Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fylgdu innsæi þínu. Nú getur þú litið bjartsýn/n fram á veginn. Haltu þig við efn- ið, það verður þess virði þegar upp er staðið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að sýna mikla þolinmæði í samskiptum þínum við vini og kunningja í dag. Farðu gætilega, hugur þinn starfar hraðar en talfærin ráða við þessa dagana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Einhver frá öðrum menningarheimi hjálpar þér að víkka sjóndeildarhringinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú ert það þú sem átt að taka frum- kvæðið og laða svo aðra til samstarfs við þig. Þú skalt leggja á ráðin með vinum þín- um um ferðalag á næstunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur allan þann efnivið sem til þarf til að verkefnið þitt heppnist. Síðan er að ganga skipulega til verks og klára hvern hlutinn á fætur öðrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tíma með góðum vinum er alltaf vel varið og þú átt að láta það eftir þér í ríkari mæli. Með þeirra hjálp tekst þér að sigla þín- um málum í höfn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er kominn tími til þess að gera eitt- hvað skemmtilegt með fjölskyldunni hvort sem er heima eða heiman. Reyndu að lenda ekki í útistöðum við aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að geta leyst það mál sem hvílir á þér. Ekki gefast upp! Þó að öll þín áform gangi ekki eftir skaltu ekki flýja af hólmi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert óviss um hvort viss mann- eskja kann vel við þig eða það sem fylgir þér. Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er þér í hag að málamiðlun náist í mikilvægu máli. Erfiðisvinna er til einskis ef hún stuðlar ekki að betri lífs- gæðum og ánægjuauka. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Farðu varlega í samskiptum við ókunnuga, sérstaklega ef þau snúast um fjármál. Hver sem er getur grætt peninga, en áreiðanleiki er byggður upp á löngum tíma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til þess að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Einbeittu þér að málum heimilisins og sýndu þar alla þá lipurð sem þú getur. Ég var að glugga í Hugsvinnsmálog rakst þar á erindi sem vel mætti verða alþingismönnum til umhugsunar – „málskálp“ merkir orðagjálfur, málæði: Hirð eigi að senna, þótt satt vitir, við hvassorða hali; málskálp mikið er mörgum gefið; fár er að hyggju horskur. Hér í Vísnahorni var á fimmtu- dag sagt frá nýútkominni bók, 130 vísnagátum eftir Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi. Foreldrar hans voru bæði skáldmælt. Móðir hans, Hólm- fríður Sóley Hjartardóttir, sendi frá sér skáldsöguna „Maður og mold“ árið 1950 undir nafninu Sóley í Hlíð. Bókin seldist vel og var endur- útgefin 1970. Hér gælir Hólmfríður Sóley við hest sinn Reyk: Þá kemur að leiðarlokum og lýist fótur minn bíddu við brautarteininn blessaður fákurinn. Þau Jónas A. Helgason bjuggu fyrst í Ásseli en fluttust í Hlíð 1942. Löngu seinna kom Jónas gangandi að Ásseli og kvað: Þó að grói um gömul spor glaðvökul lifir hver raust um æskunnar sólskin og vonir og vor og vonbrigði og áfelli um haust Um sjötugt kvað hann: Löng ei reynist lífsins bið og ljós í myrkri skína ef ég fæ að fitla við ferskeytluna mína. Páll í Hlíð er æðarbóndi og vinn- ur úr rekaviði – hér persónugerir hann spýtu á rekanum: Ligg ég og fúna á framandi ströndu rifin og veðruð rótslitin spýta, skóginn minn græna, granna og vini augað mitt þreytta aldrei mun líta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Hugsvinnsmálum og vísur frá Hlíð „ÞETTA ER SVIPAÐ OG SVONA SJOKK- MEÐFERÐ. BÍDDU ÞAR TIL ÞÚ SÉRÐ VERÐIÐ.“ „ÉG SKAL ELDA EITTHVAÐ GOTT FYRIR ÞIG Í NÆSTA AUGLÝSINGAHLÉI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... bréf sem þú lest yfir aftur og aftur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MÉR LÍKAR ÞETTA ORÐTÆKI BENJAMÍNS FRANKLÍN „MORGUNSTUND…“ „…GEFUR GULL Í MUND“ OG GERIR MANN EINMANA OG LEIÐINLEGAN TIL VOPNA, MENN! VIÐ ÆTLUM AÐ RÁÐAST Á NOREG! EKKI SÉNS! GLEYMDU ÞVÍ! OF HÆTTULEGT! HANN ER FULLUR AF VOÐALEGUM VÍKINGUM!! Víkverji er alltaf jafn hissa á þvíhvað gróður getur verið lífseigur á Íslandi. Enn má sjá stjúpur gægjast upp úr beðum í fullum blóma þótt komið sé fram yfir miðjan október. Víkverji er heldur ekki frá því að gras spretti enn í garðinum hjá honum þótt hann sé löngu búinn að pakka niður sláttuvélinni til vetrarins og setja hana í mölkúlur. x x x Víkverji minnist þess að eitt sinnfann hann um áramót íðilgræna kryddjurt í potti fyrir utan húsið sitt og gat notað hana til að krydda gaml- árskvöldssteikina. Rétt er að taka fram að Víkverji býr ekki á Tenerife heldur í Vesturbæ Reykjavíkur. x x x Mikið er talað um gervigreind umþessar mundir. Gervigreind netsins mun orðið slík að notendur þess hafa ekki roð við snilldinni að baki félagsvefjum og heimasíðum ýmiss konar. Víkverji er þó á því að snilldinni séu takmörk sett. x x x Fyrir einhverju síðan notaði hannsíðuna booking.com þegar hann skipulagði ferð til finnska bæjarins Lohja. Dvölin í Lohja er ekki sérlega eftirminnileg og Víkverji hefur ekki í hyggju að fara þangað aftur ótil- neyddur. Booking.com er á öðru máli og vill helst senda Víkverja aftur til Lohja sem fyrst. x x x Reglulega og ítrekað berast Vík-verja póstar með gylliboðum þar sem Lohja er ýtt að honum. „Aldrei ódýrara að gista í Lohja“ og „Besta verð sögunnar í Lohja“ segir í þess- um póstum. Víkverji hefur ekki með nokkrum hætti brugðist við þessum tilboðum, en áfram berast þau samt. x x x Víkverji hefði haldið að öll gervi-greindin ætti að hafa orðið til þess að ljós rynni upp fyrir book- ing.com og farið yrði að bjóða Vík- verja að heimsækja einhverja aðra staði en Lohja, en það virðist ekki vera, heldur á að halda áfram að hamra járnið þótt það sé löngu orðið kalt. vikverji@mbl.is Víkverji Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld (Matt: 11.28) Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.