Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.09.2018, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.9. 2018 LESBÓK Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið1983, og byrjaði á að leika í kvikmynd-inni Atómstöðinni. Samhliða því fór ég að fljúga vestur á Ísafjörð til að syngja með hljómsveitinni Grafík. Gamli vinur minn Rafn Jónsson hringdi í mig á mánudegi og sagði að þá vantaði söngvara um næstu helgi. Þannig byrjaði þetta fyrir 35 árum og síðan hef ég verið að,“ segir söngvarinn og leikarinn góð- kunni Helgi Björnsson sem er orðinn heilla 60 ára. Hann heldur upp á afmælið og fagnar 35 ára starfsferli sínum með glæsilegum stór- tónleikum í Laugardalshöllinni næsta laugar- dag 8. september. Margbreytileg í stíl og áferð Helgi er síður en svo að setjast í helgan stein, heldur ætlar hann gefa út nýja plötu með nýju efni í næstu viku, sem nefnist Ég stoppa hnöttinn með puttanum. „Ég hef nú yfirleitt hugsað meira fram á við heldur en aftur á bak. Ég vildi því ekki halda upp á þessi tímamót með nostalgíu; gleyma mér í fyrri afrekum, heldur reyna að búa frek- ar til ný. Maður verður að halda áfram að skapa, það heldur manni lifandi.“ – Hvernig plata er þetta? „Þetta er frumsamið efni, hálfgert framhald af síðustu sólóplötu sem ég gerði og kom út 2015. Hún hét Veröldin er ný og á voru lög eins og „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker“, „Kóskos og engifer“ og „Þegar flóðið fellur að“, sem voru mikið spiluð á sínum tíma. Það er kannski meira „beat“ í þessari plötu; eitt diskólag, annað undir áhrifum frá ska-tónlist og svo rokk. Þetta eru hinir ýmsu stílar í takt við það að plötubransinn hefur verið að breytast og það er gengið meira út frá einstaka lögum í stað þess að hafa heild- stæða mynd á hverri plötu. Fólk kaupir ein- staka lag og býr til sinn eigin playlista, eigin plötu í raun, þannig að þetta verður marg- breytileg plata bæði í stílum og áferð. Mesti höfuðverkurinn hefur verið að velja þau lög sem við flytjum, þetta er ekki enda- laus tími sem við höfum og það hefur hver sitt lag sem hann vill heyra. En ég snerti á flest- um þeim hljómsveitum og stílum sem ég hef fengist við. Þetta verður skemmtilega breitt og stiklað á stóru; farið yfir ferilinn allt frá Grafík, svo Sólin, sólóefni, bæði þetta nýjasta og annað sem kom út fyrir alla vega 20 árum. Svo eru það Reiðmenn vindanna, það má ekki gleyma þeim, þeir urðu svo vinsælir.“ – Þetta er risasveit, verða útgáfur laganna ekki svolítið öðruvísi en við erum vön? „Jú. Sum verða bara tekin eins, það er eng- in ástæða til þess að breyta einhverju bara til að breyta. Ég verð með þriggja manna lúðra- sveit með mér, og það er náttúrlega viðbót í nokkrum lögum sem hafa ekki verið með brassi. Svo förum við í akústískan fíling með önnur; kassagítar og harmonikku, svo þetta verður fjölbreytilegt og skemmtilegt.“ – Hvað munu gestasöngvararnir Emmsjé Gauti, Högni Egils og Ragga Gísla taka? „Þau syngja lög eftir mig, annars vegar sóló, og síðan tek ég líka dúett með hverju þeirra. Við Emmsjé Gauti ætlum að taka sam- an „Geta pabbar ekki grátið?“, ég fæ hann jafnvel til að rappa í því. Ragga tekur „Tangó“, gamalt Grafík-lag, sem dæmi, og Högni ætlar að reyna sig við „Ef ég væri Guð“ sem er gamalt SSSólar-lag. Mér fannst gaman að þau fengju bara að taka sviðið fyrst ég var að fá þau; leyfa þeim að skína án þess að ég væri að þvælast fyrir þeim. Það er gaman að fá breidd í þetta og fá aðra til að syngja lögin sín, það gefur þeim aðra vídd. Við Ragga höf- um gert ýmislegt saman í gegnum tíðina. Ég fékk Högna með mér á tónleika, Íslenskar dægurperlur, og við höfum alltaf hugsað okkur að eitthvað skemmtilegt saman. Síðastliðinn vetur fór ég á jólatónleika hjá Emmsjé Gauta og þá fæddist sú hugmynd að hann kæmi og tæki „Toppurinn að vera í teinóttu“ sem er fyrsta rapplagið sem var gefið út á Íslandi, ár- ið 1992. Já, Hólý B hefur gert ýmislegt!“ Hálfhissa á öllu efninu – Hvað finnst þér skemmtilegast við að halda svona stórtónleika? „Sko, fyrir það fyrsta er ekki á hverjum degi sem maður heldur það stóra tónleika að maður smíðar sviðið alveg eftir eigin höfði, er með sjö risaskjái og brjálað hljóðkerfi. Það getur maður ekki gert í Háskólabíói eða Eld- borg. Bara í Höllinni. Og svo líka það að fara yfir allan ferilinn, taka þetta allt saman, það birtast ýmis mó- ment. Maður setur þetta allt í samhengi og maður verður bara hálfhissa á hvað þetta er mikið af efni sem hefur safnast upp. Það var ýmislegt sem kom mér á óvart þegar ég fór að skoða þessi gömlu lög. Sumum var ég bú- inn að gleyma, í öðrum hlustaði ég á texta sem ég hefði alveg eins geta samið í dag, sem voru samdir fyrir 30-35 árum. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt.“ – Varstu ekki einhvern tímann bara svolítið meyr yfir þessu öllu saman? „Jú … já sko jú, pabbar geta grátið. Það er líklega að fara að koma að því núna sko … Jújú, maður verður hugsi, það er rétt.“ Fannst ég vera að sigra heiminn – Eru einhver tímabil sem þú heldur meira upp á en önnur? „Stærsta tímabilið var náttúrlega með Síð- an skein sól, það tekur upp stóra plássið, og var alltaf jafn skemmtilegt. Þegar ég var í Grafík var ég að byrja í bransanum og var blautur á bak við eyrun, en rosa spenntur fyr- ir öllu og fannst ég vera að sigra heiminn. Já, en svo náttúrulega þegar maður er orðinn þroskaður og fer að fást við öðruvísi stíla og gera sólóefni, þá hefur þetta allt sína vinkla og erfitt að gera upp á milli tímabila.“ – Hefur þig aldrei langað að hætta og gera eitthvað allt annað? „Jújú oft, það kemur alltaf fyrir að maður er alveg búinn að fá nóg. Auðvitað verður þessi næturvinna þreytandi, og þegar fjöl- skyldan og vinir eru saman, er ég alltaf að fara eitthvað annað. En þegar ég er komin á sviðið fyrir framan fullan sal af fólki, þá finn ég orkuna frá fólkinu og nýti mér það óspart. Segðu engum frá því! Svo er auðvitað líka nauðsynlegt að efast. Það er stór þáttur í eðli listamannsins að vera alltaf með þessar spurningar; hvort þetta sé nógu gott og hvort maður eigi eitthvert er- indi. Það er alveg sama hvað maður er búinn að vera lengi að, það er alltaf konflikt á milli efans og sjálfstraustsins, sem þú verður líka að hafa; bullandi trú sjálfum á þér og ákveðið egó. Þetta er viss geðklofi. En þú verður að búa yfir báðum þessum kostum – eða göllum – til þess að halda áfram þennan þrönga veg.“ – Þetta verða stærstu tónleikar lífs þíns. „Já, alla vega þar sem mestu verður til tjaldað, það er ekki spurning. Að setja saman svona prógramm þar sem maður er að fara í gegnum lífsferilinn í lögum, það gerir maður ekki oft. Þetta verður tilfinningaþrungið.“ – Hvaða tilfinningar bærast með þér? Smá kvíði eða bara tilhlökkun? „Ég hlakka rosalega mikið til, þetta verður æðislegt. Mikið „show“ og þetta eru svo mikl- ir fagmenn alls staðar í kringum mig; þeir sem eru að byggja sviðið og búa til sýn- inguna, hljóðfæraleikararnir og söngvararnir eru allt 100% toppfagfólk. Þannig að ég verð bara eins og kampavínstappi sem skoppar of- an á öldunum og reyni að brosa framan í fólk- ið.“ Goðsögnin Helgi Björnsson lætur hvergi staðar numið. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson „Hólý B hefur gert ýmislegt“ Helgi Björnsson hefur ekki farið framhjá neinum á Íslandi á sínum fjölbreytta ferli sem tónlistarmaður og leikari. Hann segist yfirleitt hugsa meira fram á við heldur en aftur á bak, og bakkar það upp með að gefa út nýja plötu með nýju efni um leið og hann heldur stórtónleika þar sem hann fer í gegnum lífsferilinn í lögum. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is ’Það er alveg sama hvað mað-ur er búinn að vera lengi að,það er alltaf konflikt á milli efansog sjálfstraustsins, sem þú verð- ur líka að hafa; bullandi trú sjálfum á þér og ákveðið egó. Þetta er viss geðklofi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.