Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Ég trúi því ekki að Bangsi sé farinn. Það fylgdi honum alltaf hressandi blær er við sátum saman í kaffihorninu í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Ég kynntist honum þónokkuð eftir að ég settist að á Hvamms- tanga, ég vissi svo sem vel hver hann var áður en ég kynntist honum, en eftir að ég kynntist honum átti ég mörg góð og inni- leg samtöl við hann. Bangsi var mjög barngóður og gerði aldrei flugu mein. Bangsi var mikill snillingur í að verka há- karl og hjallurinn hans fyrir neð- an VSP-húsið er áreiðanlega þekktur meðal þeirra sem hafa komið á Hvammstanga sem ferðamenn. Bangsi lagði gjörva hönd á Fjöruhlaðborð húsfreyjanna á Vatnsnesi, sem haldið var ár hvert hér um drjúga tíð. Hann var traustur vinur vina sinna og átti ábyggilega fáa óvini ef einhverja. Hann var sonur Sigurðar Dav- íðssonar kaupmanns. Ég hef oft hugsað um það hvað ég var hepp- inn að kynnast verslun hans. Hún var í kjallara í Verkalýðshúsinu, þar var gaman að koma, mikið myrkur á ganginum og kallinn á bak við búðarborðið. Þar eyddi Bangsi mörgum stundum með pabba sínum við vinnu og mótaði þetta hann örugglega mikið. Eitt verð ég þó að játa að ég reiddist einu sinni við Bangsa og sé ég eftir því að hafa skammað hann. Að endingu votta ég skyld- fólki Bangsa mína dýpstu samúð. Gunnlaugur P. Valdimarsson frá Kollafossi. Milt og rótt sefur sær í silfurljósi nætur, brotna log kóralhvít í kristalöldum lætur. Sævarhjartað hraðar slær. Hlusta, jörð, þér brjósti nær á æðaslátt og andardrátt. Þig kyssir vatnavör. (Gunnar Dal) Í dag er kvaddur traustur og góður vinur og er Húsfreyjunum í Hamarsbúð bæði ljúft og skylt að minnast hans í fáum orðum. Það var árið 1994 að húsfreyj- urnar á vestanverðu Vatnsnesi ákváðu að taka þátt í sumarhátíð- inni Bjartar nætur. Þetta yrði þjóðleg matarveisla sem byggðist að nokkru leyti á sjávarfangi og fékk hún nafnið Fjöruhlaðborð. Þegar kom að því að afla fisk- metis var leitað til Bangsa sem brást vel við og svo var allan þann tíma sem þessi hátíð var haldin. Þar kom fram áhugi hans á göml- um matarhefðum sem honum fannst ekki mega glatast. Sjór- inn, sú matarkista, var honum ætíð ofarlega í huga. Hann verkaði grásleppuna, herti fiskinn, veiddi silung sem hann reykti ásamt rauðmaga og svo sá hann um að verka sjálfur eða útvega hákarlinn. Einnig reisti hann fiskitrönur við Ham- arsbúð og lét okkur hafa sjávar- fang til að setja á trönurnar. Þær hafa alla tíð verið endalaust myndefni ferðamanna. Bangsi bar hag Húsfreyjanna ævinlega fyrir brjósti og vildi allt fyrir félagið gera, enda alltaf Björn Þórir Sigurðsson ✝ Björn ÞórirSigurðsson, „Bangsi“, fæddist 18. febrúar 1935. Hann lést 22. sept- ember 2018. Útför hans fór fram 12. október 2018. tilbúinn að leggja öðrum lið og láta gott af sér leiða. Í gegnum tíðina hefur Bangsi ein- hvern veginn verið „okkar allra“. Því viljum við senda samúðarkveðjur til ættingja hans, vina og allra vanda- manna. F.h. Húsfreyj- anna, Kristín Jóhannesdóttir. Góðvinur okkar hér á Hvammstanga, Bangsi, er látinn. Hann var einn af Hvammstanga- búum sem settu mark sitt á mannlífið hér um langt árabil. Bangsi var mjög eftirminnileg- ur. Fyrst þegar ég kynntist hon- um vorið 1957 var ég hér á Hvammstanga í fermingar- fræðslu. Þá bjó Bangsi rúmlega tvítugur hjá foreldrum sínum, Sigurði Davíðssyni kaupmanni og Ósk Jónsdóttur, í litlu húsi norðan Þinghússins, en þar var faðir hans með krambúð í kjall- ara þess. Þau höfðu kýr og fyrsta minn- ing um Bangsa var að hann var að sækja hey upp í Syðsta- Hvamm á rauða traktornum sín- um og heygrind. Í kringum hann var krakkahópur og fengu þau að sitja á vagninum. Í reynd breyttist Bangsi afar lítið frá þessum árum til æviloka, hógvær, kíminn og brosmildur og hafði gaman af lífinu. Hálfbróðir hans var Gunnar Dal, rithöfund- ur og heimspekingur. Góður kunningi Bangsa taldi hann ekki standa bróður sínum að baki í viðhorfi til lífsins. Bangsi byggði sér myndarlegt íbúðarhús að Höfðabraut 1, kall- aði hann það Naust. Alltaf var þar opið hús fyrir kunningjana og börnin í þorpinu. Hann hélt um árabil upp á afmæli sitt; fyrri hluta dags fyrir börnin og um kvöldið fyrir fullorðna kunningja sína og vini. Þá blandaði hann gjarnan mjöð á glerflösku mikla sem hét Skundi, sá var mikill gleðigjafi. Sjálfur var Bangsi hóf- semdarmaður í umgengni við Bakkus. Mér vitanlega var Bangsi aldr- ei fastráðinn í vinnu til lengri tíma. Stundaði þó ýmislegt, s.s. múrverk, sláturvinnu og rækju- pillun hjá Meleyri hf. Svo var hann tímum saman á sjó á bátn- um sínum, sem hann hafði smíðað og kallaði Bangsa. Góð saga er af hógværu svari Bangsa er spurt var að aflabrögðum. „Það var nú ekki mikið, einn fiskur … en það var fallegur fiskur.“ Anne Mary kona mín minnist atviks frá bernsku sinni. Hún og vinkona hennar, báðar um ferm- ingu, tóku doríuna hans Bangsa traustataki og réru vestur yfir Miðfjörð í blíðskaparveðri og síð- an til baka aftur. Ekki átaldi Bangsi þær fyrir „stuldinn“ og var jafngóður kunningi sem fyrr. Verðugt er að minnast á hve Bangsi var handgenginn hús- freyjunum á Vatnsnesi, en það var hópur kvenna sem stóðu m.a. fyrir Fjöruhlaðborðinu og sviða- messu í Hamarsbúð um árabil. Hann lagði þeim til ýmis matvæli sem verkuð voru með hætti fyrri tíma. Hlaðborðin voru lands- þekkt, enda mikið í borið, stund- um yfir 50 réttir og ýmsir réttir framandi yngra fólki. Í bókasafn- inu hér var árlega Bangsadagur, söfnuðust börnin þar saman með bangsa sína, en Bangsi sjálfur mætti með harðfisk í smápokum. Hann verkaði bæði harðfisk og hákarl um árabil. Það verður skarð fyrir skildi við fráfall Bangsa, samfélagið mun sakna hans um komandi ár. Minningar um mætan mann sem lagði öllum gott til munu lifa með okkur. Blessuð sé minning hans. Karl Sigurgeirsson. Í dag kveð ég föðurbróður minn og góðan vin, Björn Sig- urðsson eða Bangsa eins og hann var alltaf kallaður. Hann bjó alla sína tíð á Hvammstanga og var afar vel liðinn af öllum sem þar bjuggu og er ég þess fullviss að þar átti hann allt þorpið og íbúa nærsveita að vinum. Sjálfur bjó ég á Hvammstanga frá 2ja ára aldri og ólst þar upp hjá Þórdísi móðursystur minni og manni hennar Karli Hjálmars- syni til 12 ára aldurs og kynntist því Bangsa vel sem ungur dreng- ur. Síðar áttum við eftir að kynn- ast betur og eftir að við fluttum norður 1981 fórum við fjölskyld- an oft í heimsókn á Hvamms- tanga. Bangsi var fjölhæfur til verka og tók að sér alls kyns verk fyrir nágranna og sveitunga sína. Hann gat allt, smíðað, múrað, málað og hvað eina annað sem hann var beðinn um að gera. Hann var flinkur bátasmiður og liggja eftir hann mörg falleg fley. Hann réri til fiskjar, herti og reykti aflann. Hann veiddi og verkaði hákarl, lagði silunganet og álagildrur og verkaði fyrir sig og aðra. Synir okkar þrír áttu margar góðar stundir með frænda sínum sem þeir minnast nú með þakk- læti á kveðjustund. Alltaf var hann eitthvað að bardúsa, annað- hvort við smíðar eða annað. Sér- staklega var spennandi að koma í bílskúrinn hans og skoða allt dót- ið sem þar leyndist. Í fyrstu ferð okkar norður með strákana var mikið spjallað um Bangsa og þegar hann svo tók á móti okkur á Lödunni við Norð- urbraut störðu þeir undrandi á þennan stóra frænda sinn og Ein- ar leit á okkur og spurði: getur hann talað og Kalli hélt áfram: kann hann að labba og svo var mikið hlegið. Síðustu 40 ár hef ég komið á Hvammstanga með gleraugna- þjónustu og þá var Bangsi aldrei langt undan, kom og sat hjá mér á heilsugæslunni og við spjölluð- um um alla heima og geima. Stundum fórum við að veiða og eitt sinn er við Þórður Sverrisson augnlæknir fórum með Bangsa á Lödunni á leið út Norðurbraut mættum við fullum bíl af veifandi fólki. Þegar ég spurði hvort hann þekkti fólkið svaraði hann hljóð- lega: Þarna koma nú gestirnir. Þarft þú ekki að taka á móti þeim, spurði ég en þá svaraði hann: Nei, nei, það er alltaf opið hjá mér. Héldum við því áfram ferð- inni. Það var gott að hitta Bangsa og svo sannarlega vel að orði komist hjá Ingimari syni okkar þegar hann lýsti frænda sínum með þessum orðum: Svo gegn- heill og góður. Við viljum sérstaklega þakka bróðursyni hans, Birgi Jónssyni, og hans fjölskyldu fyrir stuðning og hjálpsemi við Bangsa gegnum tíðina. Við söknum hans öll. Hvamms- tangi verður aldrei samur án hans. Ég læt hér fylgja ljóð eftir bróður hans og föðurbróður minn Halldór Sigurðsson (Gunnar Dal). Á torgum margir tíðum reyna að tala meira en hinir. En þegar menn geta þagað saman, þá eru menn vinir. Kærar þakkir fyrir samfylgd- ina, frændi og vinur okkar. Karl Davíðsson og fjölskylda. Nú hefur Bangsi lagt frá landi í sína hinstu sjóferð, lendingin bak við móðuna miklu verður ef- laust fumlaus og örugg eins og hans er von og vísa. Bangsi og Jón bróðir hans voru mínir bestu félagar alla tíð. Við bjuggum sitt- hvorumegin við götuna, niðri við sjóinn á Hvammstanga, í hart- nær fjörutíu ár. Bangsa var sjór- inn alla tíð mjög hugleikinn, enda var fjaran leikvöllurinn okkar á uppvaxtarárunum. Hjörtur bróðir fékk mig til að hjálpa sér við að smíða bát, Bangsi kom oft til okkar og fylgd- ist með af ómældum áhuga og lærði hvað hver einasta fjöl báts- ins hét. Hjörtur gerði sér grein fyrir áhuganum og sagði við Bangsa: „Þú getur vel smíðað þér bát sjálfur, þarft bara að fá þér góðan efnivið að sunnan.“ Það gerði Bangsi og afraksturinn varð „báturinn hans Bangsa“, sem svo margir þekkja. Á þess- um bát hefur Bangsi farið ófáar ferðirnar í gegnum árin og ára- tugina, enda hans yndi að róa til fiskjar. Árin liðu og Bangsa datt í hug að smíða sér hús. Húsið byggði hann nánast upp á eigin spýtur, enda var hann handlag- inn, vandvirkur og séður. Húsið fékk nafnið Naust. Bangsi var alla tíð traustur fé- lagi og að eðlisfari algjört ljúf- menni er allir hændust að, jafnt ungir sem aldnir. Hans sigling gegnum lífið einkenndist af hóg- værð og hjálpsemi. Hans verður sárt saknað af mörgum. Bangsi, takk fyrir ómetanlegt samflot gegnum lífið og til- veruna. Ég og fjölskylda mín vottum ástvinum öllum innilega samúð. Sigurður H. Eiríksson. Í dag er Bangsi kvaddur, kær vinur allt frá bernsku og leik- félagi. Ljúfar eru minningarnar frá æskudögum okkar á Hvammstanga, þar sem við ól- umst upp í áhyggjuleysi bernsk- unnar. Bangsi var hann ævinlega nefndur, en hét fullu nafni Björn Þórir Sigurðsson. Hann var fæddur á Hvammstanga og átti þar heima alla tíð. Hann var af traustum stofnum runninn, faðir hans var Sigurður Davíðsson kaupmaður frá Syðsta-Hvammi, þar var rómað myndarheimili, en móðir hans var Ósk Jónsdóttir frá Ánastöðum, af þeirri alkunnu Ánastaðaætt. Bangsi var okkur fremri í mörgu. Hann naut ekki skóla- göngu fram yfir barnaskóla, en lærði því meira í lífsins reynslu- skóla. Hann var afar hagvirkur, einkum á smíðar, og sjálfur byggði hann að mestu hús sitt á Höfðabraut 1, smíðaði þar inn- réttingar sem og annað. Hann ólst upp niðri við sjóinn og var hændur að sjónum alla tíð. Hann smíðaði sér trillubát, eins og þeir gerðust þá, og fór alla- jafna á flot yfir sumarið og var fiskinn, þó var hann aldrei fiski- maður að atvinnu. Honum þótti vænna um bátinn sinn, Bangsa, en flest annað, enda listavel gerð- ur og er með ólíkindum um frum- smíð. Síðar smíðaði hann fleiri smábáta. Bangsi var alinn upp niðri við fjöruna og þar var leikvöllur okk- ar. Hann hændist því snemma að sjónum, Ánastaðamenn voru sjó- sóknarar í marga ættliði og því kippti í kynið. Á stundum skrapp hann austur að Vesturhópsvatni og veiddi silung. Þar átti hann ör- lítið hús, mátti kalla verbúð, og annað eins byggði hann í túninu í Syðsta-Hvammi. Nokkrum sinn- um átti ég þar afdrep á ferðum mínum og leið þar vel, enda góð- ur andi uppi í Hvömmum. Öllum sem kynntust Bangsa var hlýtt til hans. Hann átti vini og kunningja víða. Gott var að leita til hans um fróðleik um fólk og viðburði fyrri tíðar. Hann var afar minnugur og margt hafði hann frá fyrri kynslóðum og ætt- mennum sínum. Hann fór ekki með fleipur og sagði það eitt sem hann vissi réttast. Bangsi var ókvæntur og barn- laus en börnin hændust að hon- um. Hann var traustur og óáleit- inn, hjálpfús og greiðvikinn, lifði sínu lífi óháður öðrum, skipti sér lítt af þjóðmálum, var þó mann- blendinn og naut sín í góðra vina hópi. Leiðir okkar lágu sjaldan sam- an eftir fullorðinsárin, en töluð- um oft saman í síma og vel fann ég að þræðirnir höfðu ekki slitn- að er ég heimsótti hann. Sjálfur var hann heimakær, naut þess þó að ferðast um landið í góðum fé- lagsskap, fór einu sinni til út- landa en var feginn að koma heim aftur. Fari hann nú vel hinzta spöl- inn. Þór Magnússon. Bangsi var engum manni líkur – hann var einstakur. Hann ólst upp á fjörukambinum, bjó til spúna, felldi net, átti doríu og byggði sér fiskhjall. Hann sýslaði við kýrnar heima og búskap í Syðsta-Hvammi, ók Massey Harris-traktor, dró kerru með drasli og flutti hey á vagni. Við strákarnir eltum Bangsa og dáð- umst að hagleik og umstangi þessa bráðgera unglings. Stund- um vann hann í búðinni með föð- ur sínum þó kaupmennska lægi ekki í hans eðli. Á kvöldin og um helgar gat hann opnað fyrir okk- ur búðina. Þá var gosið teygað með kókósbollum og annarri holl- ustu. Það hét að fá sér „posjón“. Liðlega tvítugur smíðaði hann sér trillubát og fleiri báta síðar. Trillan „Bangsi“ var hans at- vinnutæki við grásleppuveiðar og aðra sjósókn. Veiðar í sjó og vötn- um voru hans yndi og ekki síður verkun aflans. Hann herti fisk, reykti rauðmaga og silung og kæsti skötu og hákarl. Alla tíð hafði hann hugann við veiðar og fylgdist með aflabrögðum ann- arra. Eigin afla gaf hann út og suður. Bangsi byggði sér stórt hús við Höfðabraut og annaðist smíðina að mestu sjálfur. Stundum hafði hann leigjendur en bjó annars einn. Húsið var kallað Naust og húsráðandinn Björn í Nausti. Það var réttnefni enda aflinn verkað- ur í kjallaranum og fisklyktin lá í loftinu. Afmælisveislur Bangsa urðu víðfrægar og eftir flutning í Naust að fjölmennum samkom- um. Harðfiskur og hákarl voru þar öðrum krásum vinsælli. Hann hélt barnaafmæli síðdegis en setti aldurstakmörk á kvöldin. Ölföngin bruggaði hann sjálfur og réð styrkleika drykkjarins. Bangsi var tryggur heimilis- vinur okkar fjölskyldu um árabil. Að vetrinum kom hann flest sunnudagskvöld og stoppaði lengi. Við fórum saman í veiði og ýmis ferðalög. Hann kom með í hestaferðir og útdeildi harðfiski og hákarli í áningarstöðum, en var þó enginn hestamaður. Hann átti fast sæti við eldhúsborðið á Grund um stóðréttir og naut glaðværðarinnar um kvöldið. Eftir að við fórum að dvelja sumarlangt fyrir norðan hittumst við oft á Grund eða í Nausti. Að vetrinum áttum við tíðum löng samtöl í síma. Hann var hafsjór af fróðleik um mannlíf og lifnað- arhætti á Hvammstanga á okkar uppvaxtarárum. Hann varðveitti ýmsa muni úr verslunum föður síns og í hans fórum leynist trú- lega margt sem þyrfti að varð- veita, bæði myndir og munir, auk trillunnar sem hann smíðaði. Öðlingurinn Bangsi var sann- ur dýravinur. Þess nutu snjótitt- lingarnir og æðarkollurnar sem hann fóðraði og hundurinn Neró sem hann fóstraði lengi. Fyrst og fremst var hann þó einlægur mannvinur sem öllum þótti vænt um. Börn hændust að honum og áttu hann að góðum félaga. Öldr- uðum ók hann út um sveitir við gagnkvæma ánægju. Hann var kosinn maður ársins og hvunn- dagshetja á Norðurlandi vestra og var vel að þeirri nafnbót kom- inn. Hans skarð er vandfyllt og í hugum okkar margra verður Hvammstangi ekki samur eftir fráfall hans. Hans er því sárt saknað. En eins og hann sagði svo oft sjálfur í sínu æðruleysi: „Við þurfum nú ekki að kvarta“. Við huggum okk- ur við góðar minningar um ein- stakan samferðamann og einlæg- an vin. Elín Þormóðsdóttir og Þórður Skúlason. Mikið er skrítið að vera að skrifa minningargrein um þig, elsku tengda- faðir. Þú áttir svo sannarlega ekki skilið að fara frá okkur svona snemma en aldrei heyrði maður þig kvarta. Ég kynntist þér fyrst árið 1998 þegar ég kom inn í þína stóru fjölskyldu og minnist ég þess vel hversu einstaklega samheldin og skemmtileg hún var. Miklar hefðir og matarást er í fjölskyldunni og erfitt að hugsa til þess að þú verðir ekki með okkur um næstu áramót, í afmæl- um og þá sérstaklega boði ykkar hjóna á jóladag. Alltaf varstu mér afar indæll Árni Guðmundsson ✝ Árni Guð-mundsson fæddist 19. janúar 1955. Hann lést 20. september 2018. Útför Árna var gerð 3. október 2018. og góður, tilbúinn að hlusta, hjálpa okkur og gefa góð ráð þegar við þurft- um á áliti að halda varðandi ýmsa hluti um lífið og til- veruna. Ég á góðar minn- ingar um yndislegar samverustundir í fallega sumarbú- staðnum ykkar, Ak- ureyrarferðirnar og Spánarferð- ina sem stórfjölskyldan fór í. Ég minnist þín sem hógværs, rólegs, ljúfs, trausts og duglegs manns sem vildi öllum vel. Það skein svo úr augum þínum hversu stoltur og ástfanginn þú varst af Siggu þinni. Einnig hversu ótrú- lega indæll og góður þú varst allt- af við Erlu tengdamóður þína, enda sá hún ekki sólina fyrir þér. Þín verður sárt saknað en góð- ar minningar lifa áfram í hjörtum okkar. Þín tengdadóttir, Elísabet Mary Arnaldsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.