haldinn barnagirnd og sagði að hún hefði byrjað á ung­ lingsárunum en geðlæknir mat það svo að Roy Svanur gerði sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og virtist trúa því að athæfi hans ylli börnunum ekki skaða. Á meðan hann beið dóms og var vistaður í gæsluvarðhaldi á Akureyri varð hann uppvís að því að vera með barnaklám í tölvu sinni. Eftir að hafa afplánað dóm­ inn fluttist Roy Svanur til útlanda og breytti nafni sínu í Gunn­ ar Jakobsson. Bjó hann í nokk­ ur ár í Danmörku og starfaði sem au pair. Hann hélt áfram að brjóta af sér eftir að hann fluttist aftur heim. Hann leigði sér hús skammt frá heimili systursonar síns sem hafði í tæpan áratug haft börn í fóstri. Tilviljun réð því að árið 2012 komst upp að Gunnar hefði haft aðgang að fósturheimilinu, þar sem börn voru vistuð af hálfu barnaverndaryfirvalda. Tvær stúlkur sökuðu Gunnar um að hafa áreitt þær og elt. Barna­ vernd var látin vita af málinu en ekkert var hægt að aðhafast þar sem Gunnar var ekki grunaður um afbrot. Í janúar 2013 var Gunnar kærður fyrir að vera með 48.212 ljósmyndir og 484 myndskeið af barnaklámi í sínum fórum. Með­ al efnis sem fannst voru mynd­ ir af nöktum íslenskum börnum sem grunur lék á að Gunnar hefði sótt og vistað af myndasíð­ um foreldra á barnaland.is. Mál­ ið dróst vegna manneklu hjá yfir­ völdum og fékk hann að lokum skilorðsbundinn dóm fyrir brot­ in. Sama ár var hann úrskurð­ aður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa brotið gegn þremur börnum. Ákæra var þó aldrei gef­ in út í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Það vakti mikla athygli þegar blaðamaður og ljósmyndari DV fóru heim til Gunnars í apríl 2017, og lýstu þar viðbjóðsleg­ um aðstæðum sem við blöstu. Gunnar var þá búsettur í gömlu niðurníddu húsi á Stokkseyri. Fram kom að honum væri meinað að fara í sund á Selfossi og á Stokkseyri og færi því í sund í Reykjavík. Einnig kom fram að Gunnar hefði um árabil lifað tvöföldu lífi í netheimum undir dulnefni sem ráðagóð eldri kona á spjall­ borðum Barnalands sem síðar varð er.is og nú Bland. Í viðtalinu sagði Gunnar meðal annars að hann girntist stúlkur á aldrinum þriggja til ellefu ára, væri haldinn ólæknandi barnagirnd og hefði safnað hári og skeggi til að geta farið óáreittur í sund á höfuð­ borgarsvæðinu þar sem hann, að eigin sögn, virti fyrir sér ungar stúlkur. ÞETTA ERU ALRÆMDUSTU BARNANÍÐINGAR ÍSLANDS n Fórnarlömbin skipta hundruðum n Lítil sem engin úrræði í boði fyrir síbrotamenn sem níðast á börnum n Eiga í engin hús að venda Steingrímur Njálsson er á efa einn alræmdasti og mest hataði barnaníðingur Íslandssögunn­ ar. Hann hlaut samtals sjö sinn­ um dóm fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum og eru fórnarlömb hans sextán talsins, sem vitað er um. Sakaferill Steingríms nær aftur til sjöunda áratugar sein­ ustu aldar, en árið 1963 var hann dæmdur fyrir kynferðis­ lega misnotkun á tveimur ellefu ára piltum. Steingrímur var þá 21 árs gamall. Næst var hann kærður árið 1977 fyrir að brjóta gegn níu ára dreng og ári síðar hlaut hann dóm fyrir að ráðast á tólf ára pilt. Fyrir þessi tvö brot hlaut hann tveggja ára fangels­ isdóm. Árið 1986 var Steingrímur kærður fyrir að hafa árið áður lokkað þrettán ára blaðburðar­ pilt inn í íbúð sína, þar em hann hélt houm föngnum og braut á honum ítrekað, klukkustundum saman. DV greindi frá málinu í október 1986 það ár og birti þá mynd af Steingrími undir fyrir­ sögninni „Svona lítur hann út.“ Fram kom að lögmaður foreldra blaðburðarpiltsins hefði mælst til þess að Steingrímur yrði lát­ inn gangast undir afkynjunar­ aðgerð vegna „kynferðislegs óeðlis.“ Árið 1988 dæmdi Hæsti­ réttur Steingrím til níu mánaða fangelsisvistar og að henni lok­ inni til fimmtán mánaða með­ ferðar á viðeigandi stofnun en sú meðferð fór fram í Svíþjóð. Steingrímur átti eftir að brjóta af sér aftur og hljóta tólf mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðis­ brot gegn ungum dreng í íbúð í Norðurmýri. Gerði ákæruvaldið þá kröfu að eftir afplánun dómsins yrði Steingrími gert að sæta sér­ stakri gæslu þar sem hann væri „hættulegur vanaafbrotamað­ ur.“ Árið 2002 var fjallað ítarlega um brotaferil Steingríms í sjón­ varpsþættinum Sönn íslensk sakamál. Þegar rætt við Stein­ grím afneitaði hann brotunum blákalt og sagði að um tóma þvælu og vitleysu væri að ræða. Úrræðaleysi kerfisins gagn­ vart sjúkum síbrotamönnum var tilefni fréttaskýringar DV í desember 2004. Á þeim tíma hafði Steingrímur ekki átt í nein hús að venda í nokkur ár, en reglulega bárust fréttir þess efnis að hann væri sestur að í hinum og þessum bæjarfélög­ um. Hann var ítrekað hrakinn í burtu hvar sem hann kom, sat undir stöðugum ofsóknum og var margoft barinn til óbóta auk þess sem reynt var að kveikja í híbýlum hans. Steingrímur lést úr krabba­ meini árið 2013 og fór útför hans fram í kyrrþey. Sigurður Ingi Þórðarson var í sept­ ember 2015 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotið kyn­ ferðislega gegn níu piltum. Brot­ in áttu sér stað á árunum 2010 til 2013 og voru alls sjötíu talsins. Hann hafði áður hlotið átta mánaða óskilorðsbundinn fang­ elsisdóm í febrúar 2014 fyrir að tæla sautján ára dreng til kynferð­ ismaka með blekkingum. Afplán­ un Sigurðar lauk þann 2. nóvem­ ber það ár, en eftir það sat hann í gæsluvarðhaldi. Sigurður Ingi hlaut á sínum tíma viðurnefnið Siggi hakkari eftir að hafa komist í kastljós fjöl­ miðla vegna tengsla við Wikileaks og verið sakaður um þjófnað frá samtökunum. Sigurður hafði samskipti við drengina á netinu og lofaði þeim peningagreiðslum og margs kon­ ar vörum, til dæmis símtækjum, tölvum, bifreiðum og jafnvel fast­ eignum, í skiptum fyrir munn­ og endaþarmsmök. Þá lofaði hann því að hann gæti lagfært námsfer­ il sumra drengjanna með tölvu­ kunnáttu sinni. Flestir piltanna voru á aldrinum fimmtán til sext­ án ára þegar brotin áttu sér stað. Fleiri drengir kærðu Sigurð en ekki rötuðu fleiri mál fyrir dóm­ stóla. Í niðurstöðum geðrannsóknar á Sigurði, sem kom fram í gæslu­ varðhaldsúrskurði undir lok árs 2014, kom fram að hann væri „siðblindur“ og að „vandi hans fælist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu hvata. Þá iðrist hann ekki gjörða sinna og geti ekki sýnt merki um djúpa sektarkennd.“ Í ágúst 2016 bárust fregnir af því að Sigurður væri laus úr fang­ elsi og birti DV mynd sem náðist af Sigurði á bílaþvottastöð. Fram kom að Sigurður afplánaði eftir­ stöðvar dómsins undir rafrænu eftirliti og væri einnig að sinna samfélagsþjónustu hjá Rauða krossinum. Í kjölfarið kom fram í Stundinni að foreldrar barna í Salaskóla væru ósáttir við að Sigurður stundaði sundlaugar í Kópavogsbæ í frítíma sínum. Honum var í kjölfarið meinaður aðgangur að lauginni. DV greindi í fyrra frá því að Sigurður væri framkvæmdastjóri fyrirtækis á Reykjavíkurflugvelli og hefðist þar við í flugskýli. Síð­ an hefur fyrirtækið verð tekið til gjaldþrotaskipta. Greindur siðblindur Gekk undir dulnefni á Barnalandi Mest hataði maður Íslands Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Gunnar Jakobsson safnaði hári og skeggi til að geta farið óáreittur í sund í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.