Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðurinn Lífsverk hefur náð samkomulagi við félagið Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suð- urlandsbraut 68-70. Með aðkomu lífeyrissjóðsins að uppbyggingunni er sjóðfélögum hans tryggður for- gangur að hluta íbúðanna sem nú þegar hafa verið reistar. „Þetta er framkvæmd sem felur í sér 74 nýjar íbúðir. Leitað var til sjóðsins um mögulega aðkomu að fjármögnun verkefnisins. Við sáum tækifæri í því að fjármagna það einfaldlega í heild og þá á þeim for- sendum að við gætum tryggt okkar sjóðfélögum ákveðinn forgang að húsnæðinu,“ segir Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks. Tíu fyrst, aðrar tíu síðar Íbúðirnar eru nú þegar allar í út- leigu. Hins vegar felur samning- urinn í sér að næstu 10 íbúðir sem losna muni ganga til sjóðfélaga Lífsverks. Þegar sá kvóti hefur ver- ið fylltur munu næstu 10 íbúðir sem losna ganga til annarra sem eru á biðlista. Þegar sá kvóti hefur verið fylltur munu næstu 10 íbúðir sem losna þar á eftir renna til sjóð- félaga. „Þetta er ágætt fyrirkomulag en allir sjóðfélagar sem eru 60 ára og eldri geta sótt um íbúðir í húsnæð- inu. Af tæplega 5.000 sjóðfélögum okkar eru aðeins 419 þeirra á elli- lífseyrisaldri. Fleiri eru sannarlega 60 ára og eldri en þarna getum við þjónustað hluta þeirra og jafnvel stóran hluta þeirra sem vilja nýta sér þjónustu af þessu tagi,“ segir Jón. Fjármögnunin felur í sér fjár- mögnun til 30 ára og nemur heild- arfjárhæðin um 1,6 milljörðum króna. Er lánveitingin í formi veð- tryggðra skuldabréfa. „Við teljum okkur vera að fá góða ávöxtun í þessari fjárfestingu og þetta er mjög traustur eigna- flokkur,“ segir Jón en spurður út í hvort sjóðurinn þurfi að gefa afslátt af kjörunum vegna forgangs sjóð- félaga að íbúðunum segir hann að ekki þurfi að líta svo á. „Ávöxtunin er góð en báðir aðilar njóta einnig góðs af því að það er mun einfaldara að við lánum ein til verkefnisins en ef fleiri aðilar hefðu haft aðkomu þar að.“ Heildareignir Lífsverks eru í dag um 85 milljarðar króna og því nem- ur fjármögnun verkefnisins um 1,9% af eignasafninu. Nýstárleg leið Jón segir að forsvarsmenn sjóðs- ins hafi reynt að grafast fyrir um eldri dæmi þess að lífeyrissjóðir hafi stigið skref af þessu tagi. „Við höfum ekki fundið nein dæmi þess. Við höfum hins vegar eins og aðrir sjóðir heyrt af gagn- rýni þess efnis að lífeyrissjóðir megi gera meira fyrir sína eldri sjóðfélaga. Þetta er ágæt leið til þess þar sem enginn afsláttur er gefinn af þeirri meginreglu að há- marka arðsemi fjárfestinganna.“ Hann segir að það fordæmi sem Lífsverk setji með þessu verkefni geti mögulega orðið fyrirmynd að frekari aðkomu sjóðsins og annarra að fjármögnun á þessum forsend- um. Nú stendur fyrir dyrum að kynna þessa leið fyrir sjóðfélögum og á næstu vikum mun koma í ljós hver eftirspurnin eftir íbúðunum verður. Sjóðfélagar fá forgang Íbúðir Mikil uppbygging hefur verið í Mörkinni á undanförnum árum.  Lífsverk lífeyrissjóður fjármagnar byggingu 74 íbúða til 30 ára  Sjóðfélagar hafa forgang að 20 íbúðum í húsnæðinu  Sögð ný leið til þjónustu við sjóðfélaga Taka höndum saman » Sjóðfélagar Lífsverks geta skráð sig á biðlista eftir íbúð- um hjá sjóðnum. » Sjóðurinn hefur milligöngu um úthlutun íbúðanna á grund- velli forgangs sem samið hefur verið um. » Fyrstir koma, fyrstir fá verð- ur reglan við úthlutun á for- gangslistanum. fyrr í mánuðinum var sagt að með nýju mati myndi liggja fyrir hlut- höfum að leggja mat á og taka af- stöðu til þess hvort viðskiptin væru hagfelld fyrir HB Granda. Tillagan væri þá meðal annars lögð fram í ljósi þess að aðaleig- andi seljanda, Guðmundur Krist- jánsson, sé á sama tíma forstjóri HB Granda og stærsti hluthafi fyr- irtækisins. Markmið tillögunnar væri því að tryggja að ákvörð- unartakan væri hafin yfir allan vafa. Í tilkynningu HB Granda segir að þess verði nú farið á leit við fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. að við verðmatið verði m.a. lagt mat á það hversu vel rekstur Ög- urvíkur ehf. fellur að rekstri HB Granda hf. þannig að um góðan fjárfestingarkost sé að ræða og hvort slík samþætting sé ákjós- anleg fyrir HB Granda hf. „Í þessu samhengi skal m.a. leggja mat á samlegðaráhrif vegna fyrirhug- aðra kaupa félagsins á Ögurvík ehf. og mat lagt á rekstrarvirði Ögurvíkur ehf. í hendi HB Granda hf. að teknu tilliti til þeirra.“ Hluthafafundur HB Granda sam- þykkti í gærkvöldi tillögu Gildis lífeyrissjóðs um að nýtt mat fari fram vegna kaupa HB Granda á Ögurvík ehf. áður en hluthafar taki endanlega afstöðu til tillögu stjórnar um að staðfesta ákvörðun hennar um viðskiptin. Í tilkynningu HB Granda segir að framhaldshluthafafundur verði haldinn 2. nóvember nk., en áður muni hluthöfum verða kynnt mat Kviku banka hf. á áformunum. Í greinargerð með tillögu Gildis Samþykkt að Kvika meti Ögurvík  Aftur hluthafafundur 2. nóvember Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mat Rekstarvirði Ögurvíkur í hendi HB Granda verður metið. ● Flugfélagið WOW air hyggst hefja flug á ný til Tel Aviv Ísrael í júní á næsta ári en í lok þessa mánaðar voru síðustu ferðir félagsins á dagskrá í bili. Í tilkynn- ingu frá flugfélaginu kemur fram að flogið verði fjórum sinnum í viku, frá þriðjudegi til fimmtudags, og á laug- ardögum. Flug hefst 11. júní 2019 og stendur til boða út októbermánuð það ár en sala flugsæta hefst í dag kl. 10. „Við erum ánægð með að geta hafið flug til Ísraels að nýju. Við finnum fyrir miklum áhuga á flugleiðinni. Bæði hafa Ísraelar mikinn áhuga á að heimsækja Ísland auk þess sem tengingin við Norður-Ameríku undirstrikar okkar sér- stöðu á markaðnum,“ segir Skúli Mog- ensen, forstjóri og stofnandi WOW air, í tilkynningu. peturhreins@mbl.is WOW air selur flugferðir til Tel Aviv á ný 17. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 115.59 116.15 115.87 Sterlingspund 152.08 152.82 152.45 Kanadadalur 88.78 89.3 89.04 Dönsk króna 17.962 18.068 18.015 Norsk króna 14.183 14.267 14.225 Sænsk króna 12.905 12.981 12.943 Svissn. franki 117.28 117.94 117.61 Japanskt jen 1.0337 1.0397 1.0367 SDR 161.47 162.43 161.95 Evra 134.03 134.77 134.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.333 Hrávöruverð Gull 1233.0 ($/únsa) Ál 2044.5 ($/tonn) LME Hráolía 81.0 ($/fatið) Brent ● Fiskafli íslenskra skipa í september nam 108.011 tonnum og var 14% minni í ár en á sama tíma í fyrra. Skýrist breytingin að mestu leyti af minni upp- sjávarafla. Þetta kemur fram á vef Hag- stofunnar. Botnfisksafli var 7% meiri í september í ár en í fyrra og nam 35 þúsund tonnum, þorskafli var 21 þús- und tonn og var 3% minni. Þá dróst uppsjávarafli saman um 23% og nam 69 þúsund tonnum. Af uppsjávarteg- undum veiddist mest af markíl eða um 54 þúsund tonn. Á tólf mánaða tímabili, frá október 2017 til september 2018, nam heildaraflinn 1.253 þúsund tonn- um sem er 11% aukning m.v. sama tímabil ári fyrr. peturhreins@mbl.is Fiskafli í september dróst saman um 14% STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.