Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fram kom í máli Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðar- ins (SI), á fundi SI og Félags við- skipta- og hagfræðinga í gær að samkvæmt nýrri talningu SI eru nú 4.845 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í smíðum. Það eru 752 eða 18% fleiri íbúðir en voru í byggingu í mars sl. Þar af eru 4.466 íbúðir, eða 92% allra íbúða í byggingu, í fjölbýli. Fjölgun íbúða í byggingu er hlut- fallslega mest í Reykjavík en þar eru nú 629 fleiri íbúðir í byggingu en í mars, sem er 36% aukning. Að sögn Ingólfs er sú aukning fyrst og fremst á þremur reitum, þ.e. Valsreit á Hlíðarenda, RÚV-reit og Spönginni í Grafarvogi. Séu nágrannasveitarfélögin talin með eru samtals 5.799 íbúðir í bygg- ingu á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grenni þess. Það eru um 19% fleiri íbúðir en í talningu SI í mars. Lóðaskortur ýtir upp verði Ingólfur segir skort á nýjum íbúðum eina helstu skýringuna á því að íbúðaverð hefur hækkað umfram laun síðan 2016. Lóðaskortur sé meginástæða lítils framboðs nýrra íbúða. Sú takmörkun á framboði hafi því verið stór þáttur í verð- þróuninni. Þá segir Ingólfur margt benda til þess að flækjustig við mannvirkja- gerð sé hærra hér á landi en í ná- grannalöndum. Til dæmis sé Ísland í 64. sæti af 190 löndum þegar kem- ur að því að reisa mannvirki. Með þetta í huga sé brýnt að einfalda reglu- verk til muna og gera það sveigj- anlegra til að draga úr töfum og kostnaði við byggingu íbúðar- húsnæðis. Núverandi fyrirkomulag í kringum bygginga- og mann- virkjagerð sé óskilvirkt. Boðleiðir séu langar og ákvarðanataka tíma- frekari en annars væri. Það leiði aft- ur til aukins kostnaðar við byggingu húsnæðis. Sama regluverk fyrir bílskúr og hátæknisjúkrahús Máli sínu til stuðnings bendir Ingólfur á að umfang byggingar- eftirlits hér á landi sé hið sama óháð því hvernig mannvirki er verið að byggja. Þannig geri regluverkið ráð fyrir sama ferli hvort sem verið er að byggja bílskúr eða hátækni- sjúkrahús, svo dæmi sé tekið. Að loknu erindi sínu var Ingólfur spurður hvort fækkun íbúða sem leigðar eru til ferðamanna og brott- flutningur erlends vinnuafls gæti haft áhrif á fasteignaverð. Sagði Ingólfur hugsanlegt að nafnverð fasteigna gæti lækkað á höfuðborgarsvæðinu ef framboðið ykist umtalsvert vegna slíkra þátta. Fram hefur komið að töluvert færri Airbnb-íbúðir voru skráðar á Íslandi í sumar en sumarið 2017. Þunglamalegt kerfi hækkar íbúðaverðið Ingólfur Bender  SI gagnrýna leyfisveitingakerfið Lof mér að falla Styrktar- sýning Fimmtudaginn 18. október Háskólabíó kl. 20.50 Borgarbíó kl. 17 Styrktu skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins um 1900 kr. með því að senda „Takk“ í númerið 1900. Frú Ragnheiður Ungfrú Ragnheiður á Akureyri Konukot Allur aðgangseyrir rennur til skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ár- múla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57, en ljúka átti framkvæmdum fyrir jól. Starfsmenn frá byggingarfulltrúa í Reykjavík fóru á vettvang á mánudag til að stöðva framkvæmdir, en Vinnu- eftirlitið hafði þá bannað alla vinnu frá og með 12. október, þar sem veigamik- il öryggisatriði voru í ólagi og öryggis- stjórnunarkerfi á verkstað ófullnægj- andi. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir meðal annars að ástand rafmagns- mála á verkstað sé mjög hættulegt. Rafmagnssnúrur séu hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar milli hæða og í rafmagnstöflu. Þá séu óvarin op í gólfi, fallvarnir ekki til stað- ar og starfsmenn hvorki í öryggis- skóm né með hjálma við vinnu. Í skýrslunni kemur einnig fram að byggingarleyfi sé ekki til staðar og að merki séu um að starfsmenn sofi og hafist við á vinnustaðnum. Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hótel, viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið að hann hefði greini- lega ekki staðið rétt að öllum aðbún- aði. „Þetta eru ýmis smáatriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ sagði Árni Val- ur. Þau atriði sem gerðar eru athuga- semdir við virðast þó ekki vera nein smáatriði, líkt og hann heldur fram. Að byggingarleyfi sé til staðar er til að mynda grundvallaratriði þegar kemur að ráðast í framkvæmdir. Það fékkst staðfest hjá embætti byggingarfull- trúa Reykjavíkur að aldrei hefur verið sótt um leyfi fyrir stækkun hótelsins í Ármúla. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að hafa byggingarleyfi til að geta hafið framkvæmd,“ segir Særún Jónasdótt- ir, skrifstofufulltrúi hjá embætti bygg- ingarfulltrúa. „Þetta kemst yfirleitt upp þegar nágrannar fara að kvarta. Þá er þetta skoðað. Það er því enginn hagur að því að sækja ekki um.“ Að hennar sögn hefur byggingarfulltrúi ekki mannafla í að skoða allar fram- kvæmdir en þegar ábendingar koma sé brugðist skjótt við, líkt og í um- ræddu tilfelli. Særún segist ekki geta svarað því hvort það geti gleymst að sækja um leyfi eða hvort það sé ekki gert af ásetningi. Það sé eflaust allur gangur á því. Það vakni þó stundum grunur um að menn kjósi það að sækja ekki um leyfi, enda þurfi að uppfylla ákveð- in skilyrði til að leyfið fáist. „Þá þarf að fá byggingarstjóra, meistara og teikn- ingar og greiða útreiknuð gjöld. Það eru frumskilyrðin fyrir því að byrja á framkvæmdum,“ útskýrir hún. Til að hægt sé að hefja framkvæmd- ir aftur við stækkun hótelsins þarf að sækja um leyfi og það að fást, en jafn- framt gera þær úrbætur sem Vinnu- eftirlitið gerir kröfu um. „Hann fær ekkert að halda áfram fyrr en leyfið er komið,“ segir Særún. Sóttu aldrei um leyfi fyrir stækkun City Park Hotel  Byggingarfulltrúi lét stöðva framkvæmdir á staðnum Morgunblaðið/Hari Bygging Vinnueftirlitið og embætti byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa þurft að hafa afskipti af óleyfisframkvæmd við hótel í Ármúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.