Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Eyjólfur Þór Sæmundsson maður og tók gjarnan að sér stærri verkefni á slíkum vett- vangi. Eyjólfur var sannfærður jafnaðarmaður og vann þeirri hugsjón fylgi og lagði sig fram í verkum fyrir flokkinn sinn, fyrst Alþýðuflokkinn og seinna Sam- fylkinguna eftir að Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag og Kvenna- listi fóru saman og mynduðu hana. Það er gífurlega mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk að eiga liðs- mann eins og Eyjólf Sæmunds- son sem alltaf er tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Og það var í stjórnmálunum að ég kynntist Eyjólfi og átti frábært samstarf við hann allan minn þingferil og ég naut hæfileika hans, vinnu- semi og vináttu. Eyjólfur var mjög pólitískur. Hann sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn, tutt- ugu ár í hafnarstjórn, meðal ann- ars sem formaður, og sat jafn- framt í fræðsluráði. Það má segja um Eyjólf að hann hafi í áratugi verið einn af helstu ráðamönnum flokksins í Hafnarfirði en jafn- framt tók hann að sér ábyrgðar- mikil verkefni hjá landsflokknum og varð til dæmis fyrsti gjaldkeri Samfylkingarinnar. Það er gott þegar öflugir einstaklingar velj- ast til forystu í bæjarstjórn eða á Alþingi en svo sannarlega er sá flokkur fátækur sem ekki á þýð- ingarmikla einstaklinga í starfi flokksins. Fólk sem getur og nennir. Þannig var Eyjólfur Sæ- mundsson jafn öflugur í bakvarð- arsveitinni. En nú er komið að leiðarlokum og við Sverrir víðs- fjarri og getum ekki fylgt okkar góða félaga til grafar. Ég hef ekki nefnt hvað Eyjólf- ur var mikill fjölskyldumaður og þau Gerður bjuggu börnum sín- um Helgu og Baldri Þór mynd- arlegt og fallegt heimili. Ég hitti Eyjólf þegar hann var nýorðinn afi og hann ljómaði allur af gleði og stolti. Missir þeirra allra er mikill og samúðarorð fátæk. En við Sverrir sendum okkar hlýj- ustu og bestu kveðjur og þökkum allt sem var. Rannveig Guðmundsdóttir. Í dag er kvaddur mikill bar- áttumaður, Eyjólfur Þ. Sæ- mundsson verkfræðingur og for- stjóri Vinnueftirlitsins. Starfsaðstæður vinnandi fólks á Íslandi voru hjartans mál hans og í þess þágu varði hann starfsævi sinni. Ég kynntist því vel í stjórn Vinnueftirlitsins hvernig hann reyndi ávallt að gæta hagsmuna þeirra til hins ýtrasta. Atvinnu- rekendur og stjórnvöld voru ekki alltaf á sama máli, a.m.k. ekki í verki, og Eyjólfur neyddist iðu- lega til málamiðlana. Stundum vann þó tíminn með málstað hans. Ég efa ekki að þær upplýs- ingar sem komu fram í nýlegum þætti í Ríkisútvarpinu, Kveik, um bágar aðstæður erlends starfs- fólks á Íslandi, umræðum og upp- lýsingum í kjölfarið munu gera það svo um munar. Í þættinum var viðtal við Eyjólf þar sem hann gagnrýndi bæði viðkomandi verktaka, en ekki síður stjórn- völd fyrir að leggja vinnueftirliti til minna fé en þær þjóðir sem við, a.m.k. á tyllidögum, kjósum að bera okkur saman við. Það sem kom fram í viðtalinu höfum við, samstarfsfólk hans, ítrekað heyrt frá honum og snýr ekki bara að erlendu starfsfólki. Eyjólfur þreyttist aldrei á að halda fram málstað þeirra sem starfa við heilsuspillandi og jafn- vel lífshættulegar aðstæður. Sumum fannst hann e.t.v. á stundum óbilgjarn í kröfum um úrbætur, en í ljósi þess sem er í húfi gekk hann ekki of hart fram. Eyjólfur kvaddi allt of snemma og hans er saknað. Ég er þakklát fyrir okkar samstarf, sem var lærdómsríkt og ein- kenndist af fullum heilindum, eins og hans var háttur. Aðrir munu fjalla um hlut Eyj- ólfs sem einn af forystumönnum jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Þó skal það sagt að hugsjónir jafn- aðarmannsins voru ríkur þráður í hans baráttu fyrir bættum starfs- aðstæðum vinnandi fólks. Baráttuþrek Eyjólfs birtist einnig vel í glímu hans við krabbameinið. Hann var fram- undir það síðasta að leita upplýs- inga um nýjar aðferðir og lyf, og hann sinnti störfum sínum fyrir Vinnueftirlitið og var í sambandi við stjórnendur þar nánast fram á síðasta dag. Það er því fyllsta ástæða til að þakka Eyjólfi Þ. Sæmundssyni ævistarfið um leið og ég sendi eiginkonu hans, börnum og öðr- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Margrét S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Vinnueftirlitsins. Eyjólfur varð forstjóri Vinnu- eftirlitsins þegar það var stofnað 1981. Við starfsmenn Vinnueftir- litsins þekkjum þannig ekki ann- an forstjóra, hvort sem við erum nýbyrjuð eða höfum verið í starfi um áratugi. Eyjólfur var upptek- inn af því að vera forstjóri stofn- unarinnar og var með hugann við starf hennar og stöðu fram á síð- asta dag. Eyjólfur var Evrópu- sinni og lagði mikla rækt við að sækja fundi á vegum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, Evrópsku vinnueftirlitsnefndar- innar, fundi norrænna forstjóra vinnueftirlita og fleiri samtaka um vinnuvernd. Hann var mennt- aður efnaverkfræðingur og síðar einnig með MBA-gráðu. Áhugi hans á hættulegum efnum var alltaf stutt undan þótt hann legði rækt við að kynna sér allar hætt- ur á vinnustöðum og hvernig ætti að ná stjórn á þeim. Vinnuvernd er rammpólitísk í eðli sínu. Það þekkti Eyjólfur og lagði hann því áherslu á að hafa samskipti við þingmenn og ráðherra, ráðuneyti og önnur öfl stjórnmálanna til að koma áfram málefnum um vinnu- vernd. Honum var umhugað um að þekkja til vinnuverndarstarfs fyrirtækja og reyna að færa þau til betri vegar hvar sem þau voru á landinu. Hann lagði mikla áherslu á að Vinnueftirlitið væri með starfsstöðvar úti um allt land og lagði sig fram um að heim- sækja þessar starfsstöðvar reglubundið og tvinna við þær eftirlitsferðir á vinnustaði. Hann hafði óbilandi áhuga á náttúru landsins og sögu. Þetta birtist í fjölmörgum áhugamálum hans utan vinnu, s.s ljósmyndun, jeppamennsku og fjallaferðum, gönguferðum á fjöll en líka hell- askoðunum. Samhliða þessu var lestur fornrita og rita um ís- lenska sögu og menningu honum kær. Eyjólfur var sjálfur pólitísk- ur í hugsun, fylgdi jafnaðar- mönnum og starfaði lengi fyrir þá, m.a. í bæjarstjórn og nefnd- um í Hafnarfirði. Hann bar virð- ingu fyrir mönnum með skoðanir þótt þær væru honum andstæðar og tilefni ákafra umræðna. Hann vildi hafa umræður og samráð um hlutina á sínum vinnustað þótt lokaákvörðun væri hjá hon- um. Hans styrkur var víðtæk þekking á málefnum vinnuvernd- ar og yfirsýn bæði á heimavelli og í alþjóðasamhengi auk góðrar al- mennrar þekkingar. Eiginleikar sem sóma vel forstjóra Vinnueft- irlitsins. Þá var Eyjólfur upptek- inn af mikilvægi fjölskyldu og að vinna og einkalíf væri samtvinn- að. Hann sjálfur ásamt Gerði konu sinni tók því virkan þátt í samkomum starfsmannafélags- ins og iðulega tengt árshátíðum var starfsmönnum boðið á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði. Okkur samstarfsmönnum Eyj- ólfs í Vinnueftirlitinu er í dag söknuður og sorg í huga þegar við kveðjum hann. Þessi kveðju- stund er á sama tíma og Evr- ópska vinnuverndarvikan er haldin hér á landi til að vekja at- hygli á þeirri áhættu sem stafar af meðferð hættulegra efna á vinnustöðum, stuðla að því að hættulegum efnum verði útrýmt eða bæta meðferð á þeim og auka skilning á þeirri áhættu sem staf- ar af krabbameinsvaldandi efn- um. Þetta voru grundvallarbar- áttumál Eyjólfs. Við samstarfsfólk Eyjólfs vott- um Gerði eftirlifandi konu hans og fjölskyldu hans samúð okkar. Kristinn Tómasson, yfir- læknir Vinnueftirlitsins. Félagi okkar, vinur og góður drengur, Eyjólfur Þór Sæmunds- son, hefur lokið ævigöngu sinni langt um aldur fram. Eyjólfur Þór gerðist félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar 6. júlí 1995 og var dyggur rótarý- félagi alla tíð. Strax frá upphafi naut hann mikils trausts félaga sinna, enda leið ekki á löngu þar til honum voru falin helstu ábyrgðarstörf í klúbbnum. Starfi forseta klúbbsins gegndi hann 2015-2016. Hann var góður forseti og fyrirmynd ann- arra sem á eftir honum komu. Eyjólfur Þór var sæmdur Paul Harris-orðu Rótarý árið 2017, í virðingarskyni fyrir ómetanleg störf í þágu klúbbsins. Eyjólfur Þór var mikill útivist- armaður og nutum við félagarnir þekkingar hans á örnefnum og náttúrufyrirbærum er við ferðuð- umst saman um landið. Eyjólfur tók að sér mörg verkefni fyrir klúbbinn. Hann hafði m.a. sér- stakan áhuga fyrir skógrækt. Hann var formaður undir- búningsnefndar fyrir klúbbinn að skipulagningu á skógræktar- svæði fyrir almenning í sunnan- verðu Hafnarfjarðarhrauni og var langt kominn með skipulagn- ingu svæðisins er kallið kom. Félagsskapur okkar er góðum liðsmanni fátækari. Eyjólfur Þór var góður ræðumaður og þegar hann kvaddi sér hljóðs lögðu menn við hlustir. Hann var sagnamaður af bestu gerð, gat þulið upp heilu ljóðabálkana af munni fram. Fróður maður um ættir kynslóðanna og vel að sér í sögu lands og þjóðar. Góð ráð og ábendingar hins reynda félaga voru mikils metin og við forsetar klúbbsins leituð- um oft ráða hjá honum vegna ým- issa mála. Við kveðjum í dag með söknuði vin okkar og félaga, Eyjólf Þór Sæmundsson, sem yfirgefur okk- ur allt of fljótt og lagði með starfi sínu svo margt til málefna klúbbsins. Traustari og heiðarlegri mann er erfitt að finna, en minning um góðan rótarýfélaga mun lifa í hjarta okkar allra. Við sendum eiginkonu hans, Gerði S. Sigurðardóttur, fjöl- skyldunni og öllum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Með kveðju frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Guðbjartur Einarsson, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Eyjólfur Sæmundsson er lát- inn eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Árið 1981 var Vinnueftirlit ríkisins sett á fót og sama ár var Eyjólfur ráðinn for- stjóri þeirrar stofnunar. Gegndi hann því embætti þar til yfir lauk. Í öll þessi ár hefur hann staðið vaktina og unnið mikið og óeig- ingjarnt starf í þágu vinnuvernd- ar hér á landi. Kynni mín af Eyjólfi voru stutt en afar ánægjuleg. Það leyndi sér ekki að þar fór forstjóri sem bar hag stofnunarinnar og starfs- manna sinna fyrir brjósti. Aðrir þátttakendur á vinnumarkaði fóru ekki varhluta af eldmóði Eyjólfs þegar kom að vinnuvernd á vinnumarkaði og heyrði ég hann oft segja að allir starfs- menn, hvar sem þeir væru að sinna störfum sínum, ættu rétt á því að koma heilir heim að lokn- um vinnudegi og lagði hann þá gjarnan áherslu á hvert orð. Ungir þátttakendur á vinnu- markaði áttu einnig hug hans all- an og tók hann það afar nærri sér í hvert sinn sem ungmenni urðu fyrir slysum eða öðrum skakka- föllum við vinnu sína. Þrátt fyrir að kynni mín af Eyjólfi hafi eingöngu verið í tengslum við störf hans hjá Vinnueftirliti ríkisins veit ég að hann var fyrst og fremst fjöl- skyldumaður sem var annt um sitt fólk. Að leiðarlokum sendi ég fjöl- skyldu Eyjólfs, vinum og sam- starfsfólki hans hjá Vinnueftirliti ríkisins samúðarkveðjur um leið og ég þakka honum vel unnin störf í þágu vinnuverndar hér á landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttis- málaráðherra. Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, KOLBRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR, veitingakonu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjálfsbjargar og Hrafnistu fyrir vinsemd og góða umönnun. Linda Ingvarsdóttir Guðmundur Ingvarsson og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn og faðir, PÁLL SIGURÐUR JÓNSSON, rafvirki, lést 11. október á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 19. október klukkan 13. Þóra Eygló Þorleifsdóttir Jón Vilhelm Pálsson Salome Kristín Jakobsdóttir Guðm. Þorleifur Pálsson Ásta Gísladóttir Anna Sigríður Pálsdóttir Karl Magnús Tómasson Matthildur Pálsdóttir Birgir Ragnarsson afa- og langafabörn Okkar ástkæri ÓSKAR MARINÓ ÞORGRÍMSSON, fyrrverandi bóndi, Efri-Gegnishólum, lést miðvikudaginn 10. október á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 19. október klukkan 13. Aðstandendur Elsku eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, DANÍEL GUÐBRANDSSON, Akraseli 31, lést föstudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. október klukkan 13. Birna Benediktsdóttir Steinar Þór Daníelsson Ólöf Jóna Ævarsdóttir Guðbrandur Daníelsson Kristþóra Gísladóttir Áshildur E. Daníelsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL SKÚLASON endurskoðandi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, laugardaginn 13. október. Ólafía Katrín Hansdóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir Ingiríður H. Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐNÝ ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR sálfræðingur, Uppsölum, Svíþjóð, er látin. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Pétur Jökull Pétursson Tina Pétursson Kristian Larsson Jim, Dina og Lilly Gísli Kristjánsson Þorvaldur Kristjánsson Flosi Kristjánsson Sævar Kristjánsson Pétur Kristjánsson Ólafur Grétar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.