Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, æli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla K Veður víða um heim 16.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 alskýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 10 rigning Ósló 8 alskýjað Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 10 skýjað Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 23 heiðskírt Dublin 15 skúrir Glasgow 13 alskýjað London 16 rigning París 23 heiðskírt Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 16 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 21 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjað Róm 21 súld Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað Montreal 5 skýjað New York 11 heiðskírt Chicago 7 heiðskírt  17. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:25 18:02 ÍSAFJÖRÐUR 8:37 18:00 SIGLUFJÖRÐUR 8:20 17:43 DJÚPIVOGUR 7:56 17:30 Á fimmtudag Sunnan 10-15 m/s og víða rigning, einkum suðaustantil, en úrkomulítið norðaust- anlands. Hiti 5-10 stig. Á föstudag Suðvestan 10-15 m/s og skúrir vestantil, en bjartviðri eystra. Vestan- og norðvestanátt og styttir víða upp, en snýst í vaxandi suðaustanátt með vætu suðvest- antil seint í kvöld.Hiti 1 til 10 stig, en mildast við suðausturströndina. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Signý Gunnarsdóttir, fatahönnuður og silkiormabóndi, er nú með til- raunaeldi á silkiormum í bílskúr í Grundarfirði. Hún fékk leyfi til að flytja inn 50.000 silkiormaegg frá silkiræktunarstöð í Búlgaríu. Signý fór þangað til að kynna sér silkirækt og kaupir eggin þaðan. Hún er búin að rækta fimm lotur af silkiormum það sem af er árinu og eru eitt til tvö þúsund ormar í hverri lotu. Signý sagði að silkirækt færi að- allega fram í hlýju loftslagi austur í Asíu og þá helst í Kína, Indlandi og víðar. Í Evrópu er silki ræktað á nokkrum stöðum. Hún telur mögu- legt að stunda hér silkirækt í upp- hituðu húsnæði. Silkiormar éta aðallega mór- berjalauf og gefur Signý þeim tilbúið fóður sem unnið er úr mór- berjalaufi og fleiri efnum. Eggin eru á stærð við sesamfræ og úr þeim klekjast um 2 mm langar lirf- ur. Signý elur þær í útungunar- kassa til að halda réttu hita- og rakastigi. Lirfurnar gera ekkert annað en að éta. Þær ná fullri stærð á um fjórum vikum og eru þá orðnar 8-9 sentimetra langar. Fullvaxin spinnur lirfan um sig púpu úr silkiþræði. Utan um eina púpu geta verið 700-1.300 metrar af silkiþræði. Lengstu þræðirnir eru utan um púpur ræktaðra silki- orma. Signý sagði að áhuginn á silki- ormarækt hefði vaknað út frá námi hennar í fatahönnun og textílgerð. Ætlunin er að kanna hvort hægt sé að finna ódýrt innlent hráefni í fóður handa lirfunum svo grund- völlur sé fyrir stóru silkiormaeldi. Signý hefur m.a. velt fyrir sér að nota þang í lirfufóður. En til hvers ætlar hún að nota silkið? „Það má til dæmis blanda því við íslenska ull og spinna silkiullar- garn og auka þannig úrvalið á ís- lenskum garnmarkaði. Silkið gefur ullinni mýkt. Svo er hægt að nota silki í ýmislegt annað,“ sagði Signý. „Nýsköpun í silkinotkun er mjög mikilvæg og heillandi og um- fangsmikil.“ Mikil þróun er í notk- un silkis í dag og er það meðal annars notað í líftækni til að búa til smágerðar æðar og byggja burðar- virki vefja í líkamanum og eins í lyfjagerð. Signý sagði að silkiormar væru ekki leiðinleg húsdýr. Fiðrildin væru enn skemmtilegri og hænd- ust jafnvel að fólki. „Kvendýrin eru stærri en karldýrin, enda innihalda þau öll eggin. Fiðrildin hugsa að- allega um að finna maka og fjölga sér. Ég reyni að para saman flottustu dýrin,“ sagði Signý. Ljósmynd/Signý Gunnarsdóttir Silkirækt Lirfurnar spinna púpur úr silkiþræði. Fiðrildi fá að skríða úr fallegustu púpunum til að verpa eggjum. Silkiormabóndinn í Grundarfirði  Utan um hverja púpu eru 700-1.300 metrar af silkiþræði Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ríkisskattstjóri afhenti Tekjum.is eintak af skattskrá allra Íslendinga á pappír sem Tekjur.is færðu yfir á raf- rænt form og skiluðu síðan aftur. Þetta kemur fram í svari Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns og tals- mann Tekna.is við fyrirspurn Morg- unblaðsins um hvernig gögnin voru fengin. „Skráin var aðgengileg hjá Ríkisskattstjóra, sem afhenti eintak af henni á pappír sem var svo skilað aftur […] RSK afhenti skrána á papp- ír, en upplýsingar voru færðar yfir á rafrænt form. Gögnin eru þannig eðli- lega fengin,“ segir í svari Vilhjálms. Á vefnum Tekjur.is er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsing- um allra Íslendinga 18 ára og eldri, gegn greiðslu áskriftargjalds, en Viskubrunnur ehf. er rekstraraðili síðunnar. Vilhjálmur vildi ekki gefa upp hversu margir hefðu keypt áskrift að síðunni þegar Morgunblað- ið spurðist fyrir og sagði það vera trúnaðarmál. Ingvar Smári Birgis- son, lögfræðingur og formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, krafð- ist lögbanns á Tekjur.is í vikunni en í samtali við mbl.is telur Vilhjálmur að þeirri kröfu verði hafnað. Fagnað af lykilaðilum í verkalýðshreyfingunni Spurður um almenn viðbrögð segir Vilhjálmur að verkalýðshreyfingin hafi verið meðal þeirra sem hafa fagn- að síðunni. „Viðbrögð almennings hafa almennt verið góð. Umbjóðandi minn hefur fengið fjölda pósta frá fólki sem lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið, en líka frá aðilum sem eru ósáttir. Það var vitað fyrirfram að ekki yrðu allir ánægðir, en það hefur t.d. komið eindreginn stuðningur við verkefnið frá lykilaðilum í verkalýðs- hreyfingunni sem hafa fagnað þessu framtaki.“ Spurður um hvort stendur til að færa nýrri upplýsingar um tekjur Ís- lendinga inn fyrir áskrifendur segir Vilhjálmur að stefnt sé að því. „Um- bjóðandi minn stefnir að því að upp- færa gögnin þegar ný skattskrá verð- ur gefin út. Þó ræðst það væntanlega af viðbrögðunum nú og hvort tekst að standa undir kostnaði við uppsetn- ingu og rekstur vefsíðunnar.“ Skattskrá allra afhent á pappír  Tekjur.is fengu skattskrána frá RSK og færðu sjálf í rafrænt form Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardag- inn var, 13. október. Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals hf., segir að flutningaskipið sigli norðausturleið- ina um Norður-Íshafið sem er mik- ið styttri leið en ef siglt væri suður og austur um Indlandshaf. Þetta sama skip hefur áður flutt afurðir frá Hval hf. þessa leið til Japans. Kristján segir að Japanir ætli að nota alþjóðlegar aðferðir til að rannsaka sýni úr afurðunum. „Við vonum að það haldi og þá er ennþá betra að eiga við þetta,“ sagði Kristján. Afurðirnar sem sendar voru eru frá því í sumar. Skipið var fulllestað og eru einhverjar birgðir eftir hér á landi, að sögn Kristjáns. „Það verð- ur nóg til af rengi fyrir þorrann, við pössum það vel,“ sagði Kristján. 98 daga hvalvertíð Eins og fram hefur komið veidd- ust 146 langreyðar á hvalvertíðinni Morgunblaðið/ÞÖK Hvalskurður Afurðir frá hval- veiðum í sumar á leið til Japans. 1.500 tonn af hvalaaf- urðum flutt til Japans á liðnu sumri, tvö dýranna reyndust vera blendingar langreyðar og steypireyðar. Vertíðin hófst 19. júní og stóð í 98 daga, frátafir voru í 18 daga vegna brælu. Um 150 manns unnu við veiðar og verkun hjá Hval hf. í Hvalfirði og Hafnarfirði í sumar. Gerðir voru út tveir hvalbátar, Hvalur 8 og Hvalur 9. „Púpan er hituð í ofni til að drepa lirfuna áður en hún brýst út og eyðileggur hana. Ég set svona 100 dauðar púpur í vatn í einu og sýð upp á þeim þann- ig að próteinið sem bindur silkiþræðina saman leysist upp. Þegar púpurnar eru orðn- ar ágætlega mjúkar veiði ég þræðina af svona tuttugu púp- um í einu upp úr vatninu og vef þá upp á hjól áður en ég get notað silkið,“ sagði Signý Gunnarsdóttir. „Fallegustu púp- unum leyfi ég að lifa til þess að úr þeim komi fiðrildi. Þau ætla ég svo að nota til að fram- leiða egg sem verða að næstu kynslóðum silki- orma. Þetta er eins og fjárbóndi sem setur falleg- ustu lömb- in á.“ Silkið dregið af púpunum SILKIRÆKTUN VEÐUR KL. 12 Í DAG Signý Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.