Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 ✝ Eyjólfur ÞórSæmundsson, forstjóri Vinnueft- irlits ríkisins, fædd- ist í Hafnarfirði 28. september 1950. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 5. október 2018. Foreldrar hans voru Hrefna Eyj- ólfsdóttir banka- starfsmaður, f. 16. nóvember 1928, d. 27. desember 1993, og Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, f. 30. októ- ber 1926, d. 19. janúar 2015. Systkini Eyjólfs eru: Gunnar Hörður tæknifræðingur, fæddur 28. nóvember 1956, maki Sigríð- ur Björg Stefánsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili, f. 19. janúar 1956. Synir þeirra eru Stefán og Hörður, þau eiga tvö barnabörn. Sæmundur verkfræðingur, f. 7. janúar 1961, d. 7. júní 2002. Þórey Ósk kennari, f. 27. september 1971, börn hennar eru Hrefna Sig- urborg, Karl Sæmundur og Helga Sóley. Hálfsystir Eyjólfs er Dianna Boden, f. 17. sept- ember 1950, börn hennar eru Lisa og Chris. Þau búa í Banda- ríkjunum. Eyjólfur kvæntist Gerði Sól- eftir varð Eyjólfur svo forstjóri Vinnueftirlits ríkisins og gegndi því starfi til dánardægurs. Einn- ig var hann stundakennari í um- hverfis- og vinnuvistfræði við HÍ og Tækniskóla Íslands frá 1979. Hann skrifaði einnig kennslu- bókina „Vinnuvistfræði“. Hann var varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Hafn- arfirði frá 1982. Formaður Al- þýðuflokks Hafnarfjarðar 1978 til 1987. Í heilbrigðisráði Hafn- arfjarðar 1978 til 1986 og for- maður 1986 til 1990. Hann gegndi stöðu stjórnarformanns Heilsugæslu Hafnarfjarðar 1987 til 1990 og í stjórn frá 1990. Hann tók þátt í stofnun Sam- fylkingarinnar og var fyrsti gjaldkeri hennar í fimm ár. Hann var bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði 2008 til 2014. Hann sat í hafnarstjórn Hafnarfjarðar í 20 ár og lengst af sem formaður. Einnig var hann formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar 2010 til 2014. Hann var virkur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, var forseti í eitt ár og gegndi einnig öðrum emb- ættum í klúbbnum. Eyjólfur átti fjölmörg áhuga- mál og var m.a. mikill útivist- armaður, áhugaljósmyndari og naut þess að stunda garðrækt. Hann var einnig mikill tónlistar- og ljóðaunnandi. Eyjólfur lést eftir baráttu við ristilkrabbamein hinn 5. októ- ber sl. Útför hans fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 17. októ- ber 2018, klukkan 13. veigu Sigurð- ardóttur kennara, f. 14. júlí 1949, hinn 29. júlí 1972. For- eldrar hennar voru Helga Jónsdóttir húsmóðir og starfs- maður á sauma- stofu, f. 1. nóvem- ber 1920, d. 5. febrúar 2017, og Sigurður Axel Skarphéðinsson vélgæslumaður, f. 19. september 1906, d. 7. apríl 1996. Börn þeirra eru: 1) Helga öldrunar- læknir, f. 18. ágúst 1973. Henn- ar maður er Þorgeir Gestsson taugalæknir, f. 21. júní 1978. Börn þeirra eru Eyjólfur Logi, f. 2. apríl 2005, Gestur, f. 9. júní 2007, og Hekla, f. 17. desember 2012. 2) Baldur Þór bifreiða- stjóri, f. 31. maí 1978. Eyjólfur lauk stúdentsprófi frá MR 1970. Verkfræðiprófi frá HÍ og NTH í Þrándheimi 1974. Hann lauk MBA-námi frá HÍ ár- ið 2007. Einnig lauk hann fjöl- mörgum námskeiðum og starfs- þjálfun á sviði umhverfis- og öryggismála og vinnuverndar. Árið 1975 hóf Eyjólfur störf sem deildarverkfræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins og tók svo árið 1980 við embætti Öryggismálastjóra ríkisins. Árið Kæri Eyjólfur. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um sautján árum á heimili ykkar Gerðar í Hafnarfirði. Dóttir ykkar taldi þá orðið tímabært að við skyldum öll hitt- ast. Ég man að þú vildir segja mér frá síðustu ferð þinni upp á hálendið, enda voru slíkar ferðir þitt áhugamál. Ég hafði fram að því talið mig viðræðuhæfan um landafræði og var því fullur bjart- sýni í upphafi en það syrti fljótt í álinn enda þuldir þú upp mikinn fjölda örnefna sem ég kunni eng- in deili á. Ég reyndi að láta líta út fyrir að ég hefði einhvern skilning á umræðuefninu en það hefði satt að segja verið mjög vel þegið ef þú hefðir getað hent inn Esjunni eða Vatnajökli í þessa upptaln- ingu. Þótt mér yrði ekki auðið á samferðatíma okkar að bæta miklu í reynslubankann um há- lendi Íslands þá varð mér síðar ljóst að við áttum ýmis önnur áhugamál sameiginleg sem við gátum rætt um löngum stundum. Ég kynntist vel þínum aðalein- kennum sem voru mikil fróðleiks- fýsn, mörg áhugamál og ekki síst óvenjulega mikil atorkusemi til að geta sinnt þessum áhugamál- um vel. Lýsandi fyrir þig var fé- lagslyndið og vilji til að láta gott af þér leiða. Öll þín félagsstörf og stjórnmálastörf eru að sjálfsögðu til vitnis um það. Síðustu ár hafið þið hjónin til dæmis tekið við skiptinemum frá heimsálfunum vestanhafs sem hafa notið góðs af þessum eiginleikum þínum. Þú lagðir einnig kapp á að rækta góð tengsl við fjölskyldumeðlimi þrátt fyrir að miklar fjarlægðir skildu að. Harmur þinna nánustu er mik- ill á þessum tímamótum og þín verður sárt saknað af barnabörn- um þínum. Þið höfðuð varið mikl- um tíma saman, þú hafðir tekið þau með í ferðir þínar hvort sem það var á íslensk fjöll eða til ann- arra landa. Þegar þú sagðir þeim frá veikindum þínum sótti sú fjögurra ára mikilvægasta stein- inn í safninu sínu og lagði á kvið þér til að reyna að lækna þig. Þrátt fyrir eindreginn vilja henn- ar og vonir allra sem þekktu þig reyndist lækning ekki möguleg. Við erum skilin eftir með tóma- rúm í hjörtum okkar. Það tóma- rúm verður ekki fyllt. Verkefnið okkar verður að halda minningu þinni á lofti og þín góðu gildi í heiðri. Hvíldu í friði, kæri tengdafað- ir. Þorgeir Gestsson. Elsku Eyvi bróðir. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn eftir hetjulega baráttu við krabbameinið. Mér þykir svo vænt um þig. Þú varst fyrirmynd mín að svo mörgu leyti. Þú varst fylginn þér, fróðleiksfús, duglegur og síðast en ekki síst kærleiksríkur bróðir. Ég á eftir að sakna símtalanna frá þér, matarboðanna og þess að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Hvíl friði elsku bróðir. Kær kveðja, þín systir Þórey. Mig langar að minnast bróður míns, Eyjólfs Þórs Sæmundsson- ar. Eyvi eins og hann var alltaf kallaður var elstur af okkur al- systkinunum en faðir okkar átti fyrir dóttur sem var ættleidd og hefur lengst af búið í Ameríku. Eyvi var sex árum eldri en ég. Æskuminningarnar eru sterkar og hafa komið aftur og aftur upp í hugann núna síðustu vikurnar þar sem ég deildi tíma með Eyva daglega. Eyvi var alla tíð mjög duglegur og einstaklega fróð- leiksfús. Tileinkuðum fróðleik deildi hann með öðrum og ekki síst mér. Eitt var einkennandi fyrir Eyva að hann leyfði manni alltaf að vera með, ég fékk að fara í bíó með honum og vinum hans, við vorum mikið saman að veiða, hann vildi hafa mann með sér í því sem hann var að gera. Eyvi var afburða námsmaður og setti þess vegna há viðmið á heimilinu varðandi nám. Það var stundum erfitt að fylgja því eftir og oft leit- aði ég til hans varðandi mitt nám og alltaf var hann tilbúinn til þess að aðstoða mig. Auk þess að vera góður námsmaður var hann af- burða verkmaður og hafði mikið verksvit. Ég man vel eftir því þegar við smíðuðum krók undir Volvo-bíl sem hann hafði keypt í Noregi og flutt heim eftir nám. Á þessum tíma var ég að læra vél- virkjun í Vélsmiðju Hafnarfjarð- ar og við smíðuðum krókinn þar. Ég var með einhverja hugmynd að því hvernig ætti að standa að verki og hann hlustaði á mig og kom síðan með þá tillögu að gera „skapalón“ að festipunktum króksins við grind bílsins þannig að hægt væri að smíða krókinn milli þessara punkta. Þessi smíði tókst vel og Eyvi átti þennan bíl í tuttugu ár, síðan gaf hann mér bílinn og ég notaði hann í tvö ár. Þessi dugnaður og útsjónarsemi Eyva einkenndu öll hans störf. Hann var fyrsti forstjóri Vinnu- eftirlitsins. Hann unni vinnu- verndarmálum og hafði yfirgrips- mikla þekkingu á þeim málum og vissi nákvæmlega hvar við stönd- um í samanburði við aðrar vest- rænar þjóðir og einsetti sér að ná árangri í vinnuvernd. Áður en Eyvi byrjaði hjá Öryggiseftir- litnu, sem varð seinna Vinnueft- irlitið, var hann að skoða mengun frá stóriðju, meðal annars meng- un frá Álverinu í Straumsvík. Það var tekist á um þessi mál opin- berlega og einkennandi fyrir málflutning Eyva var að hann hafði kynnt sér málið ofan í kjöl- inn og flutti sterk rök fyrir máli sínu. Eyvi sá einnig um að skrifa reglur fyrir starfsleyfi Kísil- málmverksmiðjunnar á Grundar- tanga, ég man að hann var stoltur af þeirri vinnu og taldi vel hafa tekist til. Til að geta unnið að þessum málum aflaði hann sér þekkingar á rekstri verksmiðja af þessu tagi um allan heim. Eyvi naut þess að vera með fjölskyldu sinni og fylgdist vel með okkur systkinum sínum og börnum okk- ar og barnabörnum. Hann rækt- aði einnig samband við hálfsystur okkar, Dianna, í Ameríku og heimsótti hana reglulega. Fráfall Eyva er mikið áfall fyrir alla sem þekktu hann en sennilega mest fyrir barnabörn hans, Eyva, Gest og Heklu. Gerði, Baldri, Helgu og Þorgeiri og börnum þeirra votta ég innilegustu samúð mína. Gunnar Hörður. Elskulegur mágur minn Eyj- ólfur Sæmundsson kvaddi þetta líf hinn 5. október sl. Við erum dofin, þetta var svo brátt en samt ekki, við erum víst aldrei tilbúin. Eyvi barðist hetjulega en varð að láta í minni pokann. Eftir standa minningarnar um góðan mann. Fastur liður var að mæta á annan í jólum til Lillu og Eyva. Við sátum yfir kræsingun- um og Eyvi gaukaði að litlu vin- konu sinni Birtu af kalkúninum, já Birta vissi alltaf hvar hún ætti að tylla sér. Tíminn flaug áfram þessi kvöld yfir spjalli, vísnalestri og skemmtisögum. Eyvi var haf- sjór af fróðleik, sama hvort um var að ræða dægurmál, vísur og kvæði eða stjórnmál, umræðurn- ar gátu orðið ansi fjörugar sér- staklega um stjórnmálin, þar var hann í essinu sínu. Eftir að við fórum að ferðast með þeim hjónum um landið kom í ljós þekking hans á landinu ég held að það sé ekki til sá staður eða þúfa á Íslandi sem hann ekki þekkti og skemmtilegar sögur með. Við eigum svo góðar minning- ar úr þessum ferðum. Síðasta ferðalagið var í sumar norður í Kelduhverfi. Þá voru barnabörnin þeirra, þeir Eyvi og Gestur, með okkur. Hann fór á hverjum degi með þá í ferðir til þess að sýna þeim æskustöðvar okkar systra. Þar þekkti hann og hefur skoðað allt það dásamlega svæði. Þarna var hann orðinn mjög lasinn en þrautseigjan var slík að ekkert var gefið eftir. Gekk dag eftir dag langar leiðir upp og nið- ur kletta með strákana til þess að þeir fengju nú örugglega að kynnast öllu. Hann talaði oft um Ingveldarstaðaþrjóskuna í okkur systrum en ég held svei mér að hann hafi haft eitthvað af henni. Við Hansi þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir á öllum þessum árum sem við höf- um átt samleið. Elsku systir, Helga, Baldur, Geiri, Eyvi, Gestur og Hekla. Guð gefi ykkur styrk í þessum mikla missi. Hjördís og Hans. Það var reisn yfir Eyjólfi þeg- ar hann sagði mér frá veikindum sínum og því verkefni sem beið hans. Hann var eins og ég þekkti hann bjartsýnn, með baráttuvilj- ann að vopni, ákveðinn í að sigra. Ég tók heilshugar undir með honum, sannfærð um að það sem fram undan væri færi á besta veg fyrir hann. Sameiginlegt áhugamál og metnaður okkar Eyjólfs stóð til þess að sjá hag Hafnarfjarðar- og Straumsvíkurhafna sem stórra löndunar- og flutningshafna sem best borgið. Til að sinna því sát- um við í hafnarstjórn um árabil og sinntum bæði formennsku á miklum framkvæmdatímum. Það urðu framfarir og breyt- ingar á báta- og skipaumferð á þeim 12 ára tíma sem við unnum saman sem kölluðu á auknar kröfur til þjónustu hafna og bætta aðstöðu m.a. fyrir stækk- andi skipaflota. Landfyllingin utan Suður- garðs var mikið átaksverkefni, samhliða uppbyggingu Austur- bakkans í Straumsvík. Það var því mikil vinna á hafnarstjórn og vorum við Eyjólfur ekki alltaf á sama máli en fleygðum þeirri orðræðu frá okkur fyrir margt löngu. Með nýju landi og hafnarbökk- um jókst þjónustan, Hafnarfjarð- arhöfn til frekari farsældar. Eyjólfur Sæmundsson lagði sitt þar vel af mörkum, sinnti störfum formanns hafnarstjórn- ar með miklum sóma. Það er með þakklæti sem ég minnist liðinna tíma sem í senn voru gefandi og góðir. Elsku Gerður og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu samúð vegna andláts Eyjólfs. Minnist hans með virðingu og hlýju. Valgerður Sigurðardóttir. Nú lýkur sumri og haustið hef- ur tekið yfir, eins er það með líf vinar okkar Eyjólfs Þórs Sæ- mundssonar, hinu jarðneska lífi hans er lokið. Hann hafði glímt við erfið veikindi en hefur nú fengið lausn frá sínum jarðnesku þjáningum. Fyrir um aldarfjórðungi stofn- uðum við nokkur hjón matar- klúbb. Við þekktumst mismun- andi mikið fyrir þann tíma en fljótt myndaðist vinátta í hópn- um. Við vorum um margt ólík og með mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum eins og gengur í hinu daglega lífi, en allt- af var skeggrætt um málefni líð- andi stundar. Þótt umræður væru jafnan ánægjulegar var aðaltilgangur félagsskaparins að hittast yfir góðum mat og eðalvínum, einnig að hafa gaman af samvistum sem og veitingum. Eyjólfur var mikill áhugamað- ur um veiðar og fengum við að njóta afraksturs veiða þeirra feðga eftir haustveiðarnar, t.d. gæsa og hreindýra. Eyjólfur var fagurkeri sem kunni gott að meta. Hann hafði einnig gott eyra fyrir bundnu máli sem óbundnu og brá gjarnan fyrir sig hendingum og sótti þá oft innblástur til ættingja Gerðar konu sinnar norður í Kelduhverfi sem hann hafði miklar mætur á. Eyjólfur og Gerður höfðu yndi af ferðalögum og þau ferðuðust víða um Ísland á sumrin. Mun vandfundinn sá staður sem þau höfðu ekki heimsótt. Hann var vel lesinn, naut þess að kynna sér þá staði og byggðir sem þau fóru um og oft gat verið gaman að heyra hann segja frá staðháttum og fólki sem hann hafði hitt eða heyrt af. Eyjólfur var nákvæmnismað- ur; vildi hafa allt í röð og reglu, sem kom sé vel í starfi hans sem var að veita Vinnueftirliti ríkisins forstöðu. Á þessum haustnóttum sökn- um við góðs vinar og félaga og litli klúbburinn okkar verður ekki samur. Af skýi niður dís í daginn stígur. Með gát hún strýkur gerði hvert og baðm: Í dag er kvaddur drengur góður héðan, og vertu hljóður vindur, rétt á meðan innsiglað duft míns dána vinar hnígur við angan heyja frjórri mold í faðm. (Þorsteinn frá Hamri) Stella María og Friðgeir, Þorbjörg og Sigtryggur Rósmar. Fráfall Eyjólfs heggur mikið skarð í vinahópinn, sem hefur haldið dyggilega saman allt frá námsdvöl okkar í Þrándheimi í byrjun áttunda áratugarins. Eyjólfur og Gerður komu til Þrándheims í Noregi haustið 1972, þar sem hann hóf seinni- hlutanám í efnaverkfræði við NTH. Þau féllu strax vel inn í hóp Íslendinga sem voru að koma til náms og þeirra sem voru fyrir. Íslendingahópurinn í Þránd- heimi átti margar góðar stundir saman, ekki síst konurnar, sem hafa haldið saumaklúbb allt frá þeim tíma. Á þessum tíma kom- um við námsmennirnir og fjöl- skyldur upp félagsheimili, sem nefndist Ísakot. Þar hittust Ís- lendingarnir við hin ýmsu tæki- færi og tók Eyjólfur virkan þátt í uppbyggingu og starfseminni í Ísakoti. Þegar heim var komið hófst lífsbaráttan í leik og starfi og við barnauppeldi. Eyjólfur starfaði mestan hlutann af starfsævinni hjá Vinnueftirliti ríkisins, og var forstöðumaður stofnunarinnar. Hann starfaði af miklum krafti og einlægum áhuga að öryggismál- um á landinu og var vakinn og sofinn í starfi sínu fyrir bættu ör- yggi. Eyjólfur var góður vinur vina sinna og hjálpsamur maður. Saumaklúbburinn góði hittist reglulega og erum við karlarnir hafðir með við ýmsar hátíðlegar uppákomur. Stofnað er til ár- legra ferða um óbyggðir landsins. Við hittumst á gamlársdag um hádegi og gerum okkur glaðan dag, þar til hver heldur til síns heima til kvöldverðar með sinni fjölskyldu. Haldnar eru grillveisl- ur á miðju sumri og ýmsir við- burðir eru á aðventunni. Þar á meðal höfum við farið utan og hinir fjölbreyttustu veitingastað- ir heimsóttir hér heima. Ferðirnar um óbyggðir Ís- lands hafa verið margar og ógleymanlegar. Eyjólfur tók virkan þátt í undirbúningi ferð- anna og nutum við þess hvað hann var einstaklega fróður og vel lesinn um landið, menn og málefni. Í ferðunum var glatt á hjalla og við nutum vel kímni hans og rökfestu í líflegum um- ræðum. Eyjólfur lét hvergi deig- an síga eftir að hinn illvígi sjúk- dómur hóf að herja á heilsu hans. Hann var samur við sig með dugnaðinn og æðruleysið og tók af fullum krafti þátt í ferð okkar síðastliðinn júlí, þótt greinilega mætti sjá að hann var sárkvalinn. Við söknum sárt góðs dreng- skaparmanns og vinar, sem nú hefur öðlast frið. Elsku Gerður, Helga, Baldur og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að vera með ykkur. Haukur og Magnea, Stella og Friðgeir, Anna og Sig- urjón, Björgvin og Elín, Margrét, Helgi og Inga, Sigurður og Emilia. Fréttin um andlát Eyjólfs kom og okkur setti hljóð þó að við viss- um að hverju stefndi. Minning- arnar streyma fram um þennan sterka og mikla persónuleika sem ávallt var fremstur meðal jafningja. Þau hjónin Gerður og Eyjólfur voru vinir okkar en við kynntumst eftir að Inghildur fór að vinna hjá Vinnueftirlitinu fyrir 20 árum. Hinar árlegu ferðir með starfsmönnum Vinnueftirlitsins eða „Öræfaklúbbnum“ um há- lendi Íslands voru ákaflega skemmtilegar og það kom strax í ljós að Eyjólfur þekkti hverja þúfu þar uppi og kunni auk þess Eyjólfur Þór Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.