Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Styrmir Gunnarsson fjallar umborgarmálin: „Það fer ekki lengur á milli mála að það ríkir stjórnleysi í ráðhúsinu við Tjörnina.    Það sýnir endurbygging gamalsbragga. Það sýna viðhalds- framkvæmdir á vegum Félags- bústaða og það sýnir kostnaður við Mathöll á Hlemmi.    Raunar mætti nefna eitt mál enn.Hvernig stendur á því að borg- in sinnti ekki ítrekuðum ábend- ingum Vinnueftirlits um úrbætur á leikskóla, lét úrslitakosti þeirrar stofnunar, sem vind um eyru þjóta og kallaði yfir sig dagsektir!    Þetta mál er líklegt til að hafapólitískar afleiðingar, þótt ekki sé ljóst á þessari stundu hverjar þær verða.    Það verður athyglisvert að fylgj-ast með viðbrögðum samstarfs- flokka Samfylkingar í meirihluta borgarstjórnar.    Ákveða þeir allir að taka á sigábyrgð á þessum vinnubrögð- um?    Verður bakland þeirra flokkasátt við það?    Það má búast við spennu á fund-um borgarstjórnar á næstu vik- um og mánuðum.“    Þetta er einmitt stóra spurningin í dag: Hvað gera samstarfslokkar Samfylkingarinnar? Hvað gera sam- starfsflokkarnir? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þátt- ur mikilvægari,“ segir Sigurður Konráðsson, for- maður manna- nafnanefndar. Í athugasemd við frumvarp til nýrra laga um mannanöfn segir Sigurður að frum- varpið sé „örstutt en einn glundroði“. Hann segir að á undanförnum árum hafi Alþingi sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að ís- lenskt mál verði enn um sinn þjóð- tunga Íslendinga. Því telur hann að þingmenn ættu að gefa því gaum að mannanöfn séu hluti af íslensku mál- kerfi, þau styrki merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk velti fyrir sér merkingu eigin nafns og annarra auk þess sem mannanöfn gegni viða- miklu hlutverki í bókmenntum þjóð- arinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Sigurður, sem er prófessor í íslenskri málfræði, telur að hætta sé á að þetta glatist verði umrædd lög að veruleika. Eins og fram hefur komið fela nýju lögin það í sér að mannanafnanefnd verður lögð niður, nái þau fram að ganga. „Lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti ornbg& b ^ i^ o B o eða börnin Q og e=mc2,“ segir í athuga- semd Sigurðar. Frumvarpið „einn glundroði“  Formaður mannanafnanefndar ósáttur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Börn Ný lög um mannanöfn eru til umræðu á Alþingi þessi dægrin. Sigurður Konráðsson „Nefndin er ráðherra til ráðgjafar. Hún getur sent okkur þau málefni sem hún telur að eigi erindi til okkar og beðið um álit,“ segir Rán Tryggva- dóttir, formaður höfundarréttar- nefndar. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að hún teldi við hæfi að höfundarrétt- arnefnd tæki til umfjöllunar afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á vegg hússins í Síðumúla 20. Eigandi hússins, Eik fasteignafélag, lét klæða veggi þess og huldi þar með verkið. Auk þess var gluggi settur í gegnum verkið. Rétthöfum höfundarréttar var ekki gert viðvart um þetta og þeim gafst því ekki kostur á að skrá verkið eða taka af því mót. Rán segir að ekki hafi borist ósk frá menningarmálaráðherra um að mál þetta verði tekið fyrir hjá nefnd- inni. Hún kveðst þó sjálf munu ræða það á næsta fundi nefndarinnar. „Þetta mál vekur spurningar. Annars vegar um menningararfinn og fegurð borgarinnar og hins vegar eignar- hald. Ég held að það séu því miður ekki ákvæði í höfundalögum um að það eigi að gera höfundi eða erf- ingjum viðvart. Það er kannski eitt- hvað sem þyrfti að íhuga,“ segir Rán. „Ég tel persónulega að þetta sé mikil synd og sýnir að það vantar meiri fræðslu og virðingu fyrir höfundar- rétti.“ hdm@mbl.is Skortur á virðingu fyrir höfundarrétti  Formaður höfundarréttarnefndar hyggst ræða afdrif lágmyndar Sigurjóns Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson Lágmynd Svona leit verkið út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.