Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Bolir • Túnikur • Blússur • Peysur • Vesti • Jakkar • Buxur 1988 - 2018 Nýjar glæsilegar haustvörur Eigum alltaf vinsælu bómullar- og velúrgallana í stærðum S-4XL An extraordinary general meeting of CCP ehf., company no. 450697-3469, will be held on 24 October 2018 at the company’s headquarters at Grandagarður 8, 101 Reykjavík, starting at 08:00 GMT. AGENDA: The agenda for the meeting shall be the following: Election of Board of Directors. Amendments to the Articles of Association. The main purpose of the amendments is to change the number of board directors and merge the share classes of the company. Other business lawfully brought to the meeting. Reykjavík, 16 October 2018 CCP‘s Board of Directors 1. 2. EXTRAORDINARY GENERAL MEETING OF CCP EHF. 3. Eiríkur Briem, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem raf- magnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík og prófi í rekstrar- hagfræði frá háskól- anum í Linköping 1978. Eiríkur vann við línumælingar og áætlanagerð hjá RARIK í sumar- vinnu frá 1965 til 1974. Að háskóla- námi loknu starfaði hann sem rekstrarhagfræðingur hjá RARIK og síðan sem fjármálastjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur frá 1980- 1987. Eiríkur starfaði hjá RARIK frá árinu 1987-2004, lengst af sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og sem staðgengill rafmagnsveitu- stjóra. Eiríkur starfaði sem fram- kvæmdastjóri hjá Landsneti frá 2004 til starfsloka. Eiríkur gegndi fjöl- mörgum nefndar- og trúnaðarstörfum á sviði raforkumála, bæði innanlands og er- lendis. Hann sat t.d. í framkvæmdaráði og var fulltrúi RARIK í ýmsum nefndum, m.a. hjá Sambandi ís- lenskra rafveitna og síðar Samorku. Eiríkur var virkur í pólitísku starfi og tók m.a. þátt í stofnun Bandalags jafnaðar- manna snemma á níunda áratug 20. aldar, sinnti trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og kom að stofnun Viðreisnar. Eiríkur tók þátt í ýmsum félagsstörfum t.d. Round Table á Ís- landi og sat í sóknarnefnd Áskirkju. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Guðrún Ragnarsdóttir Briem þjóð- félagsfræðingur. Börn þeirra eru Maj-Britt, Eiríkur og Katrín og barnabörnin eru níu talsins. Útför Eiríks verður gerð frá Ás- kirkju mánudaginn 29. október nk. og hefst athöfnin klukkan 13. Andlát Eiríkur Briem Stjórn Félags fornleifafræðinga hef- ur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögn- um í vörslu stjórnanda fornleifa- rannsóknar á Landssímareitnum og hefði talið nærtækast að blaðið nýtti strax lögformlegar heimildir sínar til að fá þær upplýsingar sem það á rétt á hjá stjórnvöldum. Er engu líkara en blaðamaður hafi talið sig eiga heimtingu á vinnuskjölum og úr- vinnslugögnum fornleifafræðings, s.s. ljósmyndum og gripum, löngu áður en rannsókninni er lokið. Samkvæmt upplýsingum frá Minjastofnun Íslands er fornleifa- rannsókn á Landssímareit ekki formlega lokið og ekki hefur verið gerð krafa um skil á lokaskýrslu. Stjórn Félags fornleifafræðinga tel- ur að fréttaflutningurinn beri keim af deilum um framtíð reitsins og er þar vegið ómaklega að félagsmanni. Krefst greininga og túlkunar Fornleifarannsókn krefst ítar- legra greininga og túlkunar á öllum þeim gögnum sem safnað er á vett- vangi og henni telst ekki endanlega lokið fyrr en öllum gögnum og grip- um hefur verið skilað til Þjóðminja- safns Íslands ásamt rannsóknar- skýrslum til Minjastofnunar, sbr. 40. gr. laga um menningarminjar og reglur um veitingu leyfa til fornleifa- rannsókna nr. 339/2013. Fyrir þá sem þekkja starfsum- hverfi fornleifafræðinga ætti ekki að koma á óvart að aðstæður rannsókna sem farið er í vegna byggingafram- kvæmda breytast í sífellu og forn- leifafræðingar þurfa að aðlaga starfsumhverfi sitt samkvæmt því.“ Morgunblaðið/Hari Landssímareitur Þarna á að rísa hótel á vegum Icelandair hótela. Rannsókn á Lands- símareit ekki lokið  Aðstæður rannsókna breytast í sífellu Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hót- eli í Reykjavík á morgun og föstudag. Axel Helgason, formaður LS, setur þingið klukkan 13 á morgun og Örn Pálsson framkvæmdastjóri flytur skýrslu áður en Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ávarpar fundinn. Þinginu lýkur á föstudag með kjöri formanns, en ekki er vitað um önnur framboð en Axels. Örn Pálsson segir að mörg mál brenni á smábátasjómönnum um þessar mundir og nefnir í því sambandi veiðigjöldin, en frumvarp um þau liggur fyrir Alþingi. Þá nefnir hann hugmyndir um kvótasetningu grásleppu, línuívilnun og hvort leyfa eigi bátum í krókaaflamarki að veiða jafnframt í net. Tillaga þess efnis var lögð fyrir síðasta þing smábátasjómanna og skiptust fulltrúar í tvær nánast jafn stórar fylkingar. Margt sem brennur á smábátasjómönnum Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.