Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 36
Fljúgðu til Akureyrar á Kabarett Menningarfélag Akureyrar og Air Iceland Connect kynna Kabarett í Samkomuhúsinu. Bókaðu flug norður á Kabarett. airicelandconnect.is Tríó gítarleikarans Gunnars Hilm- arssonar leikur á Múlanum á Björtu- loftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Tríóið spilar „swing“ tónlist fyrir tvo gítara og kontrabassa. Innblástur að hljómgrunninum er fenginn frá gít- arleikaranum Django Reinhardt. Sveitina skipa auk Gunnars þeir Jó- hann Guðmundsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Tríó Gunnars Hilmars- sonar á Múlanum MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR varð í gær ólympíumeistari ung- menna í 200 metra hlaupi í Buenos Aires í Argentínu. Guðbjörg Jóna kórónaði þar með frábært keppnis- tímabil sitt en í sumar varð hún Evrópumeistari 17 ára og yngri í 100 metra hlaupi og vann brons- verðlaun í 200 metra hlaupi á sama móti. »1 Með ólympíugull frá Buenos Aires ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Gunnar Valgeirsson, NBA- körfuboltasérfræðingur Morgun- blaðsins, rýnir í stöðu mála í NBA-deildinni en keppnistímabilið í deildinni hófst í Bandaríkjunum í nótt. Fróðlegt verður að sjá hvernig stórstjörnunni LeBron James reiðir af með sínu nýja liði Los Angeles Lakers og hvort Golden State Warriors haldi sigurgöngu sinni áfram en lið- ið hef- ur fagnað NBA- meistaratitl- inum síðustu tvö árin. »4 Heldur sigurganga Golden State áfram? Guðni Einarsson gudni@mbl.is Auðnutittlingur, sem Sverrir Thor- stensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. „Þetta er fyrsta erlenda endur- heimtan á auðnutittlingi merktum á Íslandi,“ sagði Guðmundur A. Guð- mundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og for- maður fuglamerkingaráðs. Alls hafa verið merktir 29.599 auðnutittlingar frá því að fuglamerkingar hófust hér árið 1921 til síðustu áramóta. Átak í merkingu auðnutittlinga hófst 2014 og voru merktir 8.784 auðnutitt- lingar í fyrra. Auðnutittlingar hafa margir vetursetu hér. Guðmundur sagði vit- að að grænlenskir auðnutittlingar og hrímtittlingar færu um Ísland vor og haust á leið sinni til og frá löndum sunnar í álfunni. Mögulega gæti fuglinn sem var merktur á Akureyri hafa komið frá Grænlandi. Guð- mundur sagði að á liðnu vori hefði veiðst auðnutittlingur í Skagen sem merktur var í Kína. Mikið hefur komið hingað undanfarið af fágætum flækings- fuglum. Guðmundur segir að fyrst hafi komið amerískir flækingar og svo austrænir. Skýringin á því séu lægðir sem bera fuglana til landsins. „Yfirleitt koma flækingsfuglar hingað á haustin,“ sagði Guð- mundur. „Það eru oft ungir og óreyndir fuglar sem lenda í ein- hverjum hrakningum í farfluginu.“ Gerð er grein fyrir komum flækingsfugla á síðunum Birding Iceland og Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Facebook. Það sem af er október hafa eftirtaldar fuglategundir sést hér á landi, sam- kvæmt síðunum: Rákaskríkja var í Flóanum, þrír norðuramerískir græningjar m.a. í Reykjavík, kan- adagæs í Grindavík og hnoðrasöngv- ari í Fljótum. Glitbrúsi hélt sig á Víkingavatni. Moldþröstur var fang- aður á Höfn 5. október og var það í 7. sinn sem tegundin var skráð hér. Vestræn korpönd var í Keflavík og netlusöngvari á Raufarhöfn. Grá- hegri var á Melrakkasléttu 8. októ- ber. Regngaukur fannst dauður í Fáskrúðsfirði og var það í þriðja sinn sem tegundin fannst hér. Dul- þröstur frá Norður-Ameríku sást í Flóanum og var það 13. fundur teg- undarinnar hér. Elrisöngvari sást á Höfn og var það í 13. skipti á Íslandi. Einnig sást þar gransöngvari. Daginn eftir sást skógtittlingur á Höfn og var það í annað skipti sem tegundin sást hér á landi. Einnig voru að minnsta kosti 34 hnoðrasöngvarar í Lóni. Fágætur lensusöngvari sást í Nesjum og var það í annað skipti sem tegundin fannst hér á landi. Þá sást einnig skógtittlingur á Höfn. Dvalsöngvari sást í Suðursveit og var það í annað skipti sem sú tegund hafði fundist hér á landi. Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen  Flækingsfuglar hafa streymt til landsins undanfarið Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Dvalsöngvari Fannst nýlega á Höfn í annað skiptið á landinu en tegundin fannst hér fyrst árið 2004 í Lóni. Morgunblaðið/Ómar Auðnutittlingur Fugl merktur á Akureyri endur- heimtist nýlega í Skagen í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.