Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Blaðsíða 23
FÓKUS - VIÐTAL 238. febrúar 2019
manns KSÍ hafa verið opinberuð
í fyrsta sinn. „Mér finnst það
mikil vægt að hér ríki gagnsæi. Að
samningar sem ég leiði og geri
séu kynntir fyrir stjórninni og allt
sé uppi á borðum. Laun mín voru
gerð opinber um leið og ég tók við.
Það er bara eðlilegt í nútíma sam-
félagi. Við birtum eins og áður all-
ar fundargerðir og það er eðlileg
krafa að slíkt sé gert. Við höfum
bætt þessa hluti.“
Að ráðningu þinni á Erik Ham-
rén hjá karlalandsliðinu. Geir hef-
ur sagt að hún hafi í raun ekki ver-
ið fagleg. Hvernig svarar þú því?
„Ég kannast ekki við það. Það
var farið í þá ráðningu eftir um-
boði stjórnar. Ég leiddi þær við-
ræður í samráði við lands-
liðsnefnd og stjórn þegar á þurfti
að halda. Á síðari stigum kom
framkvæmdastjóri að. Ég leitaði
mér víða ráða og ég tel mig líka
hafa ágætis innsæi til að leiða
þannig vinnu. Ég held að það hafi
verið mjög faglegt ferli og ég átta
mig ekki á til hvers Geir er að vísa.
Það var ómaklegt að segja að ferlið
hafi ekki verið faglegt.“
Hvað með þá orðræðu Geirs
um að ímynd KSÍ hafi hreinlega
hrunið þegar karlalandsliðið tap-
aði stórt í Þjóðadeildinni síðasta
haust gegn Sviss?
„Ég átta mig ekki á því. Ég tel
að ímyndin hafi batnað og styrkst
á síðustu tveimur árum. Við átt-
um frábæran tíma á HM í Rúss-
landi, ég veit ekki hvernig hann
fær það út að ímyndin hafi beðið
hnekki. Sem dæmi töpuðu Króatar
stórt gegn Spáni, svona er fót-
boltinn stundum. Við áttum ekki
góðu gengi að fagna, en glímdum
við ótrúleg meiðsli í hópnum og
vorum með nýtt þjálfarateymi.
Einnig vorum við að spila við
mörg af sterkustu landsliðum
heims og ég held að flestir skilji
stöðuna. Ég er mjög brattur fyrir
undankeppni EM 2020 og heyri
það, bæði á landsliðsmönnum og
þjálfarateyminu, að það sé gríðar-
legur hugur í mannskapnum. Eins
jákvætt og frábært árið 2018 var,
vegna HM, þá ollu úrslitin von-
brigðum.“
Skoðanaskipti í stórri hreyfingu
Knattspyrnusambandið er stærsta
sérsamband Íslands og eðlilegt
að gagnrýni komi upp. Sú helsta
sem Guðni hefur þurft að sæta
kemur frá félögum í efstu tveim-
ur deildunum, Íslenskum toppfót-
bolta. Samtökin vilja meiri athygli
og meira fjármagn frá KSÍ. „Það
eru skoðanaskipti í stórri hreyf-
ingu og ég hef þurft að eiga við
það undanfarin tvö ár. Ég held að
það hafi verið svo áður, og jafnvel
meiri gagnrýni. Við höfum verið
að reyna að ná sáttum um ákveðin
mál og koma þeim áfram. Full-
trúar ÍTF eru þeir sömu og kjósa
okkur inn í stjórn KSÍ. Við erum
að eiga við sjálfa okkur, ef svo má
segja. Ég held að þetta samstarf
sé að þróast og taka á sig skýrari
mynd, það er ábyrgð þeirra sem
koma þessu áfram. Hér innan-
dyra erum við meðvituð um að við
erum að eiga við ÍTF, en við hugs-
um líka um heildina, allar deildir.
Við vitum samt að sviðsljósið og
fjárhagslegir hagsmunir eru mest-
ir í efstu tveimur deildunum, en
við hugsum um allar deildir hjá
KSÍ.“
Geir talar fyrir því að stofna
sérstök deildarsamtök innan
veggja KSÍ, hvernig hugnast þér sú
útfærsla?
„Mér finnst það ekki vera
góð útfærsla og veit ekki hvort
að hún sé alveg úthugsuð. Að
opna aðra skrifstofu í kringum
KSÍ finnst mér ekki skynsam-
legt. Opna annað KSÍ, ef svo má
segja, samkvæmt því skipuriti
sem hann hefur lagt fram. Ég er
ekki viss um hvort það sé leiðin
fram á við, þegar verið er að bera
einhverja hluti saman. Bara eins
og norska úrvalsdeildin er fjórt-
án eða fimmtán sinnum stærri
miðað við veltu. Við þurfum að
hafa það í huga þegar við veltum
svona hlutum fyrir okkur.“
Það hefur mikið verið rætt hjá
aðildarfélögunum að skrifstofa
KSÍ megi ekki þenjast meira út.
Geir hefur talað þannig líka, er
hann ekki í mótsögn við sjálfan sig
þarna? Hver er þín skoðun á því?
„Þarna er mikil mótsögn. Á
sama tíma og Geir talar um að KSÍ
sé að blása út, sem er ekki raunin,
þá vill hann fara í svona verkefni.
Við erum með víðtækt hlutverk,
mótahald, fræðslu, landsliðin
og höfum kostnaðarvitund um
þessa hluti. Við erum alls ekki
að blása út en við munum fjölga
stöðugildum um tvö samkvæmt
nýju skipuriti. Annað af þeim
stöðugildum á að afla tekna og
viðhalda þeim tekjum sem við
erum að afla. Hin nýja staðan er
til að efla fótboltann á knattspyrn-
usviðinu, til aðstoðar við félögin.
Við erum með sautján hér á skrif-
stofu og tvo í mannvirkjum, sem
dæmi eru Færeyingar með fjórt-
án á skrifstofu, Malta, sem er 450
þúsund manna þjóð, er með tæp-
lega sextíu. Þetta sem Geir er að
tala um, að stofna aðra skrifstofu,
það kemur ekki heim og saman
við aðra gagnrýni um að KSÍ sé
að blása út.“
Ekki pantað viðtal
Það vakti athygli þegar Aleksander
Ceferin, forseti UEFA, steig fram
á dögunum og talaði vel um störf
Guðna og hvernig hann hefði auk-
ið virðingu KSÍ utan landstein-
anna. Geir var bálreiður enda
ljóst að svona orð frá valdamesta
einstaklingi í fótboltanum í Evrópu
hafa áhrif. „Ég get ekki svarað fyrir
það sem forseti UEFA segir um
mig, hann vissulega hrósaði mér.
Mér þótti vænt um það, ég tek því
sem hvatningu fyrir mig og sem
hrósi til íslenskrar knattspyrnu. Ég
held að þetta sanni sterka stöðu
okkar erlendis. Ég held að hún
hafi svo sannarlega ekki veikst
með komu minni. UEFA fór í fyrsta
sinn í stefnumótun, sem er í raun
með ólíkindum. Þar voru fimm
úr framkvæmdastjórn UEFA, svo
voru fjórir einstaklingar beðnir um
að koma inn. Ég var einn af þeim.
Ég held að það hafi verið viður-
kenning fyrir starf okkar, að koma
að því að móta evrópskan fót-
bolta að einhverju leyti. Þessi um-
mæli Ceferin – hann virðist þekkja
meira til mín og bað mig um að
taka sæti sitt í aganefnd FIFA, sem
hann varð að láta eftir þegar hann
tók við UEFA,“ segir Guðni.
En pantaðir þú þetta viðtal hjá
Ceferin við Stöð2?
,,Svona hlutir fara í gegnum
skrifstofu hans og fjölmiðlafull-
trúa hans. Ég veit ekki hvernig það
kom til.“
Vildi ekki taka við bónus-
greiðslum líkt og Geir
Það vakti athygli þegar Geir Þor-
steinsson, þá formaður KSÍ, tók
við bónusum eftir Evrópumótið í
Frakklandi árið 2016. Um var að
ræða bónusa sem samsvöruðu
tveggja mánaða launum. Aðrir
starfsmenn fengu mánaðar laun
í bónus. Eftir heimsmeistara-
mótið síðasta sumar fékk starfs-
lið KSÍ í Rússlandi bónus, en hvað
með Guðna? „Það voru greiddir út
bónusar til starfsliðs á EM 2016 og
þá til formanns líka, sem voru tveir
mánuðir í bónusgreiðslu til Geirs.
Það voru bónusgreiðslur eftir HM
en þær voru lægri. Ég tók það skýrt
fram að ég tæki ekki neina bónusa,
ég taldi það ekki vera eðlilegt og
tók ekki neina bónusa.“
Jákvæðir hlutir í
kosningabaráttu
Guðni segir það jákvætt við svona
kosningabaráttu að fara út í félög-
in, eiga þar fundi og ræða málefn-
in og hvaða skref eigi að taka. „Það
er það jákvæða í þessu, maður tek-
ur því þannig. Við erum að undir-
búa ársþing og skila ársreikn-
ingi á þessum tíma, það er mikið
að gera. Við fórum í skipulagð-
ar heimsóknir til aðildarfélaga á
síðasta ári, sem hafði ekki verið
gert í mörg ár. Í svona kosninga-
baráttu tekur maður sig svo til og
heimsækir félögin, ræðir við þau
um hvað ég og við stöndum fyrir.
Það er það jákvæða við svona bar-
áttu. Ég get viðurkennt að mér var
misboðið að Geir sem heiðursfor-
maður skyldi fara fram, en þar við
situr. Það er jákvætt að eiga sam-
töl við aðildarfélögin, það er ágætt
að kynna sín mál. Það eru ekki allir
sem átta sig á því sem við erum að
gera, hvað starfið er fjölbreytt. Það
er ekki allt fréttaefni og því er gam-
an að kynna það fyrir félögunum.
Ég fullyrði að hér sé verið að vinna
mjög gott starf, við höfum eflst,
við erum að horfa fram á veginn.
KSÍ er á betri stað en fyrir tveim-
ur árum.
Ég get sett mín verk fram stoltur
og verið ánægður með það sem
við höfum náð að framkvæma,
við erum ekki búin að klára allt.
Það eru mörg mál í farvegi,“ segir
Guðni og telur upp endurgreiðslu
á byggingarkostnaði við íþrótta-
mannvirki. KSÍ sé að berjast fyrir
því við alþingismenn og ráðherra.
Að ferðakostnaður verði jafnaður
sem myndi hjálpa landsbyggð-
inni. Þá vonar hann að ákvörðun
verði tekin um nýjan Laugardals-
völl síðar á þessu ári. „Ég get lofað
því að ég hef svo sannarlega ýtt á
það; að sú vinna verði kláruð. Það
er búið að stofna undirbúningsfé-
lag og tilnefna stjórnarmenn. Við
verðum að klára það mál. Ég held
að við munum komast að niður-
stöðu seinna á árinu.“ n
Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum
„Ég held að það hafi verið
mjög faglegt ferli og ég
átta mig ekki á til hvers Geir er
að vísa
Réð Hamrén Segir ómaklegt að
halda því fram að ráðningin hafi ekki
verið fagleg.
MYND: HANNA/DV Formannsslagur Guðna
misboðið að heiðursformaður-
inn fari fram gegn sér.