Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarlaun félagsmanna íSFR hækkuðu um rúm9% á seinasta ári ogvoru tæpar 541 þúsund kr. að jafnaði í janúar sl. Sömu sögu er að segja af launaþróun félags- manna í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar (St.Rv.) en laun þeirra eru nú að jafnaði 562 þúsund kr. fyrir fullt starf og hækkuðu um 8% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirt- um niðurstöðum árlegrar launa- könnunar félaganna sem gerð var fyrr á þessu ári. Fjallað er um könnunina í Blaði stéttarfélaganna sem félögin tvö gefa út og er þar m.a. birtur sam- anburður á launum félaga í SFR, St.Rv. og félagsmanna í VR en fé- lögin þrjú hafa um árabil verið í samstarfi um gerð sambærilegra launakannana. Fram kemur að heildarlaun VR-félaga í 100% starfi eru tæpar 672 þúsund kr. að með- altali en heildarlaun SFR-félaga í fullu starfi eru mun lægri skv. könn- ununum eða tæpar 550 þúsund kr. á mánuði. ,,Þetta þýðir að laun SFR- félaga þyrftu að hækka um 22% að meðaltali til að ná launum VR- félaga,“ segir í umfjölluninni. Meðallaun St.Rv.-félaga eru nokkru hærri en hjá SFR eða tæpar 581 þús. kr. og er VR með 16% hærri heildarlaun en St.Rv. að með- altali. Umtalsverður munur kemur einnig í ljós á meðallaunum stéttar- félaganna ef borin eru saman laun á hverja vinnustund fyrir fólk í 100% starfi. Þá kemur m.a. á daginn að VR-félagar eru með 23% hærri heildarlaun á hverja vinnustund en SFR-félagar, en vinnutími félags- manna er svipaður og því litlar breytingar á launamun félaga þó til- lit sé tekið til vinnutímans að því er fram kemur í umfjölluninni. „Þegar samanburður á meðal-heildar- launum pr. vinnustund er skoðuð fyrir VR og St.Rv. eykst munurinn milli félaganna. VR-félagar eru með 20% hærri heildarlaun pr. vinnu- stund en St.Rv.-félagar, enda er vinnutími St.Rv.-félaga í fullu starfi lengri en VR-félaga í fullu starfi.“ Hér eru eingöngu borin saman meðallaun allra félagsmanna, sem segir lítið um heildarlaun einstakra starfsstétta en munur á launum þeirra er oft og tíðum töluverður. VR birti niðurstöður sinnar könnunar fyrir nokkru og þar má t.a.m. sjá að stjórnendur og sér- fræðingar lyfta heildarlaununum innan VR verulega þegar meðaltöl eru reiknuð. Þannig voru heildar- laun stjórnenda í VR 796 þús kr. að jafnaði í VR-könnuninni og sérfræð- ingar með 764 kr. á mánuði að með- altali. Heildarlaun sérhæfðs starfs- fólks og tækna í VR eru hins vegar 596 þús. kr. og sölu- og afgreiðslu- fólk er með 542 þús. í heildarlaun að jafnaði. Munurinn rúm 19% Launakannanir SFR og St.Rv. leiða enn á ný í ljós verulegan launa- mun kynjanna. Munur á heildar- launum fullvinnandi karla og kvenna innan SFR er núna rúm 19% en var rúm 20% fyrir ári. SFR bendir á að þetta er álíka munur og hefur verið undanfarin sjö ár. „Að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, mennt- unar, vaktaálags og atvinnugreinar er munurinn sem eftir stendur og rekja má til kyns rúmlega 11% en minnstur mældist munurinn 7% árið 2010 og 2013,“ segir í greiningu á niðurstöðunum. Í St.Rv. mælast konur í 100% starfi með ríflega 14% lægri laun en karlar í 100% starfi og hefur munurinn aukist um eitt pró- sentustig miðað við síðustu þrjú ár. Velflestir kjarasamningar SFR og St.Rv. losna í lok mars á næsta ári en samningar VR-félaga renna út um næstu áramót líkt og aðrir kjarasamningar á almennum vinnu- markaði. Töluverður launa- munur milli félaga Samanburður á launum VR, SFR og St.Rv. Meðalheildarlaun fólks í 100% starfi og laun pr. vinnustund eftir kyni 800 600 400 200 0 Heildarlaun, þús. kr. Pr. vinnustund, þús. kr. 4 3 2 1 0 Karlar Konur Heildarlaun Pr. vinnustund Heildarlaun Pr. vinnustund Heildarlaun Pr. vinnustund VR SFR Starfsmannafélag ReykjavíkurborgarHeimild: Blað stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 626 723 3,5 3,9 508 629 2,8 3,3 547 640 2,9 3,3 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mál blaða-mannsinsJamal Khashoggi er eitt af þessum sérdeilis einkennilegu og í þessu tilviki óhugn- anlegu málum sem skjótast upp á fréttahimininn. En er allt sem sýnist um þetta mál? Heimurinn hefur fordæmt leiðtoga Sádi-Arabíu vegna sterkra grunsemda um að þeir hafi látið myrða þennan blaða- mann. Bandaríkjamenn og for- seti þeirra eru hvattir til harðra viðbragða gagnvart árás á mann sem heldur uppi merki blaða- manna og hefur síðasta árið skrifað í Washington Post. Sagt er að valdamenn í Riyadh hafi sent 15 manna hóp „sérfræðinga“ í tveimur einka- þotum til að veita Khashoggi varmar viðtökur í embættis- bústað ræðismanns þeirra í Tyrklandi. En hvers vegna er haft svo mikið við einn venjuleg- an blaðamann þótt hann angri yfirvöld með pistlum sínum í Washington Post? Sárafáir virt- ust kannast við hann þar til grunsemdirnar vöknuðu. Svarið er það að Khashoggi er ekki neinn „venjulegur“ blaða- maður. Hann var bróðursonur Adnan Khashoggi vopnasala og eins ríkasta manns heims sem var sífellt í blöðum með glæsi- kvendi upp á arminn. Hann var náfrændi Dodi Fayed, ástmanns Díönu prinsessu, sem lést ásamt henni í bílslysi í París. Khas- hoggi var í nánu vinfengi við Osama bin Laden tvo síðustu áratugi tuttugustu aldar og sótti þennan vin sinn oft heim, bæði til Súdan og einkum þó í hellakeðjurnar í Tora Bora í Afgan- istan. Á sama tíma var hann háttsettur útsendari leyniþjón- ustu konungsfjölskyldunnar í Riyhadh og hafði það verkefni að fá bin Laden til að friðmælast við hana. Eftir árásina á Tví- buraturnana í New York leit- aðist Khashoggi við að fjarlægj- ast bin Laden enda minni upphefð í vináttu við hann eins og komið var. Khashoggi starfaði vissulega við fjölmiðlun af ýmsu tagi og lengst af fyrir eigin valdhafa, var ritstjóri ýmissa miðla og var í nánu sambandi við valdamestu menn í Riyadh, þar með talinn æðsta yfirmann leyniþjónust- unnar þar, allt þar til sá sagði af sér örfáum dögum fyrir árásina 11. september 2001. Hann tók síðar að styðja Bræðralag múslíma sem ógnaði valdi Mubaraks, forseta Egypta, svo að hann var hrakinn úr emb- ætti. Al-Sisi hershöfðingi náði að hrekja Mohamed Morsi, leiðtoga Bræðalagsins, frá völdum. Framansögð lýsing er aðeins brot af sögunni en hún gerir óneitanlega umfjöllun síðustu daga um aðför að „blaðamann- inum“ sem skrifar pistla í Wash- ington Post eilítið skiljanlegri en hún var. Hvers vegna hefur mál- ið ekki verið sett í rétt samhengi sem er flestum aðgengilegt? Fréttir um meint örlög Khashoggi blaðamanns hafa verið allt of göt- óttar. Hvers vegna?} Örlög „blaðamannsins“ Fernando Alban,stjórnarand- stæðingur í Vene- súela, lést á dög- unum í haldi stjórnvalda. Alban hafði verið sakaður um að hafa tekið þátt í „morð- tilræði“ við Nicolas Maduro, forseta landsins, þar sem dróni hlaðinn sprengiefni hafði flogið fullnærri Maduro, en sprungið svo án þess að valda skaða. Þótti lítill fótur fyrir ásök- ununum á hendur Alban. Samkvæmt frásögn stjórn- valda fyrirfór Alban sér með því að stökkva út um glugga á 10. hæð höfuðstöðva leyni- lögreglunnar í Caracas þar sem hann var í haldi. Sögðu vinir hans og fjölskylda að sú frásögn væri fjarstæða og sök- uðu því stjórnvöld um að bera ábyrgð á dauða hans. Fleiri hafa tekið undir þær ásakanir og hefur Bandaríkja- stjórn til dæmis fordæmt stjórnvöld í Venesúela vegna málsins, auk þess sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa kall- að eftir því að óháð rannsókn fari fram á dauða Albans. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Vene- súela þverneiti að hafa látið myrða Alban er ljóst að trúverð- ugleiki þeirra hefur gjör- samlega horfið með sífellt ger- ræðislegri framgöngu, þar sem lýðræðið í landinu hefur svo gott sem verið afnumið og stjórnarandstæðingar eru beittir æ meiri hörku. Óháð því hvort hinar graf- alvarlegu ásakanir séu sannar eða ekki er það staðreynd að fjöldi manns situr nú í fangelsi í Venesúela fyrir þær sakir einar að hafa sett sig upp á móti stjórn sósíalista. Eftir ör- lög Albans verða þeir nú allir að teljast í lífshættu og þó að krafan um óháða rannsókn sé skiljanleg er jafn ljóst að á meðan núverandi stjórnvöld halda völdum í Caracas eru engar líkur á að slík rannsókn fari fram eða að ástandið í landinu batni. Stjórnvöld í Vene- súela eru farin að grípa til þekktra að- ferða harðstjórna} Ástandið versnar enn E in stærsta áskorun sem Ísland og nágrannalönd þess standa frammi fyrir nú er mönnunar- vandi í heilbrigðiskerfinu. Sá vandi hefur verið viðvarandi í fjölmennum starfsstéttum í heilbrigðiskerf- inu, t.d. og sérstaklega hjá hjúkrunarfræð- ingum. Það er áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir og ljóst er að við þurfum að bæta kjör hjúkrunarfræðinga og annarra fjölmennra kvennastétta, gera starfsumhverfið eftirsóknarverðara og meta menntun til launa á sanngjarnan hátt. Hvað hjúkrunarfræðinga varðar sér- staklega er áskorunin tvíþætt. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að fjöldi útskrifaðra hjúkr- unarfræðinga verði í samræmi við þörf og næga ný- liðun í stéttinni og í öðru lagi þarf að tryggja að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa menntað sig til starfs- ins skili sér í fagið og loks að leita leiða til að ná til baka þeim hjúkrunarfræðingum sem ekki starfa við hjúkrun. Ég hef ákveðið að leggja sérstaka áherslu á þessi mál og hef til skoðunar aðgerðir í því skyni að tryggja mönnun hjúkrunarfræðinga til framtíðar. Að- gerðirnar varða allar starfskjör hjúkrunarfræðinga á einn eða annan hátt. Þær varða meðal annars kjör, vinnutíma, starfsumhverfi, menningu og stjórnun og menntun hjúkrunarfræðinga. Hvað kjör varðar þarf að vera sam- hljómur í upplifun hjúkrunarfræðinga á ábyrgð og vinnuálagi annars vegar og launakjörum hins vegar. Vinnutími og vaktaálag þurfa að vera þess eðlis að hægt sé að samræma vinnu og einkalíf svo vel sé og starfsumhverfi þarf að vera til þess fall- ið að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna. Í því samhengi skiptir vinnuaðstaða, tækjabúnaður, vinnuálag og möguleikar til starfsþróunar miklu máli. Mikilvægt er einnig að fjöldi braut- skráðra hjúkrunarfræðinga taki mið af þörf fyrir nýliðun í heilbrigðisþjónustunni. Í yfirlýsingu minni, forsætisráðherra og fjármálaráðherra frá 12. febrúar 2018 í tengslum við kjarasamninga BHM kemur fram að ráðast eigi í sérstakt átak í gerð nýrrar mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Að mínu mati er mikilvægt að mannaaflaspá taki einnig til hjúkrunarfræðinga. Að mínu mati þarf pólitískan vilja til þess að mönn- un heilbrigðisþjónustunnar verði eins og best verður á kosið. Samstarf við fagstéttirnar sjálfar er þar í forgrunni, skýrar spár og metnaðarfull framtíðarsýn fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Mönnun í hjúkrun Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Tæplega fjórir af hverjum tíu félagsmönnum í SFR telja vinnuálag sitt of mikið. „Rúm- lega einn af hverjum fjórum svarendum segist vera svo þreyttur eftir að heim sé kom- ið að hann eigi erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir í umfjöllun SFR um nið- urstöður launakönnunarinnar. Konur eru oftar örmagna en karlar og ungt fólk frekar en eldra fólk. Á hinn bóginn kemur fram að aldrei hefur mælst meiri ánægja með laun en nú. Nú segist rúmur þriðjungur vera ánægður með laun sín, en um 43% eru óánægð með launin. „Nærri níu af hverjum tíu [félagsmönnum í St.Rv.] eru ánægðir með lífið og er það álíka hátt hlutfall og síðustu ár. Hlutfall félagsmanna sem eru mjög ánægðir með lífið hefur þó aldrei mælst hærra en ríflega 40% félagsmanna segj- ast nú mjög ánægð með lífið. Aðeins 23% félagsmanna voru ánægð með lífið árið 2011,“ segir í umfjöllun St.Rv um niðurstöður launakönn- unarinnar. Eru örmagna eftir vinnu KÖNNUN SFR OG ST.RV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.