Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 26
R agnheiður Inga Þór- arinsdóttir fæddist í Reykjavík 17.10. 1968. Hún átti heima í Dan- mörku 1971-77, hóf grunnskólanám í Sandbjergskolen í Stenlöse, var í Hvassaleitisskóla, frá 1977, fór í MH 1984 og útskrifaðist sem dúx skólans í desember 1987, og lauk MSc-prófi í efnaverkfræði á sviði næringarfræði og lífefnafræði frá Danska tækniháskólann 1993. Ragnheiður var verkefnisstjóri við Iðntæknistofnun Íslands 1994- 99, deildarstjóri við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins 2000- 2004, samhliða í doktorsnámi í verk- fræði við Danska tækniháskólann og lauk doktorsgráðu í efnisfræði og tæringu málma árið 2000, og í kjöl- farið MBA-námi frá HÍ 2002. Ragnheiður varð deildarstjóri orkudeildar við Orkustofnun 2004 og aðstoðarorkumálastjóri frá 2005. Hún stofnaði Svinna-verkfræði ehf. 2008 og er starfandi framkvæmda- stjóri þar, auk þess að hafa stofnað ýmis sprotafyrirtæki: „Svinna sinnir verkefnum í matvælaframleiðslu og sjálfbærri orkunýtingu með áherslu á jarðvarma. Þetta eru mjög fjöl- breytileg nýsköpunarverkefni, t.d. á sviði garðyrkju og fiskeldis.“ Eftir að Ragnheiður lauk meist- aranámi hefur hún verið stunda- kennari við HÍ, leiðbeinandi fram- haldsnemenda þar, verið prófdóm- ari, og sinnt ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum þar. Hún var ges- tadósent við HÍ 2011-2017 og er ges- taprófessor frá ársbyrjun 2018. Ragnheiður er nú m.a. í vara- stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs, í stjórn Gæðabaksturs ehf., Samrækt- ar ehf. og Smádeilna ehf. Hún var áður í stjórn Verkfræðingafélags Ís- Ragnheiður I. Þórarinsdóttir verkfr. og framkvæmdastjóri – 50 ára Fjölskyldan Ragnheiður og Ólafur Pétur með börnunum, en ljósmyndarinn, hann Karl, náðist ekki allur á mynd. Nýsköpun, orka og matvælaframleiðsla Tenniskappar Hér eru börnin fjögur: Hildur, Helga, Katrín og Karl. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Ég býð mínu nánasta fólki í heimsókn í kvöld; verð þar meðsushi og köku að hætti Betty Crocker. Svo má vel vera að eitt-hvað róttækara verði gert um helgina,“ segir Guðný Hrönn Antonsdóttir sem er þrítug í dag. Hún kom fyrir skemmstu til starfa hjá Mannlífi og er þar blaðamaður og vefstjóri. Áður var hún blaða- maður við mbl.is og á Fréttablaðinu. Myndlist er bakgrunnur Guðnýjar Hrannar, sem nam myndlist við Listaháskóla Íslands. Þaðan lauk hún prófi árið 2011 og námi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands árið 2016. Hún kann vel við sig í blaðamennskunni; sér finnist gaman að skrifa um mannlífið í sinni breiðustu mynd og þá ekki síst að taka viðtöl við áhugavert fólk um viðhorf þess og reynslu. Spurð út í áhugamál segir Guðný Hrönn það auðvitað vera myndlistina. Einnig hönnun og tísku. „Og ekki má gleyma hundinum mínum, honum Dreka sem er af tegundinni shih- tzu. Hann er orðinn ellefu ára og alveg fáránlega sætur og góður! Svo hef ég einnig gaman af ferðalögum; fara um framandi lönd, kynnast nýjum borgum og menningu.“ Guðný Hrönn ólst upp á Seltjarnarnesi og hefur um dagana prófað sitthvað. „Sem unglingur vann ég á hóteli, í bakaríi og svo á leikskóla með námi svo eitthvað sé nefnt. Allt saman fínasta reynsla,“ segir Guðný sem á kærasta sem er Friðrik Ari Sigurðarson, grafískur hönnuður. sbs@mbl.is Blaðakona Allt saman fínasta reynsla, segir Guðný Hrönn um ferilinn. Myndlist, tíska og hundurinn Dreki Guðný Hrönn Antonsdóttir er þrítug í dag Reykjavík Álfrún Milla Hjartar Kristínardóttir fæddist 17. nóvember 2017 kl. 22.22. Hún vó 3.710 g og var 53,5 cm löng. Móðir hennar er Kristín Dröfn Halldórsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á nau tið Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.