Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir áherslu Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar hafa komið á versta tíma. Hún hafi þannig meðal annars orðið samtímis mikilli eftirspurn eftir íbúðum í skammtíma- leigu til ferðamanna, innkomu fjölmennra árganga ungs fólks á húsnæðismarkað og ládeyðu í nýframkvæmdum. Með því hafi þétt- ingin ýtt undir íbúðaverð. Sölvi var annar tveggja ræðu- manna á fundi Samtaka iðnaðarins (SI) og Félags viðskipta- og hagfræð- inga um fasteignamarkaðinn í gær. Ásamt honum fór Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, yfir stöðuna. Sölvi rifjar aðspurður upp að með breytingum á aðalskipulagi höfuð- borgarsvæðisins 2013 hafi verið mörkuð sú stefna að þétta byggð. „Með þéttingu byggðar hækkaði byggingarkostnað- ur. Hann er að jafnaði 30-50% hærri en ef byggt er á strjálbýlli svæðum. Það tekur oftast lengri tíma að byggja á rótgrónu svæði en þegar byggð eru ný hverfi, eða nýtt land brotið undir byggð. Það gefur auga leið að lengri byggingartími þýðir hærri fjármagnskostnað. Því verður að mörgu leyti dýrara að byggja,“ segir Sölvi. Fóru að smíða dýrari íbúðir Hann segir verktaka hafa brugðist við þessari þróun með því að smíða íbúðir sem höfða til fólks sem hefur meira milli handanna en almennir kaupendur. „Það er út af því að virðisaukinn fyrir verktaka er allur í þessum dýrari eignum. Þeir horfa fram á þéttingu byggðar, lengri skipulagstíma og síðast en ekki síst þessa margumtöluðu byggingarreglugerð sem hefur verið mörgum íþyngjandi í þessu efni. Verktakar þurfa að ná til baka fjárfestingunni með lágmarksávöxtun. Þeir fara því inn á þennan markað fyrir dýrari eignir. Þar með verður til einhvers konar markaðsbrestur sem endurspeglast í miklum fjölda stærri og dýrari eigna, sem er einmitt ekki það sem markaðurinn hefur verið að kalla eftir,“ segir Sölvi sem telur ólíklegt að nafnverð slíkra íbúða hækki meira. „Ég tel að einhvers konar leiðrétting muni eiga sér stað í þeim verðflokki. Þó vil ég taka fram að ég er alls ekki að spá almennri lækkun nafnverðs á fasteignum. Þvert á móti tel ég að markaðurinn sé sterkur. Það er þungi í eftirspurn og framboðið verður ekki mikið um- fram hana. Fasteignamarkaðurinn er marglaga og það skortir framboð í réttum eignaflokkum,“ segir Sölvi og bendir á eftirspurn eftir smærri íbúðum. Skort hefur ódýrari íbúðir Þannig hafi skort smærri og ódýrari íbúðir. Þó hafi ástandið hvað þetta varðar batnað í ár. Þá sérstaklega í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, ekki síst í Mos- fellsbæ, Kópavogi og á Suðurnesjum. Þar sé vaxandi framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi segir Gamma áætla að um 1.500 nýjar íbúðir komi á markað á höfuðborgarsvæðinu í ár og um 2.000 nýjar íbúðir á næsta ári. Rétt sé að hafa í huga að fram- boðinu sé jafnan ofspáð. Þá sé þétting byggðar tímafrek sem geti aftur haft áhrif á afhendingartíma nýrra íbúða. Sölvi segir íbúðaverð að nálgast sögulegt meðaltal m.t.t. launa og fjármögnunarkjara. Íbúðavextir séu í sögulegu lágmarki og kaupgeta almennings í fasteign- um sé meiri en fyrir fjármálakreppuna 2008. „Þá vorum við verulega fyrir ofan meðaltalið sem hefði átt að segja okkur að staðan á fasteignamarkaði var ósjálfbær. Ég myndi segja með nokkuð mikilli vissu – og þá meðal annars með tilliti til þess hvað heimilin skulda nú – að litlar líkur séu á að sagan endurtaki sig.“ Sölvi segir byggingargeirann að ná aftur vopnum sín- um eftir mikla niðursveiflu í kjölfar kreppunnar. Hann segir aðspurður stöðuna í bankakerfinu geta haft áhrif á hraða þessarar uppbyggingar. „Óvissan liggur að miklu leyti í því hver staðan á bankakerfinu verður. Ef bankarnir kippa að sér höndum með fjármögnun til framkvæmda gæti aftur snögglega hægt á framboðinu. Síðan eru það innflæðishöftin sem gera það að verkum að það er erfiðara fyrir bankana að fjármagna svona framkvæmdir,“ segir Sölvi og bendir á að hlutur lífeyrissjóða í íbúðalánum í ár sé 43%. Það hlutfall hafi ekki áður verið svo hátt. Íbúðamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu frá feb. 2013 til sept. 2018 Fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á hverja þúsund íbúa frá 1943 og spá til 2020 Fjöldi íbúa á hverja íbúð á höfuðborgarsvæðinu 2000 til 2017 Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð EBIT* hlutfall 2002 til 2016 Íbúðir í byggingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins 2018 *Hagnaður fyrir vexti og skatta Heimild: SI Heimild: SI Heimild: SI *Önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðisins 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 14 12 10 8 6 4 2 0 2,65 2,60 2,55 2,50 2,45 2,40 2,35 400 350 300 250 200 150 100 50 0 16% 12% 8% 4% 0% -4% -8% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 feb. sept. feb. sept. feb. sept. feb. sept. feb. sept. feb. sept. ’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 Heimild: Hagstofa Íslands og Þjóðskrá Íslands 1943 1950 1957 1964 1971 1978 1985 1992 1999 2006 2013 2020 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Reykjanesbær Árborg Akranes önnur* Að fokheldu Fokhelt og lengra komið mars 2018 september 2018 Íbúðir á hverja þús íbúa Spá 2018-2020 Spá SI fyrir 2018-2020 Meðaltal 1943-2017 Heimild: Hagstofa Íslands og Samtök iðnaðarins 31% fjölgun íbúða að fokheldu 42% fjölgun mars-sept. Þétting byggðar varð á versta tíma  Hagfræðingur segir þessa áherslu hafa ýtt upp íbúðaverði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þétting byggðar Fjölbýlishús í smíðum í miðborginni. Sölvi Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.