Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú um stundir sitja 10 varaþingmenn á Alþingi eða 16% þingheims. Þetta má lesa á vef Alþingis. Þingið var sett 10. september sl. og það sem af er þingi hafa varamenn verið kallaðir inn í 23 skipti. Samkvæmt upplýsingum Guðnýjar Völu Dýradóttur, lögfræðings á þing- fundaskrifstofu, er þessi tala heldur í hærri kantinum í samanburði við fyrri ár. Skýrist það að hluta til af því að alþjóðastarf þingmanna er meira í október en á öðrum árstímum. Varamennirnir eru: Albert Guð- mundsson fyrir Áslaugu Örnu Sig- urbjörnsdóttur, Hildur Sverrisdóttir fyrir Brynjar Níelsson, Ingibjörg Þórðardóttir fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Jóhann Friðrik Frið- riksson fyrir Silju Dögg Gunnars- dóttur, Jóhanna Vigdís Guðmunds- dóttir fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, María Hjálmarsdóttir fyrir Loga Ein- arsson, Teitur Björn Einarsson fyrir Harald Benediktsson, Valgerður Gunnarsdóttir fyrir Njál Trausta Friðbertsson, Þorgrímur Sigmunds- son fyrir Sigmund Davíð Gunn- laugsson og Þórarinn Ingi Péturs- son fyrir Líneik Önnu Sævars- dóttur. Á vef Alþingis kemur fram að margir kjörnir þingmenn eru í emb- ættiserindum í útlöndum. Fjórir þingmenn sitja allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna í New York og þrír þingmenn sitja haustþing Alþjóða- þingmannasambandsins (IPU) í Genf. Þá situr einn þingmaður fundi vísinda- og tækninefndar NATO- þingsins í San Diego. Þingmaður sem tekur inn vara- mann á rétt á greiðslum ef hann er frá vegna veikinda eða í opinberum erindum erlendis á vegum Alþingis í fimm daga hið skemmsta. Varamaður skal fá greitt þingfar- arkaup frá þeim degi sem tilkynnt er á þingfundi eða á vef að hann taki sæti á Alþingi og til þess tíma að til- kynnt er að aðalmaður taki sæti á ný. 10 varamenn sitja á þingi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Á yfirstandandi þingi hefur verið kallað á varamenn í 23 skipti.  Alþjóðastarf umfangsmikið Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is James G. Foggo III, aðmíráll í banda- ríska sjóhernum og yfirmaður sjóhers Bandaríkjanna í Evrópu og Afríku, segir Ísland gegna mikilvægu hlut- verki fyrir NATÓ m.a. vegna land- fræðilegrar stöðu sinnar. Hann segir að þrátt fyrir að Ísland sé ekki með einkennisklæddan her þá sé hér utanríkisráðherra, yfirmaður öryggismála, ásamt öflugri landhelgis- gæslu sem gegnir mikilvægu sjó- og loftvarnahlutverki í Norður-Atlants- hafi. „Ísland gefur okkur bæði sjó- og loftmynd af því sem er að gerast á þessum mikilvægu herstjórnarlegum krossgötum, enda er í Ísland í miðjunni á þessu mikilvæga svæði,“ segir Foggo í samtali við Morgunblaðið. Hann er staddur um þessar mundir á Íslandi vegna Trident Juncture-heræfingar- innar á vegum NATÓ, sem fer að hluta til fram á Íslandi í dag. Barist við þýsku kafbátana Minningarathöfn fyrir þá sem létust í baráttunni um Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni var haldin um borð í varðskipinu Þór í gær, en 75 ár eru síð- an að orrustunni lauk. Foggo hélt þar ræðu og fór yfir það mikilvæga hlut- verk sem Íslendingar léku í baráttunni um Atlantshafið. Nefndi hann þar hversu mikilvægt það var fyrir flug- vélar og skip bandamanna að geta lagt af stað frá Íslandi í baráttu sinni við þýsku kafbátana. Minntist hann þess þegar þýskar áróðursvélar dreifðu bæklingum um Bretland árið 1941 sem sögðu að Bretar væru að tapa orrust- unni um Atlantshafið og þar með stríð- inu. Sagði hann að það hefðu ekki verið neinar ýkjur á þeim tíma en samhæfð- ar aðgerðir bandamanna skilað ár- angri að lokum. Landfræðileg staða Ís- lands gegndi þar mikilvægu hlutverki sem og þeir íslensku sjómenn sem sigldu með birgðir til bandamanna í Bretlandi á þessum tíma. Íslenskir sjómenn færðu fórnir Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkisráðherra Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið mikilvægt að minn- ast þeirra sem börðust fyrir komandi kynslóðir í einni mikilvægustu orrustu heimsstyrjaldarinnar. „Stríðið hefði aldrei unnist hefðu menn ekki unnið orrustuna um Atlantshafið,“ segir Guðlaugur. „Ég er ánægður að sjá að það er meiri meðvitund en áður um þær fórnir sem við Íslendingar færð- um í þessu stríði. Ekki með hefðbundn- um hernaðarátökum heldur var mikið af sjómönnum í mjög hættulegum sigl- ingum frá Íslandi til Bretlands. Sigl- ingum, sem voru mikilvægar svo að Bretar og aðrir bandamenn okkar gætu haldið áfram orrustunni gegn þjóðernissósíalistunum og fasistunum á sínum tíma,“ segir Guðlaugur. Ísland enn landfræðilega mikilvægt  75 ár frá því að orrustunni um Atlantshafið lauk  Minningarathöfn á varðskipinu Þór  Ísland gegnir enn mikilvægu hlutverki, segir aðmíráll í bandaríska sjóhernum  Heræfing hefst í dag Trident Juncture á Íslandi » 400 manna bandarískt land- göngulið æfir í Sandvík. » 120 landgönguliðar verða fluttir með þyrlum. » Sérsveit ríkislögreglustjóra tekur einnig þátt í æfingunni. » Aðalheræfingin fer fram í Noregi í næstu viku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Minnigarathöfn í Þór Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór, hélt stutta ræðu til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því að orrustunni um Atlantshafið lauk. Hægra megin við Guðlaug stendur aðmírállinn James G. Foggo III. Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér vænt- ingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsins á Austurlandi um frumvarp Óla Björns Kárasonar og 10 annarra þingmanna Sjálfstæðisflokks um breytingar á erfðafjárskatti. Þingmennirnir leggja til að erfða- fjárskatturinn verði þrepaskiptur, 5% af fyrstu 75 millj. kr. af skattstofni dánarbús og 10% af skattstofni yfir 75 millj. kr. Skatturinn var hækkaður í 10% árið 2010. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd og er gert ráð fyrir gildistöku 1. janúar. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, bendir á að kveða þurfi skýrt á um það til hvaða dánarbúa hin breyttu lög taki og frá hvaða tíma Leggur hann til að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra. Ríkisskattstjóri tekur í sama streng í nýrri umsögn og segir mikilvægt að skýrt komi fram hvort vilji löggjafans standi til þess að breytingin nái ein- ungis til skipta á dánarbúum þeirra sem látast frá og með gildistökudegi þ.e. 1. janúar nk. eða jafnframt til dán- arbúa sem óskipt eru á gildistökudegi. Mjög ósanngjörn skattlagning Landssamband eldri borgara styð- ur breytingarnar en telur í umsögn að erfðafjárskattur sé mjög ósanngjörn skattlagning. Búið sé að greiða skatt af eignum sem hann er lagður á. Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsókn- um og tölfræði við HÍ, gagnrýnir einnig erfðafjárskattinn. Bendir hann á að mörg nágrannalönd hafa afnumið hann með öllu. Ætla megi að um 10 Evrópulönd séu enn með erfðafjár- skatt og þeim fari fækkandi. omfr@mbl.is Vænta lækkunar og fresta skiptum  Mörg lönd hafa afnumið erfðafjárskatt Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Þetta var fyrst prófað á æfingaleikjum fyrir HM í sumar og hefur verið fram haldið á heimaleikjum í Þjóðadeild- inni. Pilsnerinn er frá Víking og er seldur í sérstökum sölubásum. Raðir mynduðust við básana í leiknum gegn Sviss á mánudagskvöld. Áhorf- endur mega fara með veigarnar upp í stúku, kjósi þeir svo. Þetta er stefnubreyting hjá KSÍ en lengi hef- ur verið umræða um það af hverju hægt sé að kaupa bjór á leikjum í öðrum löndum en ekki hér. Nú hefur í það minnsta skref verið stigið í þá átt. „Þetta er náttúrlega bara sama vara og þú getur keypt úti í búð. En já, við erum að bregðast við ákalli í þessum efnum. Við höfum fengið fyr- irspurnir um það hvers vegna ekki sé seldur bjór á Laugardalsvelli. Nú hefur UEFA afnumið bann við sölu áfengis á knattspyrnuleikjum. En svo gilda líka landslög. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að selja alvörubjór á leikjum enda er líka langt í næsta leik hjá karlalands- liðinu,“ segir Klara. Bregðast við ákalli og selja nú pilsner á landsleikjum  Stefnubreyting hjá KSÍ  Raðir mynduðust á síðasta leik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barátta Alfreð Finnbogason skor- aði eina mark Íslands gegn Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.