Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 sögu um hana til viðbótar. Þróun varð á ferðunum og við fórum að fara vítt og breitt um landið. Við fórum á einhver tiltekin tjald- stæði og komum okkur þar fyrir en gerðum út á daginn í skoðun- arferðir á bílum. Sérstaklega er minnisstæð ferðin á Langanes en þá komum við okkur fyrir á tjald- stæðinu á Þórshöfn og skoðuðum síðan Langanesið í mikilli blíðu, 25 stiga hita og logni. Síðasta ferðin var farin til að skoða Holu- hraun árið 2015. Á kvöldin, eftir bílferð dagsins, var ávallt slegið upp veislu í fortjaldinu hjá Eyj- ólfi og Gerði og þar var grillað, sungið og sagðar sögur. Eyjólfur elskaði þessar stundir. Hann var sagnamaður mikill og hafði alltaf frá einhverju að segja, sama hvar við vorum að ferðast. Hann var ótrúlega fróður og minnugur um náttúru og sögu Íslands, kunni Íslendingasögurnar vel og hafði gaman af að ræða og rökræða um söguna. Hann flutti heilu ljóða- bálkana sem hann kunni utan að og gat snarað fram fyrirvara- laust. Eyjólfur átti mörg áhuga- mál í gegnum tíðina; ferðalög um landið, golf, hellaskoðun, sögu landsins og jarðfræði og bók- menntir svo eitthvað sé nefnt og nú síðast sagðist hann ætla að fara að kynna sér fótbolta og sögu hans í ýmsum löndum. Hann var svo ótrúlega áhuga- samur um allt milli himins og jarðar. Það var fátt sem hann hafði ekki velt fyrir sér og mynd- að sér skoðun á. Eyjólfur var ein- staklega góð manneskja og spurði meðal annars ávallt um hag fjölskyldu okkar. Við hjónin heimsóttum Eyjólf og Gerði í fallega húsið þeirra á Spáni núna í vor og sátum dag- langt úti í garði og þá var rætt vítt og breitt, aldrei skortur á umræðuefni og stundin flaug hratt eins og ávallt þegar setið var á spjalli með Eyjólfi. Með þakklæti kveðjum við þennan merka mann og góða vin. Fjölskyldu Eyjólfs sendum við innilegar samúðarkveðjur. Inghildur og Guðbrandur. Eyjólfur Sæmundsson var Hafnfirðingur. Og stoltur af bæn- um sínum, þar sem hann ól sinn aldur. Hann lagði drjúgt af mörk- um svo auðugt og gróskumikið mannlíf gæti þróast og þroskast í bænum. Hann sat í bæjarstjórn um fimm ára skeið, var formaður hafnarstjórnar um langt árabil og sat einnig í fræðsluráði, svo fátt eitt sé talið. Svo var hann í forystu Alþýðu- flokksins og Samfylkingarinnar um áratuga skeið. Þar og víða annars staðar lagði hann sitt þunga lóð á vogarskálarnar til að stuðla að framförum og bættum hag bæjarbúa og landsmanna. Og ætíð gerði hann það út frá grunn- gildum jafnaðarstefnunnar, með frelsi til orðs og verka í öndvegi, samfara jöfnum rétti allra til mannsæmandi lífs og ásamt þriðju meginstoðinni, bræðralag- inu. Eyjólfi var ljóst að samvinna fólks var forsenda þess að málum þokaði fram á veg. Hann var því mannasættir, en rökfastur og beinskeyttur, þegar þörf var á. Eyjólfur var efnaverkfræðing- ur að mennt. Það fór ekki framhjá nokkrum manni, að hann hugsaði eins og verkfræðingur; ætíð vel undirbúinn og skipulagð- ur. Vildi hafa hlutina í föstum skorðum, nákvæmur í öllu með staðreyndir uppi á borðum, þann- ig að unnt væri að taka upplýsta ákvörðun um næstu skref. En hann var maður verka, þoldi illa að mál velktust um í skriffinnsku og masi, heldur vildi láta hendur standa fram úr örmum og láta verkin tala. Eyjólfur gegndi lykilhlutverki í sameiningu jafnaðarmanna í Samfylkinguna og varð fyrsti gjaldkeri hennar þar sem takast þurfti á við flókin og viðkvæm verkefni sem Eyjólfi fórst afar vel úr hendi. Hann var traustur félagi og vinur. Hreinn og beinn og sam- kvæmur sjálfum sér í orði og verkum. En líka glaður á góðum stundum í vinahópi. Hann var minnugur með afbrigðum á at- burði og orð úr fortíðinni og gat miðlað óspart úr þeim reynslu- brunni. Svo kunni hann heilu vísna-og ljóðabálkana utanbókar og oft nutum við þess á góðum stundum. Eyjólfur var alþjóðasinni og fylgdist vel með stefnum og straumum í heimspólitíkinni. Naut þess að ferðast og kynnast viðhorfum og siðum í fjarlægum löndum. Enda var Eyjólfur sigld- ur vel og hafði komið víða við. Eyjólfur hafði jafnan mörg járn í eldinum, sem er alkunna með dugmikla menn með fé- lagslega þörf fyrir samneyti og samstarf við fólk. Við bræður höfum átt góð samskipti við Eyjólf um áratuga skeið. Vorum ekki alltaf sammála um alla hluti, en gátum vanda- laust rætt málin í botn og leitað farsællar niðurstöðu. Átt samtöl og rökræðu sem treysti vina- böndin. Menn í eldlínunni eins og Eyj- ólfur, þurfa sitt skjól og sína hlíf. Það athvarf fann hann ríkulega á heimili sínu með ástkærri eigin- konu sinni, Gerði Sigurðardóttur og börnunum tveimur, Helgu og Baldri. Þeim og öllum ástvinum sendum við hlýjar samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að blessa minningu góðs drengs. Vegna starfa okkar og fjar- lægðar af þeim sökum, eigum við þess ekki kost að vera við útför Eyjólfs,en sendum okkar hug- heilu kveðjur. Gunnlaugur og Guðmundur Árni. Við hittumst flest í fyrsta sinn haustið 2005 þegar við settumst saman á skólabekk í Háskóla Ís- lands. Mörg hver eftir langt hlé frá námi. Við tóku tvö strembin ár en ákaflega ánægjuleg. Þar sem mikið var um hópavinnu kynntumst við ansi vel. Náms- ferðir til Danmerkur og þó eink- um ferðin til Kína nýttust til að þétta hópinn og mynda ævilöng vinatengsl. Að loknu námi var því alveg ljóst að þessi hópur þyrfti að halda tengslum og það sann- arlega gerði hann. Upp frá því hittumst við alltaf reglulega. Grillveislur, jólafagnaður, happy- hour á Hilton, gönguferðir á sumrin og ýmis önnur tilefni. Hann Eyjólfur okkar var ákaf- lega virkur í þessum hópi og hitti okkur alltaf þá hann gat og Gerð- ur einnig. Það var nefnilega strax ljóst að makarnir héldu hópinn líka með okkur. Á hverju ári buðu Eyfi og Gerður hópnum til sín í Hafnar- fjörðinn í grillveislu sem var orð- in einn af föstum punktum ársins. Eins og flestir vita sem til þekkja var hann Hafnfirðingur, en Hafn- arfjörður var nokkuð fyrirferðar- mikill í sögunum hans og lífi. Strax við fyrstu kynni kom í ljós að Eyjólfur var mikill sögu- maður og kunni heilu bókahill- urnar utan að af ljóðum. Það varð fljótt órjúfanleg hefð að Eyfi færi með ljóð fyrir okkur sem hentaði stað og stund. Hvort heldur það væri í skýjakljúfum Shanghai eða djúpt í hellum á hálendinu. Alltaf fann hann viðeigandi ljóð. En lífið kemur stöðugt á óvart og á útskriftarafmæli okkar í fyrra sagði hann okkur að hann hefði þá greinst með krabbamein og fram undan væri stór bardagi. Við vorum viss um það að Eyfi myndi berjast til þrautar og hafa sigur. Sterkur og með reisn stóð hann í baráttunni allt fram á það síðasta. Sigurvon fram á síðustu stund. Það er svo sárt að kveðja. En Eyjólfur mun fylgja okkur áfram. Hvort sem við verðum á efstu hæðum skýjakljúfa, á hæstu tind- um fjalla eða djúpt í hellum þá er ekki ólíklegt að hvíslað verði að okkur ljóði. Eftirfarandi er ljóð Hannesar Hafstein sem Eyfi fór með fyrir okkur eftir gönguferð í Mýrdaln- um og ísklifur á Kötlujökli. Hon- um fannst þetta alveg magnað ljóð og lýsa fegurðinni sem höf- undur sér í stormum lífsins. Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Þú skefur burt fannir af foldu og hól, þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól, og neistann upp blæs þú og bálar upp loga og bryddir með glitskrúði úthöf og voga. Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer; þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvarvetna vekur. Og þegar þú sigrandi’ um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir, ég elska þig, máttur, sem þokuna leys- ir. Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður; hugur minn fylgir þér, djarfur og glað- ur. Gerði, Baldri, Helgu og fjöl- skyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Kveðja frá vinum úr MBA- náminu. Brynjar Már Magnússon. Áhugi á vinnuverndarmálum leiddu okkur Eyjólf Sæmundsson saman fyrir mörgum árum. Hann hafði frumkvæðið að þeirri sam- vinnu og samskiptum sem stóðu um árabil, meðan hann var for- stjóri Vinnueftirlitsins en ég yf- irlæknir. Þegar Vinnueftirlitið var ung stofnun var að ýmsu að hyggja og margs að gæta vegna þess hve vinnuvernd var lítt þekkt og ómótuð. Margir þættir vinnuverndar voru framandi launafólki, stjórnendum og at- vinnurekendum; sem áttu sér- staklega að njóta góðs af vinnu- verndinni. Það þurfti að vekja athygli á vinnuverndarmálum hjá öllum, háum sem lágum, en ekki síst æðstu stjórnvöldum. Stöðugt þurfti að kenna og fræða, fá menn í lið með sér og sætta ólík sjónarmið til að þoka málum áfram. Eyjólfur lærði fljótt á þetta margbrotna verkefni og virtist njóta sín vel í samskiptum við aðra. Hann missti aldrei sjón- ar á markmiðum vinnuverndar. Vinnueftirlitið var og er flókin stofnun sem sinnir þremur aðal- viðfangsefnum: eftirliti, fræðslu og rannsóknum. Eyjólfur sökkti sér niður í dýpstu smáatriði allra þessara verkefna af áhuga og metnaði, og hvatti starfsfólk Vinnueftirlitsins til dáða. Mín verkefni voru fyrst og fremst rannsóknir, því næst fræðsla og einstaka sinnum stuðningur við eftirlitið. Það var talið hagkvæmt hér á landi að hafa rannsóknir og eftirlit í einni og sömu stofnun, og dreifa ekki sérfræðingum í vinnuvernd á marga staði. Við Eyjólfur fundum það í upphafi að stundum þóttu stjórnarmönnum í Vinnueftirlitinu eða aðilum vinnumarkaðarins rannsóknir óþægilegar. Eyjólfur fann leiðir til að kynna niðurstöður rann- sókna, sem gerðar voru við Vinnueftirlitið, fyrir stjórn og að- ilum, og utanaðkomandi hlutlaus ritrýni varð skilyrði fyrir birt- ingu rannsókna til þess að gæta óhlutdrægni og ávinna traust. Eftirlit og rannsóknir geta rekist á innan sömu stofnunar, en Eyj- ólfi tókst að afstýra slíkum árekstrum. Hann var vel heima í hvernig gera á vandaðar áhorfs- rannsóknir á mönnum á vinnu- verndarsviðinu og það voru ekki margir aðrir sem gátu rætt rann- sóknir af þeirri þekkingu sem hann bjó yfir. Eyjólfur var sér- fræðingurinn í menguninni, hvernig hún skyldi mæld og met- in, sem er ein af meginforsend- unum fyrir rannsóknum á tengslum sjúkdóma og eiturefna á vinnustað. Eyjólfur var fræði- lega sinnaður, ábyrgðarmaður- inn skyldi sjálfur velja rannsókn- arefnin, sjálfstæði hans og heiðarleiki var í fyrirrúmi. Rann- sóknarþörfin var brýn í vinnu- verndinni. Óskir víðsvegar frá gátu mótað forgangsröðina og til- mæli frá ráðherra urðu eitt sinn tilefni margra rannsókna. Eyjólfur var hamhleypa til allra verka og svo hraðvirkur að það gat stundum verið erfitt að fylgja honum. Hann var mælskur og rökfastur, fylgdi fast sinni stefnu og barðist fyrir góðum málefnum. Um hann hefði verið sagt í Sturlungu: hann var vel fallinn til forystu. Eyjólfur var sterki maðurinn, sem stillti sér fremst í baráttunni fyrir hag þeirra sem minna mega sín og þurfa vernd og forvarnir. Það verður erfitt að fylla það skarð sem lát hans skilur eftir. Aðstandendum er vottuð inni- leg samúð vegna fráfalls hans. Vilhjálmur Rafnsson. Við kynntumst haustið 1998. Konur og karlar úr þremur stjórnmálaflokkum komu saman til að skrifa sameiginlega stefnu, semja um sameiginlega fram- boðslista og stofna saman nýja stjórnmálahreyfingu. Eyjólfur var hafnfirskur krati. Stór og stæðilegur, ábúðarfullur og hreint ekki viss hvað hann ætti að halda um kvennalistakonurn- ar sem voru komnar til að hitta hann – og hina karlana í Reykja- neskjördæmi. Þær gerðu kröfur. Miklar. Það var tekist á, hurðum skellt og ýmislegt látið flakka. En við náðum saman að lokum og buðum fram í Reykjaneskjör- dæmi vorið 1999. Seinna sama ár stofnuðum við fyrsta kjördæmis- félag Samfylkingarinnar. Það sem er mest um vert er að við eignuðumst vináttu hvert annars, lærðum að virða hvert annað og njóta þess að vera sam- an. Eyjólfur Sæmundsson var hreinn og beinn í samskiptum. Hann gat verið harður í horn að taka og þver en hann var líka ein- staklega hlýr og traustur þegar á reyndi. Þegar Samfylkingin varð til bjuggust margir við að erfitt yrði að ná saman um stefnu þvert á flokkana. Það reyndist þegar allt kom til alls ekki erfiðasta verk- efni okkar, heldur hitt að blanda saman pólitískum kúltúr úr þremur nokkuð ólíkum áttum. Galdurinn var að nýta það besta frá stofnendum Samfylkingar- innar og skilja gamaldags vinnu- brögð og þrætur eftir í fortíðinni. Þann veg fetuðum við saman skref fyrir skref fyrstu árin í lífi nýrrar stjórnmálahreyfingar, hvert okkar um sig í trúnaðar- starfi fyrir flokkinn og kjósendur hans. Við kveðjum að leiðarlokum og þökkum fyrir ferðalagið. Ástvin- um Eyjólfs vottum við okkar dýpstu samúð. Ása Richardsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Eyjólfur Sæmundsson var mjög traustur og heilsteyptur maður. Á kveðjustund þakka ég honum okkar góðu kynni og sam- starf sem ég met mikils. Það er sárt að þessi vinnusami maður skyldi ekki fá að njóta gleði og frelsi eftirlaunaáranna með Gerði en þau voru afar samhent hjón. Eyjólfi var snemma falin ábyrgð og forysta og hann var mjög ung- ur, aðeins þrítugur, þegar hann varð Öryggismálastjóri ríkisins og var forstjóri Vinnueftirlits rík- isins hátt í fjóra áratugi allt til loka. Hann var mikill félagsmála- SJÁ SÍÐU 24 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HÖRÐUR ÞORSTEINSSON bóndi, Nykhól, Mýrdalshreppi, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík laugardaginn 6. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðjón Harðarson Jóhanna Sólrún Jónsdóttir Jóhanna Þórunn Harðard. Guðmundur Oddgeirsson Guðbjörg Klara Harðardóttir Hlynur Vigfús Björnsson Sigurlaug Linda Harðardóttir Gunnar Vignir Sveinsson Steina Guðrún Harðardóttir Jóhannes Gissurarson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SKAGFJÖRÐ ÓLAFSSON, bóndi, Garðshorni, lést fimmtudaginn 11. október á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. október klukkan 13:30. Ólafur Rafn Ólafsson Guðrún Þ. Þorláksdóttir Áskell Ólafsson Sigurlaug Ólafsdóttir Níels S. Þorvaldsson Ingveldur G. Ólafsdóttir Magnús Magnússon Gunnar Ólafsson Halldóra Jóhannsdóttir Tómas Ólafsson Matthildur Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIÐAR EIRÍKSSON, Túngötu 18, Húsavík, lést föstudaginn 12. október. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 20. október klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða Sjúkrahús Húsavíkur. Gunnþórunn Guðný Sigurðardóttir Eyþór Viðarsson Sigrún Björg Víkingur Birkir Viðarsson Kristín Elfa Björnsdóttir Sigríður Viðarsdóttir Sigurður Þór Einarsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR BRIEM hagfræðingur, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 12. október. Útför hans verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 29. október klukkan 13. Guðrún Ragnarsdóttir Briem Maj-Britt Hjördís Briem Einar Þ. Eyjólfsson Eiríkur Briem Hanna Kristín B. Pétursdóttir Katrín Briem Þorvaldur Ólafsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.