Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 25
Öryggi og hugbúnaður KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is LEIÐNI SLF: Öryggiskerfi þurfa ekki að vera ljót! Leiðni slf. var stofnað árið 2012. Síðan hefur megin uppistaðan verið sala og uppsetning á öryggismynda- vélum. Síðustu tvö ár hafa sífellt fleiri keypt snjallöryggis- kerfið Ajax System en Leiðni er dreifingaraðili þess á Íslandi. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki og sveitarfélög eru meðal sífellt fjölgandi viðskiptavina Leiðni sem reiða sig á einfaldan og öruggan búnað til þess meðal annars að fylgjast með eigum sínum, vakta vinnusvæði eða fylgjast með sauðburði svo eitthvað sé nefnt. Öryggiskerfi þurfa ekki að vera ljót! Það er rétt, Ajax snjallöryggis- kerfið er alveg einstaklega vel hannað út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og hefur fengið mikið lof fyrir það. Öryggiskerf- ið er stílhreint og einfalt og er eitt mest verðlaunaða kerfið í Evrópu á sínu sviði. Alveg þráðlaust og Grade 2 Ajax notast við eigin þráðlausa tækni sem allir íhlutir kerfisins eiga samskipti í gegnum með áberandi góðu þráðlausu sam- bandi. Þess má geta að þessi tækni, sem kallast Jeweller, hefur drægni allt að 2 kíló- metrum sem er mun lengra en önnur þráðlaus samskipti sem algengast er að notuð séu hjá öðrum framleiðendum. Íhlutir kerfisins eru allir með rafhlöð- um, með allt að 7 ára líftíma, sem gerir notendum kleift að ganga frá þeim á heimili sínu án þess að nokkur snúra sjáist. Það undirstrikar einmitt stílhreina hönnunina sem Ajax hefur að leiðarljósi til þess að gera nauðsynleg öryggistæki að fallegum hlutum sem stinga ekki í stúf á nútíma heimilum. Vottaðir reykskynjarar EN14604 og frábær rafhlöðu- ending Hægt er að velja um tvær gerðir reykskynjara, þ.e. reyk- skynjara með innbyggðum hitaskynjara, eða reyk-, hita- og gasskynjara. Ýmsar stillingar eru á skynjurunum eins og hve hratt hitastigið þarf að hækka til að skynjari gefi neyðarboð. Skynjarana má nota eina sér án stjórnstöðvar eða tengja fleiri saman með aðstoð stjórn- stöðvarinnar sem er falleg og stílhrein og fellur inn í svo að segja hvaða rými sem er án þess að vera áberandi. Þú getur hannað þitt eigið kerfi Nokkrar gerðir hreyfiskynjara eru í boði en allir hreyfiskynjar- ar gera ráð fyrir gæludýrum sem eru allt að 20 kílóum að þyngd svo hætta á falsboðum er minnkuð til muna. Vilji fólk sírenur er auðvelt mál að finna eitthvað sem hentar, allt frá fullkomlega stillanlegum síren- um upp í sannkallaða lúðra sem gefa frá sér fælandi blikkljós og 113 dB hávaða. Þegar kemur að stýringu kerfisins er enn gert ráð fyrir að notendur hafi mikið val og þar er um að ræða möguleika á að nota hefðbundna fjarstýr- ingu og/eða talnaborð, tölvu eða snjallsíma. Fjarstýring og talnaborð gefur fólki kost á að virkja kerfið og slökkva á því en með tölvu eða snjallsíma eykst notagildið til muna. Með því er t.a.m. hægt að gefa gestum tímabundið notkunarleyfi, nú eða láta kerfið bara kveikja á kaffivélinni og lampanum við hægindastólinn áður en þú kemur heim. Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt! Þú ert alltaf með símann við höndina, hann er notaður til þess að versla, sinna bankaer- indum og kaupa flugmiða svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er það ekki nema sjálfsögð þróun að þú getir stýrt heimil- inu þegar þú ferð að heiman og getir vaktað það á meðan þú slakar á á hvítri strönd, því það geturðu gert fyrir sparnaðinn. Með Ajax snjallöryggiskerfi og myndavélum hefurðu fulla yfirsýn, en getur sleppt því að greiða föst mánaðarleg gjöld til þriðja aðila. – Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn. Myndavélar í Ajax appinu Ajax appið býður upp á að tengja nánast hvaða myndavél sem er við kerfið, en nýlega kom frá Ajax sérstaklega einföld lausn til að tengja það við myndavélar frá einum stærsta myndavélaframleiðanda í heimi, Dahua. Leiðni hefur selt búnað frá Dahua síðan í byrjun árs 2012. Síðan þá hafa vinsældir Dahua aukist það mikið að jafnvel eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum landsins þurfti að bregðast við aukinni samkeppni með því að bæta þeim í eigin vöruframboð. Vörur Uniview og Dahua myndavéla- kerfi, Ajax systems snjallörygg- iskerfi, Amadeo aðgangsstýri- kerfi, Comelit dyrasímakerfi, Tellsystem. Amadeo aðgangskerfi Austurríski framleiðandinn Amadeo framleiðir að- gangskerfið sem er fullkomin og vönduð lausn fyrir hótel og fyrirtæki. Amadeo býður við- skiptavinum upp á nýja nálgun í rekstri og umsjón aðgangs- stýrikerfa. Hurðabúnaðurinn er með IP68 vottun og þolir því vel hvers konar íslenska veðráttu. Comelit dyrasími Comelit er ítalskur dyrasíma- framleiðandi með heildarlausnir fyrir allar aðstæður. Comelit býður upp á tengingu dyrasím- ans við snjallsíma húsráðenda. Það gerir þeim mögulegt að svara gestum og hleypa þeim inn hvar sem þeir eru staddir, hvort sem þeir eru heima í stofu eða á skíðum í Bláfjöllum. Umsagnir viðskiptavina: Freyr framkvæmdastjóri Kapp: „góðar vörur, skilvirk og sanngjörn þjónusta…“ Ásgeir framkvæmdastjóri Stólpa gáma : „…við höfum verið í viðskiptum í nokkur ár og ég mæli með Leiðni slf.“ Heimir hjá Stál og suða ehf: „við erum mjög sáttir við okkar viðskipti við Leiðni slf.“ Nánari upplýsingar: Sími: 7711 301 Email: leidni@leidni.is n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.