Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 N Ý R & K R A F T M E IR I Vinsælasti bíllinn á Íslandi hefur nú fengið skarpara útlit, meiri íburð, lengri drægni, meira afl, aukið akstursöryggi og margt fleira. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum *Miðað við fulla hleðslu og fullan tank við bestu aðstæður. Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Fullkominn samleikur raf- og bensínorkunnar skilar þér sönnu akstursfrelsi og háþróaðar tæknilausnir færa þér allt að 600 km heildardrægni*með lágmarkseyðslu allt niður í 2.0 l/100 km (Skv. WLTP viðurkendri mælingu). Virkjaðu það besta úr báðum heimum. Verð frá 4.690.000KR. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Öðru hvoru berast fyrirspurnir og jafnvel umsóknir um eldi á framandi tegundum í sjó eða vatni hér á landi. Nokkrar slíkar tegundir eru í eldi sem hefur gengið vel og má nefna senegalflúru, en synjað hefur ver- ið um leyfi fyrir nokkrum tegund- um. „Það er óhætt að segja að fólki hefur dottið ýmislegt í hug í gegnum árin og áratugina og sumum hefur orðið vel ágengt,“ segir Gísli Jóns- son, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, um innflutning á krabbadýrum, lindýrum og fiskum. Af tegundum sem teljast fram- andi hérlendis og leyfi hefur fengist til að flytja inn síðustu ár nefnir Gísli styrju, senegalflúru, sæeyra og ostrur. Þessar tegundir eru allar í eldi eða ræktun, sem lofar góðu. Til- raunaeldi á tilapiu var hætt vorið 2016, en seiði voru fyrst flutt inn frá Kanada vorið 2008 og þau alin að Fellsmúla í Landsveit. Þá hefur til- raun með evrópuhumar fjarað út og er nú lokið að sögn Gísla. Sú tilraun sýndi að tegundin væri ekki fýsileg til eldis hér. Risarækjan spennandi Af öðrum tegundum sem leyft hefur verið að flytja inn á síðustu ár- um má nefna sæbjúgu frá Japan, barra frá Frakklandi, hrogn sand- hverfu frá Frakklandi, hrogn lúðu frá Kanada, beitukóng til tilrauna og kyrrahafshvítrækju frá Banda- ríkjunum til fóðurtilrauna á vegum Matís, að ógleymdri risarækju sem flutt var inn frá Svíþjóð og Nýja- Sjálandi í kringum aldamót. Því eldi var hætt, en Gísli segir að sú tilraun hafi á margan hátt verið spennandi. Þessu til viðbótar má nefna reglu- legan innflutning frá haustinu 2007 á sótthreinsuðum hrognum regn- bogasilungs frá Danmörku. Síðustu þrjú árin hefur verulega dregið úr þeim innflutningi, en helstu fyrir- tæki í greininni tóku ákvörðun um að færa sig yfir í laxeldi sem skýrir stöðuna, segir í ársskýrslu fisk- sjúkdómalæknis fyrir árið 2017, sem í þessari samantekt er að nokkru stuðst við. Innflutning á hrognum regnboga má rekja allt aftur til árs- ins 1951 þegar hrogn voru fyrst flutt inn frá Danmörku. Um 500 tonn af senegalflúru Svo staldrað sé við nokkrar fram- andi tegundir sem eru í eldi þá var senegalflúra í fyrsta sinn flutt hing- að til lands frá Spáni í tilraunaskyni á vegum Stolt Sea Farm á Reykja- nesi 2013. Seiðin koma frá móður- stöð Stolt Sea í Cervo á Norðvestur- Spáni. Fyrstu framleiðslunni var slátrað 2015. Í eldisstöð fyrirtækisins við orkuver HS Orku á Reykjanesi er áætlað að framleidd verði um 500 tonn í ár og er fiskurinn að mestu fluttur út með flugi. Helstu mark- aðssvæði eru Spánn og Bretland, en einnig Frakkland, Ítalía og Banda- ríkin. Nú starfa um tuttugu manns hjá fyrirtækinu. Á Reykjanesi hófst tilraun með eldi á styrju á vegum Stolt Sea Farm í árslok 2014. Tilgangurinn er að kanna möguleika á að koma á fót kavíarframleiðslu en styrjuhrogn eru mjög verðmæt. Slík framleiðsla er tímafrek og krefst þolinmæði því sex til átta ár tekur að ala seiði fram til kynþroska. Frá 2015 hefur styrjan verið alin í 17-18 gráða heitum söltum sjó með góðum árangri, en kavíar úr styrju alinni í sjó er verðmætari en úr ferskvatnsfiski. Styrjan hefur dafn- að vel og þeir allra stærstu af um 200 fiskum eru orðnir um og yfir 30 kíló að þyngd. Græn sæeyru hafa vinninginn Tilraunir með eldi á sæeyrum hóf- ust 1988. Græn sæeyru virðast hafa vinninginn af nokkrum tegundum og hafa þau tólf sinnum verið flutt inn frá 1996. Á síðasta ári voru græn sæeyru flutt inn í þrígang frá Japan og Írlandi á vegum fyrirtækisins Sæbýlis, 285 stykki frá Írlandi og 450 frá Japan. Dýrin verða alin á Eyrarbakka sem framtíðar kyn- bóta- og undaneldisdýr og er ætlað að styrkja erfðagrunn tegund- arinnar. Ostrur til áframræktunar voru í fyrra fluttar til Íslands fimmta árið í röð. Það er fyrirtækið Víkurskel ehf. á Húsavík sem hefur fengið endur- tekna heimild til innflutnings á ung- viði risaostru frá eldisstöð á Norður- Spáni. Fyrsta innflutningsleyfið var veitt 2013 eftir að hafa farið í gegn- um mikið umsagnarferli opinberra stofnana, nefnda og umsagnaraðila. Gísli segir að ekki hafi verið talinn meinbugur á þessum innflutningi og sú skoðun hafi heyrst að þetta gæti ekki gengið upp í köldum sjónum svo norðarlega. Á daginn hafi hins vegar komið að ræktunin hafi geng- ið þokkalega, en vaxtartími sé óneitanlega langur. Alls komu í fyrrahaust 500.000 ostrur til Húsavíkur og ný ostru- kynslóð kom þangað á dögunum. Fyrstu íslensku ostrurnar úr Skjálf- anda hafa verið til sölu á veitinga- stað í Reykjavík undanfarið. Synjað um eldi á Löngufjörum Nokkrum árum síðar fékk fyrir- tækið Fjarðarskel heimild til að rækta ostrur í Hvalfirði, en mun ekki hafa nýtt sér leyfið. Fyrirtækið Litla-Hraun hafði einnig áhuga á ostrurækt og sótti um leyfi í byrjun árs 2017 vegna áframræktunar við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Þeirri umsókn var hins vegar hafnað og segir Gísli að ýmsir samverkandi þættir hafi verið þar að baki. Í fyrsta lagi sé hitastig verulega hærra heldur en í Skjálfanda og því hafi verið taldar meiri líkur á að um- rædd tegund, Crassotrea gigas, og er skilgreind sem ágeng, gæti breitt úr sér. Einnig að þrílitna ostrur teg- undarinnar séu ekki fullkomlega ófrjóar. Þá nefnir Gísli að breytingar hafi verið gerðar á lögum um náttúru- vernd í lok árs 2015. Inn hafi komið nýtt ákvæði sem segi að allur inn- flutningur framandi lífvera skuli háður samþykki Umhverfisstofn- unar, sem jafnfram skuli leita um- sagnar sérfræðinganefndar. Sú nefnd hafi hafnað þessum áformum um innflutning á einni milljón ostra á ári til þriggja ára. Í úrskurði Um- hverfisstofnunar segir m.a. að óheimilt sé að veita leyfi til innflutn- ings ef ástæða er til að ætla að inn- flutningurinn ógni eða hafi veruleg áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Auk áframræktunar á ostrum á Löngufjörum hefur ýmsum öðrum tegundum verið hafnað á síðustu ár- um og má þar nefna kóngakrabba, hlýrahrogn, glerál og leturhumar. Myndarlegar Í eldisstöðinni á Reykjanesi braggast styrjurnar vel og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Styrjurnar spjara sig vel á Reykjanesi  Góður árangur í eldi nokkurra teg- unda sem skilgreindar eru sem framandi Sæeyra Tilraunir hafa verið gerðar með þrjár tegundir á Eyrarbakka, en græn sæeyru hafa staðið sig best. Gísli Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.