Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Íþessari stuttu en efnismikluskáldsögu Halldóru Thor-oddsen er fjallað um íslensku hippakynslóðina og hippatímabilið, hvaðan það spratt, um hvað það snerist en ekki síst hvort og þá hverju það breytti. Í afar innihaldsríkum formála grein- ir höfundur af mikilli sagnalist rót hippatímabilsins í Bandaríkjunum áður en sögunni víkur til Íslands, hvar „þefnæmt ungviðið“ hlýðir kalli tímans. Unga fólkið á Íslandi hefur mun fátæklegri forsendur en jafnaldrar þess í heimsveldinu vestra til að gera uppsteyt, það meira svona gengst tíðarand- anum á hönd. Hryggjarstykkið í Katrínarsögu er hippatímabilið en kjarni hennar snýst miklu fremur um hvers eðlis sannfæring og hugsjónir eru og spurningin sem eftir situr er sú hvort allur þorri fólks sé trúr einhverju öðru en tíðarandanum, ríkjandi goðsögu hvers tíma, og verkið talar að því leyti inni í samtímann. Katrín og félagar hennar í menntaskóla stofna kommúnu í Reykjavík, Bob Dylan er á fón- inum, pípan gengur hringinn, mál- að er á Bernhöftstorfunni, djamm- að í Tjarnarbúð, vírúlpan er aðalflíkin og margt er skeggrætt. Þau flytja úr einni kommúnu í aðra, í Loðmundarfjörð, Kaup- mannahöfn, Kristjaníu og svo loks í Hlíðarnar. Einhver verða vímu- efnum að bráð, morðmál skekur samfélagið og lögreglan tekur sak- laus ungmenni í yfirheyrslu og „ætlar að uppræta þau með morð- ákærum“. Halldóra hefur einstakan ríku- legan stíl og segir hér eins og í fyrri verkum sínum mikið í fáum orðum og lætur hugmyndir njóta sín og kristallast í sterku mynd- máli og beittu tungutaki. Hún ger- ir margar óvæntar tengingar og varpar fram eftirminnilegum og snjöllum myndum: „Fátæklinga- auðlindin þornar ekki upp, hún endurnýjast með auknum krafti, rök og mjúk.“ Textinn í Katrínar- sögu er hlaðinn merkingu en einn- ig eru í bókinni fjölmörg nokkuð ungæðisleg samtöl hippanna þar sem kveður við annan tón. Þau eru dálítið eins og „stakkató“, stutt- araleg, kveðið er í og úr, farið úr einu í annað og formið fer þar vel með efninu, samtöl unga fólksins vingsast einhvern veginn áfram eins og fólkið sem hverfur úr einni kommúnu í aðra, frá einu landi til annars og úr einum faðmi í annan. Hugmyndir tvennra tíma eru tengdar óvænt og skemmtilega saman. Þannig ganga kröfur hipp- anna aftur í nýjum en óblíðari búningum. Nýfrjálshyggjan heimt- ar líka frelsi en frá reglum sem hefta gróðann, einhverjar slitrur af hugmyndinni um frjálsar ástir eru „sestar að í klámheimum“ og and- leg rækt er orðin að gróðabralli enda annar hver maður „orðinn heilari með blómlega veltu“. Katrínarsaga er einnig hörð gagnrýni á samtímann. Sagan spannar nokkra áratugi eða allt þar til blómabörnin, sem vissulega tókst að skekja, trufla og ógna kerfinu, eru orðin ráðsett og ný goðsaga hefur velt þeirri gömlu úr sessi. Ólíkt flestu samferðafólki sínu er Katrín alltaf trú þeim hug- myndum sem hún fjárfestir í sem ung stúlka og ofsafengin peninga- hyggja vekur henni undrun og veldur henni beinlínis sársauka: „Í kringum hana afskræmast andlit í þessu tryllta klappi og skælbrosi. Hún sér æði í augum þeirra, skynjar grimma og gargandi kös.“ Samferðafólk hennar verður „tíðarandsetið“ eins og Katrín orðar það, það verður samdauna nýjum tíðaranda og hlýðir hinum nýja bjölluhljómi auðhyggjunnar. Bjölluhljómurinn kallar sauði sína Skáldsaga Katrínarsaga bbbbn Eftir Halldóru Thoroddsen. Sæmundur gefur út, 2018. 144 bls. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Hippar „Halldóra hefur einstakan ríkulegan stíl og segir hér eins og í fyrri verkum sínum mikið í fáum orðum og lætur hugmyndir njóta sín og kristallast í sterku myndmáli og beittu tungutaki,“ segir um bók Halldóru Thoroddsen. Atvinna Utøya 22. júlí Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 20.00 Bráðum verður bylting! Árið 1970, í kjölfar mikilla efnahagsþrenginga, var póli- tískt andóf fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi. Morgunblaðið bbbmn Bíó Paradís 18.00 Sorry to Bother You Þegar Cassius Green upp- götvar leynda hæfileika sína til að hljóma einsog hvítur sölumaður í síma, virðist allt ætla að ganga honum í hag- inn. Metacritic 81/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 22.20, 22.30 Mandy Metacritic 81/100 IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 22.00 Kler (Clergy) IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Undir halastjörnu 16 Morgunblaðið bbbmn Smárabíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 18.30, 21.40 Borgarbíó Akureyri 21.30 Johnny English Strikes Again Metacritic 35/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.45, 20.00 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Keflavík 19.30 Smárabíó 15.10, 17.20, 19.50, 22.30 Háskólabíó 17.40, 19.40 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30 Venom12 Metacritic 35/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 19.50, 22.15 Sambíóin Álfabakka 17.10, 17.30, 19.30, 20.00, 21.50, 22.25 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.00 Smárabíó 16.20, 17.10, 19.00, 19.30, 22.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50 Peppermint 16 Metacritic 29/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 22.15 A Star Is Born 12 Metacritic 87/100 IMDb 8,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.10 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 21.00, 22.15 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 21.30 The Nun 16 Metacritic 46/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 The House with a Clock in Its Walls Metacritic 57/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 18.50 Sambíóin Akureyri 17.15 Mamma Mia! Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50 Grami göldrótti Trausti er ungur drengur sem er óvart sendur yfir til annars heims þar sem hann verður að eiga við illgjarnan galdrakarl, Grami að nafni. Laugarásbíó 17.45 Smárabíó 15.10, 17.30 Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagna- kenndri dýrategund, mann- inum Percy. Metacritic 58/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 16.45 Sambíóin Akureyri 17.20 A Simple Favor 12 Háskólabíó 20.30 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 81/100 IMDb 7,7/10 Háskólabíó 18.10 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Smárabíó 16.30, 19.40, 22.20 Háskólabíó 20.50 Bíó Paradís 21.50, 22.00 Borgarbíó Akureyri 17.00 Lof mér að falla 14 First Man 12 Myndin er byggð á ævisögu James Hansen; First Man: A Life Of Neil A. Armstrong, og segir söguna af fyrstu ferðinni til tungls- ins, með sérstakri áherslu á geimfarann Neil Armstrong. Metacritic 84/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 17.10, 22.00 Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Night School 12 Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöldskóla í þeirri von að þeir nái prófum og klári menntaskóla. Metacritic 43/100 IMDb 5,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.