Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf V ð f á 2024 SLT L iðLé t t ingur Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@ jotunn.is // www. jotunn.is er r 2.890.000 án vsk. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Egypskar hersveitir segjast hafa drepið 450 íslamska vígamenn í um- fangsmiklum aðgerðum gegn Ríki íslams á Sínaískaga, en þær hafa nú staðið yfir í átta mánuði. Er það fréttaveita AFP sem greinir frá. Hernaðaraðgerðir Egyptalands á Sínaískaga gegn vígamönnum Ríkis íslams hófust í kjölfar þess að þeir gerðu skot- og sprengjuárás á mosku í norðurhluta Sínaískaga í nóvember 2017. Haft var eftir sjón- arvottum að árásarmennirnir hefðu umkringt moskuna á fjórhjólum og sprengt sprengju fyrir utan hana. Þeir kveiktu einnig í bílum mosku- gesta til að koma í veg fyrir að fólk gæti flúið og hófu skothríð á skelf- ingu lostið fólk sem reyndi að kom- ast undan. Forseti Egyptalands lýsti í kjölfarið yfir þriggja daga þjóðar- sorg vegna blóðsúthellinganna, en alls létust nokkuð yfir 300 manns. Hundruð liggja í valnum Tamer al-Rifai, talsmaður her- sveita Egyptalands, segir 450 íslam- ista hafa fallið í aðgerðum hersins og lögreglu á norður- og miðhluta Sín- aískaga síðastliðna átta mánuði. Samkvæmt opinberum tölum hafa 30 hermenn fallið í átökunum til þessa. Vígamenn Ríkis íslams og ann- arra öfgahópa þeim hliðhollra hafa orðið hundruðum her- og lögreglu- manna að bana í árásum á Sínaí- skaga undanfarin ár. Árásum á ör- yggissveitir tók mjög að fækka 2017 þegar þeir lögðu meiri áherslu á að ráðast á óbreytta borgara, meðal annars súfa, sem íslamistar saka um villutrú, kristna Egypta og bedúína sem þeir saka um að starfa með ör- yggissveitum á svæðinu. Þá greinir fréttaveita AFP frá því að eitthvað hafi borið á kvörtunum mannrétt- indahópa á svæðinu vegna aðgerða hersins. Talsmaður hersveita Egyptalands gerir þó lítið úr því. „Allar loftárásir hersins eiga sér stað á svæðum sem eru utan þétt- býlissvæða,“ hefur AFP eftir hon- um. Segir hann herinn einnig veita íbúum svæðisins mannúðaraðstoð. Fjölmiðlum hefur til þessa verið meinaður aðgangur að þeim svæðum þar sem átökin standa yfir. Menn Ríkis íslams stráfelldir  Egypskar hersveitir segjast hafa drepið 450 vígamenn á átta mánuðum  Átök- in eiga sér stað á Sínaískaga  Blossuðu upp í kjölfar árásar íslamista á mosku AFP Hermáttur Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands (t.v.), var viðstaddur minningarathöfn um fallna hermenn sem haldin var í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær. Hersveitir hans hafa undanfarið skipst á skotum við Ríki íslams. Byltingarverðirnir, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, segjast hafa framkvæmt 700 drónaárásir á liðsmenn Ríkis íslams í Sýrlandi. „Sprengjudrónar okkar hafa 700 sinnum beitt snjallsprengjum gegn Ríki íslams,“ hefur fréttaveita AFP eftir íranska hershöfðingjanum Amirali Hajizadeh. „Drónarnir voru nýttir til árása á skriðdreka, brynvarða bíla, ökutæki sem nýtt eru til sjálfsvígsárása og 23 mm fallbyssur – allt voru þetta skot- mörk sem Ríki íslams sér mjög eftir og með því að eyðileggja þau höfum við haft mikil áhrif á gang mála.“ Fréttaveita AFP segir byltingar- verðina seinast hafa gert drónaárás gegn Ríki íslams 1. október síðast- liðinn. Nýttu sveitirnar þá sjö sprengjudróna og sex stýriflaugar. Var um að ræða hefndaraðgerð fyrir mannskæða árás í september, en þá réðust vígamenn á hóp ír- anskra hermanna á hersýningu. Klerkastjórnin í Íran er einn helsti bandamaður Bashars al- Assads Sýrlandsforseta og veita Ír- anir þeim m.a. hernaðarráðgjöf. ÍRAN AFP Klerkastjórn Byltingarverðir Írans sjást hér á sýningu í höfuðborginni. Sprengjudrónum beitt 700 sinnum Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun sækja minn- ingarathöfn í París 11. nóv- ember nk., en þá verður þess minnst að eitt hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrj- aldar. Fjölmarg- ir aðrir þjóðarleiðtogar munu sækja frönsku höfuðborgina heim af þessu tilefni, þeirra á meðal forseti Bandaríkjanna. Pútín mun taka þátt í athöfn sem haldin verður á Champs-Élysées og má þar einnig búast við hersýn- ingu. Síðar sama dag mun hann leggja blómsveig við minnisvarða um fallna hermenn og eiga fund með Frakklandsforseta. FRAKKLAND Leiðtogar minnast loka fyrri styrjaldar Vladimír Pútín Stjórnvöld í Mongólíu hafa boðið Kim Jong- un, leiðtoga Norður-Kóreu, að sækja höfuð- borg lands síns heim. Mongólar voru á sínum tíma vongóðir um að fundur þeirra Kims og Donalds Trump Bandaríkjaforseta yrði haldinn í Mongólíu. Leiðtoga- fundurinn fór hins vegar fram í Singapúr í júní síðastliðnum. Heimboðið kemur nú í kjölfar þess að líkur eru taldar á að leið- togarnir ætli að hittast á ný og hef- ur fundarstaður ekki verið ákveð- inn, að sögn fréttaveitu AFP. Skrifstofa forseta Mongólíu sendi Kim boðið 10. október og er hann sagður velkominn hvenær sem er. MONGÓLÍA Vilja fá Kim Jong-un í heimsókn til sín Kim Jong-un Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþí- ópíu, hefur ákveðið að fækka ráð- herrum sínum, sem eru þó enn tutt- ugu talsins, og hefur skipað konur í helming embættanna. Ráðuneytin voru áður 28, en þetta er í fyrsta skipti í sögu landsins sem konur eru helmingur ráðherra. Fréttaveita AFP segir konur nú vera í nokkrum af helstu ráðuneyt- um landsins, meðal annars hinu nýja friðarráðuneyti sem hefur málefni alríkislögreglunnar og leyniþjón- ustustofnanir á sinni könnu. Þá eru kvenkyns ráðherrar einnig yfir ráðu- neytum viðskipta, iðnaðar og varn- armála í Eþíópíu. Uppstokkanir og umrót Að sögn AFP hafa fleiri ríki Afr- íku valið konur sem varnarmálaráð- herra, m.a. Kenía, Suður-Afríka, Gínea-Bissau, Nígería, Miðafríku- lýðveldið og eyjan Madagaskar sem er við austanverða Afríku. Einn hinna nýju ráðherra er Aisha Mohammed, fyrrverandi ráðherra nýbygginga og ferðaþjónustu. Hún gegnir nú embætti ráðherra þjóðar- öryggismála, fyrst kvenna. Þá er nýr friðarmálaráðherra Muferiat Kamil, en hún var áður þingforseti. Þessi uppstokkun er ein margra frá því að Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu í apríl síð- astliðnum. Meðal þess sem honum hefur tekist í embætti er að koma á friði við nágrannríkið Erítreu, leysa pólitíska fanga úr haldi, bjóða hópa sem hafði verið úthýst velkomna til baka og að áforma einkavæðingu margra fyrirtækja. Mikil óöld hefur hins vegar gengið yfir landið und- anfarin ár og þrátt fyrir yfirlýst markmið Ahmeds um að lægja öldur óeirða hafa átökin haldið áfram. Verst er ástandið sagt í suðurhlut- anum þar sem hátt í ein milljón manns hefur lagt á flótta frá því að átökin blossuðu upp árið 2015. AFP Ríkisvald Hluti hinna nýju ráðherra sver eið að stjórnarskrá landsins. Helmingur ráð- herra er konur  Uppstokkun í ráðherraliði Eþíópíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.