Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 56
8. febrúar 2019 6. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum BLÖNDUNARTÆKI Við erum með úrval blöndunartækja fyrir þvottahúsið og eldhúsið. SPEGLAR MEÐ LED LJÓSUM Eigum til mikið úrval af speglum með led ljósum fyrir baðherbergið. VASKAR Eigum til margar tegundir af vöskum, bæði stál, hvíta og svarta. STYRKUR - ENDING - GÆÐI INNRÉTTINGAR HÁGÆÐA DANSKAR OPIÐ: Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 ALLAR BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR OG ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR FÁST MEÐ 20% AFSLÆTTI ÚT febrúar 2019 GÓÐ KAUP NÚ ER LAG AÐ GERA Við gerum þér hagstætt tilboð í innréttingar, vaska og blöndunartæki - AFSLÁTTUR - 20% Út febrúar 20 19 ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR Króm Svört/grá A ðsend grein Ara Hall­ grímssonar í Morgun­ blaðinu fékk marga til að klóra sér í höfðinu enda textinn illskiljanlegur eins og þetta brot sýnir: „Gísli, Ei­ rík ur, Helgi Selj an. Helgi kvelj­ ast. Ég selj an. Uno, dos, tres, gull bringu sýsla. Ná lægt mér. At sjúúú. Hund ur með kvef.“ Sennilegasta niðurstaðan er sú að pistillinn hafi verið ljóð. Ungskáldið Ari er einungis sextán ára gamall. Faðir hans, Hallgrímur Helgi Helgason, er leikskáld. Hallgrímur er bróðir Helgu Völu Helgadóttur, þing­ manns Samfylkingarinnar og fyrrverandi leikkonu, og sonur stórleikaranna Helga Skúla­ sonar og Helgu Bachmann. Hinn ungi Ari á því ekki langt að sækja listrænu hæfileikana. Ég ekkert sef. Lús með nef! Lítt þekkt ættartengsl Fékk verðlaunaféð fimmtán árum síðar Þ etta kom flatt upp á mig, enda hafði ég ekki hug­ mynd um að mér hefði áskotnast þessi verðlaun á sínum tíma,“ segir Hannes Hlíf­ ar Stefánsson, stórmeistari í skák. Hannes Hlífar situr að tafli á al­ þjóðlegu skákmóti í Lissabon í Portúgal ásamt kollega sínum, stórmeistaranum Þresti Þórhalls­ syni. Hannes sagði frá því á Face­ book­síðu sinni að þegar mótið var hafið kom einn þekktasti skákmaður, Kanada, stórmeist­ arinn Kevin Spraggett, upp að ís­ lenska stórmeistaranum og af­ henti honum fyrirvaralaust 250 evrur. „Hann tjáði mér að ég hefði unnið til einhverra aukaverð­ launa á stóru alþjóðlegu skákmóti í Cappelle La Grande í Norður­ ­Frakklandi. Ég hef oft teflt þar, en það sem kom mér á óvart var að ég hefði unnið til þessara verðlauna fyrir fimmtán árum síðan, eða árið 2004. Ég man ekki hver ástæð­ an var, en ég var ekki viðstadd­ ur verðlaunaafhendinguna og því tók Kanadamaðurinn við umslagi fyrir mína hönd. Hann ætlaði síð­ an að láta mig fá aurana á næsta móti sem við hittumst á, en gerði kannski ekki ráð fyrir því að það yrði fimmtán árum síðar,“ segir Hannes Hlífar kíminn. Aðspurður þá segir hann til greina koma að kaupa sér íslenskan saltfisk á ein­ hverjum veitingastað í borginni fyrir verðlaunaféð. Annars gengur allt Hann­ esi í haginn í Lissabon. Hann er í toppbaráttu móts­ ins með fimm vinninga eft­ ir sex umferðir. Þröstur er skammt undan með 4½ vinning. Hægt er að fylgj­ ast með skákum meistar­ anna í beinni útsendingu á skak.is n K raftlyftingamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson mun brátt stækka við sig og opna glænýja líkamsræktarstöð á Dal­ vegi í Kópavogi. Þetta staðfestir Hafþór Júlíus í stuttu samtali við blaðamann DV. Hafþór Júlíus, sem gjarnan er kallaður Fjallið, hefur undanfarin ár rekið Thors Power Gym í húsnæði við Auð­ brekku 2 í Kópavogi en starfsem­ in hefur sprengt húsnæðið utan af sér og því er flutningur innan bæjarfélagsins yfirvofandi. Fjallið er með mörg önnur járn í eldin­ um. Framundan er frumsýning á lokaþáttaröð Game of Thrones þar sem hann fer með mikilvægt hlutverk Gregors „The Mounta­ in“ Clegane. Þá var nýlega greint frá því að hann hefði hótað tveim­ ur konum lögsókn fyrir að dreifa um hann sögusögnum um meint heimilisofbeldi. Fjallið stækkar Ungskáldið og þingkonan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.