Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 34
34 FÓKUS - VIÐTAL 8. febrúar 2019 J óna Kristín Sigurðardótt- ir er kona á góðum stað í líf- inu. Hún er 51 árs gömul, í fínu formi og lítur út fyrir að vera yngri. Hún er hamingjusam- lega gift, á börn og barnabörn og er afskaplega ánægð í starfi. En ævi Jónu hefur verið grýtt braut, vörðuð ýmsum áföllum og baráttu við fíkn í áfengi og mat. Áþreifan- legasta breytingin á Jónu er sú að fyrir um þremur til fjórum árum var hún mjög þéttvaxin en tókst að losa sig við um 30 kíló á einu ári og hefur viðhaldið þeim árangri. Á bak við þann sigur er nokkuð flóknari saga, í henni er til dæmis sá kafli að löngu áður en Jóna fitn- aði stríddi hún við alvarlega áráttu sem leiddi til þess að hún fór í megrun þó að hún væri tággrönn. Áfengisneysla hennar olli henni mikilli vanlíðan en eftir að hún tók áfengi út úr lífi sínu hefur sykur verið hennar skæðasta fíkniefni, fæða sem hún verður að mestu að láta eiga sig. Jóna er fædd í ágúst árið 1967 og býr á Djúpavogi. Á þeim slóðum er hún fædd og uppalin og hefur búið þar alla ævi. Jóna á tvo syni og samtals sex barnabörn ef talinn er með drengur sem fæddist andvana í haust. Jóna starfar við gæðamat í eldislaxi og saltfiski hjá fiskeldisfyrirtækinu Búlandstindi. Fór 48 kílóa þung í megrun Eins og fyrr segir liggur rótin að of- þyngdarvanda Jónu aftur til þess tíma þegar hún var mjög grönn en var ósátt við líkama sinn og taldi sig vera feita. Má segja að löngu áður en matarfíknin kom til sögunnar hafi Jóna þjáðst af megr- unarfíkn. Samhliða því leitaði hún mjög ung í áfengi. „Ég er 171 senti- metri á hæð og þegar ég var 48 kíló fannst mér ég vera allt of feit og var stöðugt í megrun. Í kringum fimmtán ára aldurinn fór ég svo líka að sækja í áfengi og notaði það til að líða betur á sálinni.“ Jóna sagði skilið við áfengi í 12 ár eftir að hafa veikst hastar- lega eftir þorrablót. En þráhyggja varðandi vaxtarlag og mat hélt áfram að ásækja hana og tók á sig nýjar myndir. „Ég átti tíu ára langt átröskunartímabil þar sem ég borðaði yfir mig, setti síðan fingurinn í kokið og skilaði fæð- unni aftur. Þannig byrjaði það, en fljótlega þróaðist það þannig að alltaf 15–20 mínútum eftir mál- tíð þurfti ég að æla matnum án þess að ég framkallaði uppköstin. Það var afar erfitt að komast út úr þessu en tókst að lokum með fag- legri hjálp. Átröskun er ástand sem setur hausinn gjörsamlega á hvolf og fyllir mann ranghugmyndum, ofsakvíða og hræðslu. Ég varð hrædd við allt og miklaði allt fyrir mér.“ Eftir að Jóna hafði sigrast á átröskuninni tók við tímabil hinnar eiginlegu matarfíknar og þyngdaraukningar. Var hún um 32–33 ára þegar þetta vandamál kom til sögunnar. Jóna, sem er eins og fyrr segir 171 sentimetri á hæð, varð þyngst um 110 kíló, en er í dag 82 kíló. Jóna segir að sykur hafi verið hennar helsti óvinur þegar hún var feit: „Sykurinn er fíkniefni rétt eins og áfengi og ég var alltaf að leita eftir einhverju rosalega sætu til að slá á vanlíðan. Nammipoki sem ætti að endast í heila viku var kláraður á fimm mínútum. Ég höndlaði engan veginn umgengni við sykur, ekki frekar en við áfengi.“ Áföll og fíkn Jóna hneigist að þeirri skoðun að áföll geti ýtt undir fíknir en ýmis áföll sem hún hefur orðið fyrir á lífsleiðinni hafa gert baráttuna við matarfíkn erfiðari. Megrunarþráhyggja og löngun í áfengi voru fyrirferðarmikil ERTU MEÐ VERKI Í BAKI, MJÖÐMUM, HNJÁM EÐA FÓTUM ? Komdu í göngugreiningu! Tímapantanir í síma 55 77 100 og á www.gongugreining.is Bæjarlind 4, Kóp. & Orkuhúsinu Rvk. Sigraðist á matarfíkn og alkóhólisma n Risaskammtur af áföllum í lífinu Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.