Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Birkir Blær Ingólfsson hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin þetta árið fyrir bók sína Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn. Þetta er fyrsta skáldsaga Birkis sem lauk BA-prófi í lögfræði en segist hafa áttað sig á því að hann langaði frekar að skrifa heldur en læra meiri lögfræði. Ævintýrabók með boðskap Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn er ævintýrabók og Birkir segir að þótt hún henti sennilega aldurshópnum tíu til tólf ára best, geti hún vel fallið í kramið hjá eldri börnum líka. „Satt að segja átti hún fyrst að vera bók fyrir fullorðna en ég var ekki kominn langt með hana þegar ég ákvað að þetta yrði barnabók. Bókin fjallar um tvö börn sem trúa því að náttúran sé lifandi og það eigi að koma vel fram við hana og sýna henni virðingu. Á sama tíma finnur stærsta fyrirtæki heims upp nýja tækni sem framleiðir tíma með því að setja upp segl á ákveðnu landsvæði og þegar vind- urinn blæs í seglin úr austri þá ýtir vindurinn á móti snúningi jarð- arinnar þannig að dagarnir lengj- ast. Börnunum finnst ekki mega fara svona með vindinn og úr verð- ur barátta þar sem hópur af börn- um glímir við voldugasta fyrirtæki heims.“ Eru umhverfismál kannski und- irliggjandi þema bókarinnar? „Já, það er engin spurning. Um- hverfið er ofboðslega mikilvægt og stórt mál og á erindi bæði við börn og fullorðna. Mér finnst eitthvað svo barnslega einfalt og fallegt við það að sjá náttúruna í því ljósi að hún sé lifandi og að við lifum í henni. Að við séum hluti af henni en að við stjórnum henni ekki. Ég held að það sé hugmynd sem verð- ur að fara að ná fótfestu; að við leikum okkur ekki að jörðinni eins og skopparakringlu heldur sjáum hana eins og lifandi kraft sem við Leikum okkur ekki að jörðinni  Íslensku barnabókaverðlaunin afhent í gær  Fyrsta skáldsaga höfundar  Langaði frekar að skrifa en læra lögfræði  Umhverfismál undirliggjandi þema Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stoltur Birkir Blær Ingólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn. búum í. Með bókinni fann ég leið til að fjalla um þetta á hátt sem nær til barna en á ekki síður erindi við fullorðna. Það væri til dæmis mjög gott ef börn myndu lesa þessa bók fyrir foreldra sína.“ Upptekinn náttúruunnandi Birkir segist sjálfur vera nátt- úrunnandi en hann hafi ekki næg- an tíma til að vera úti í náttúrunni. „Ég er haldinn þessari bölvun að vera alltaf rosalega upptekinn og hendast á milli staða eins og þeyti- spjald. En það er einmitt hinn vinkillinn í bókinni, þetta tíma- leysi. Þarna er fyrirtæki sem byrj- ar að selja fólki tíma og allir í heiminum elska það af því að allir eru svo uppteknir. Nema börnin.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að bókinni? „Þetta eru í raun tvær hug- myndir sem púslast saman í eina bók. Annars vegar þessi hugmynd um seglin sem geta framleitt tíma og í framhaldi af henni kom hug- myndin um mann sem rak fyrir- tækið sem setur upp seglin. Þegar ég svo uppgötvaði að það vantaði börn inn í söguna sem vildu passa upp á vindinn áttaði ég mig á því að þarna væri ég komin með sögu og byrjaði að skrifa.“ Verðlaunin hvetjandi Birkir segist vera með nokkrar hugmyndir í kollinum sem hann langi að koma frá sér en það verði að bíða aðeins betri tíma. „Núna er ég alveg á kafi í starfi mínu hjá Saga Film þar sem ég vinn við að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum. Um leið og þau verkefni klárast kemst ég vonandi í að leggja drög að næstu verkefnum. En ég mun pottþétt reyna að skrifa meira.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá barnabókaverðlaunin? „Svona viðurkenning hefur auð- vitað heilmikið að segja og er auð- vitað frábær fyrir sjálfstraustið og klapp á bakið. Verðlaunin skipta miklu máli, ekki endilega bara verðlaunanna vegna, heldur eru þau ofsalega stórt skref í átt að því að koma sér af stað. Þau eru mjög hvetjandi og gefa manni kannski orku í að leggja af stað með nýja hugmynd. Sjálfsagt er þetta persónubundið en ég get ímyndað mér að maður kannski klári bensíntankinn á því að vera endalaust að skrifa án þess að koma neinu út. Verðlaunin opna líka dyr inn í Forlagið og gefa manni tækifæri á að koma hug- mynd á markað, sem er ofboðslega mikils virði fyrir mig.“ Jónas Þórir stendur fyrir hádegis- tónleikaröð í Bústaðakirkju í októ- ber í tengslum við Bleikan október þar sem þeirra sem látist hafa af völdum krabbameins er minnst. Í há- deginu í dag verður á efnisskránni djass og sálartónlist. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi skipar hann djasskvartett ásamt þeim Ómari Einarssyni, Jóni Rafnssyni og Erik Qvick sem leika undir söng mæðgn- anna Þórdísar og Töru. Djass og sálar- tónlist í hádeginu Glaðbeitt Tónlistarfólkið sem fram kem- ur á tónleikunum í dag. Ástralska leikkonan Nicole Kidman segir hjónabandið með Tom Cruise hafa verndað sig í Hollywood þegar hún var yngri. Þetta kemur fram á vef BBC. „Það að vera gift afar valdamiklum manni verndaði mig fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Kidman, en þau Cruise skildu árið 2001. „Auðvitað hef ég átt mín MeToo-augnablik – allt frá unga aldri! Langar mig að deila þeim í viðtali? Nei. Birtist reynslan í verk- um mínum? Tvímælalaust.“ Að sögn Kidman neyddi hjónaskiln- aðurinn hana til að fullorðnast hratt. „Auðvitað vann ég, en ég var samt í verndarhjúp. Þegar hjóna- bandinu lauk þegar ég var 32-33 ára varð ég nánast að fullorðnast.“ Hjónabandið með Cruise veitti vernd AFP Leikur Nicole Kidman á TIFF í Toronto. Fyrstu tónleikar vetrarins í tón- leikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Þar koma fram kín- verski sellóleikarinn Chu Yi-Bing og píanóleikarinn Aladár Rácz og leika sellósónötur eftir Ludwig van Beethoven og Claude Debussy auk ljóða eftir Gabriel Fauré og verkið Eclogue eftir kínverska tónskáldið Sha Hank. „Chu Yi-Bing stundaði nám í Par- ís og hefur verið eftirsóttur einleik- ari um allan heim allt frá því hann bar sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni í Genf. Hann var fyrsti selló- leikari sinfóníuhljómsveitar Basel í fimmtán ár en er nú prófessor við Central Conservatory of Music í Beijing, starfar með Chu Yi-Bing Cello Ensemble og sem skipuleggj- andi Super Cello-tónlistarhátíðar- innar i Kína. Aladár Rácz fæddist í Rúmeníu og stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu- tónlistarskólann í Búkarest og síð- ar framhaldsnám við Tónlistar- háskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðs- vegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum. Aladár hefur haldið einleiks- tónleika í Salnum í Kópavogi og leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í píanó- konserti nr. 1 eftir Beethoven og píanókonserti nr. 1 eftir Brahms. Frá 2013 hefur Aladár verið búsett- ur á höfuðborgarsvæðinu og kennir nú við Tónlistarskólann Do Re Mi, Söngskóla Sigurðar Demetz og er einnig meðleikari í Listaháskól- anum, auk þess að koma fram á kammertónleikum og ljóðakvöld- um,“ segir í tilkynningu. Eftirsóttur Kínverski sellóleikarinn Chu Yi-Bing leikur á Íslandi í kvöld. Sónötur og ljóð í Norræna húsinu Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.