Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Qupperneq 22
Franska tískuhúsið Hermès sýndi þessa í vorlínunni fyrir árið 2019. Úr línunni Collection 1 sem Alexander Wang sýndi í sumar. Pen en þó með mikinn karakt- er fyrir helstu nauðsynjar. Zara 3.495 kr. Handfrjáls búnaður Beltistöskur eru ótrúlega þægilegar og fjöl- hæfar fyrir bæði stráka og stelpur. Minni gerðin fer vel um mittið á meðan þær sem eru mýkri í lögun passa betur yfir öxlina. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Létt og stílhrein. Lindex 2.999 kr. Það er alltaf gott þegar eitt-hvað þægilegt kemst í tískuen segja má að beltistöskut- ískan fylgi í kjölfar sigurgöngu strigaskónna enda passar ekki vel að vera með kassalaga handtösku við sportlega skó. Beltistöskur eru heppilegar til dæmis þegar maður klæðist fötum sem eru ekki með vasa. Þær eru líka sérstaklega góð- ar því þær tolla vel á líkamanum, það er þægilegt að bera þær og hendurnar fá að vera alveg frjálsar þannig að þær eru jafn góðar á dansgólfinu og í göngutúrnum. Lyst.com sendir frá sér Lyst- listann ársfjórðungslega en nið- urstöðurnar eru byggðar á hegðun fimm milljóna manna sem leita, skoða og versla á netinu hjá um 12.000 hönnuðum og búðum. Einu töskurnar sem komust á topp tíu hvað vörur varðar hjá bæði konum og körlum eru einmitt beltistöskur. Hjá konunum er Prada-beltis- taskan sem er hér til vinstri í 4. sæti en hjá körlunum er það ein slík frá Gucci. Það eru reyndar vörur frá Gucci sem eru efst á báð- um listum, belti hjá konum og sandalar hjá körlum en Gucci er einmitt umtalaðasta vörumerkið á öðrum ársfjórðugi samkvæmt Lyst. Vatnsheld mittistaska með vísun í sjóklæða- arfleifð framleiðandans. 66°Norður 5.500 kr. Þessi nælontaska með leðurskrauti frá Prada var mjög vinsæl seint á tíunda áratugnum og svo aftur nú. Net-a-Porter.com 52.000 kr. Beltistöskustíllinn hefur þróast mjög frá því að Jerry Seinfeld sagði við George Costanza að það liti út fyrir að beltið hans væri að melta lítið dýr. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 HÖNNUN OG TÍSKA Chanel kynnir nýjung í förð- unarvörum sínum, sérstaka línu fyrir karlmenn. Línan ber nafnið Boy de Chanel og kemur á mark- að í dag laugardag í Suður- Kóreu. Chanel telur að vörurnar eigi eftir að höfða til manna sem noti snyrtivörur sem hluta af daglegri rútínu, sem er mun algengara í Asíu en annars staðar og þá ekki síst í Suður-Kóreu. Andlit Boy de Chanel er kór- eski leikarinn og fyrirsætan Lee Dong Wook. Karlmenn annars staðar í heiminum þurfa að bíða aðeins lengur eftir förðunarvörunum en þær verða fáanlegar í Chanel- búðum frá janúar 2019. Andlit Boy de Chanel er kóreski leik- arinn og fyrirsætan Lee Dong Wook. Í línunni er m.a. að finna varasalva, fljótandi farða og augnabrúnablýant. Förðunarlína fyrir stráka frá Chanel Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.