Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Svanurinn, kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, vann til dreifingar- verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Napólí sem tryggir dreifingu um alla Ítalíu. Þetta eru fimmtu alþjóð- legu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Með smekklegri og fágaðri notkun á kvikmyndamiðlinum tekst hér að tjá bæði mjög flóknar tilfinningar og hugmyndir, og miðla sjónarhorni aðalsöguhetjunnar ungu. Samverk- anin af ólíkum frásagnarsviðum og túlkun leikaranna með einstakri birtu, litum og landslagi Íslands verður allt að því súrrealísk. Í Svan- inum hlýðum við á eintal sálarinnar, það sem við höfum aldrei skrifað niður heldur geymt innra með okk- ur af afbrýðisemi og nísku. Ásu Helgu Hjörleifs- dóttur hefur tekist að fjalla um og leik- stýra tilteknu ævi- skeiði svo það snerti strengi og veki hluttekningu áhorfandans. Svan- urinn endurkastar vægðarlausu en móðurlegu kalli náttúrunnar í manninum með sögu af tilvistarlegum þroska á einmana- legu lífsferðalagi. Sjónrænar frá- sagnir af Íslandi verða að róman- tísku samtalsljóði sem auðvelt er að týna sér í. Sem fullorðið fólk getum við ekki annað en tekið hugdirfsku Sólar til hliðsjónar þegar út í hvers- dagsleikann er komið.“ Gríma Valsdóttir í hlutverki Sólar. Svanurinn verðlaunuð í Napólí Ritlistarnemar, núverandi og fyrr- verandi, fagna því þessa vikuna að tíu ár eru liðin síðan ritlist varð að full- gildri námsgrein við Háskóla Íslands. „Í ritlist gefst áhugasömum kostur á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda og ritstjóra,“ seg- ir í tilkynningu. Í tilefni tímamótanna verður efnt til ljóðakvölds á Loft hosteli í kvöld kl. 20; sagnakvölds í Hannesarholti annað kvöld kl. 20 og hátíðardag- skrár í Veröld laugardaginn 20. október kl. 14. Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum auk þess sem flutt verða örleikrit. Þessa daga mun Hugrás, vefrit hugvísinda- sviðs, ennfremur birta væntanlegt eða nýútkomið efni eftir höfunda sem hafa numið ritlist. Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan námið hófst hafa 35 útskrifast með BA-próf í ritlist, 61 með ritlist sem aukagrein og 55 með MA-próf. Höfundar úr röðum ritlistar hafa sent frá sér um 140 verk af ýmsu tagi, bækur og leikrit, og hreppt eða hlotið tilnefningu til allra helstu bókmenntaverðlauna lands- ins. Jónas Reynir Gunnarsson 10 ára afmæli ritlistar við HÍ fagnað Matthías Al- freðsson sér- fræðingur á Náttúrufræði- stofnun Íslands fjallar í dag, mið- vikudag, kl. 12.15 um skóg- armítil og aðrar tegundir stór- mítla (Ixodidae) sem greindar hafa verið á Íslandi. Erindið fer fram á Náttúrufræði- stofu Kópavogs og eru allir vel- komnir. Fyrirlesturinn er liður í Menningu á miðvikudögum á veg- um Menningarhúsanna í Kópavogi, en aðgangur er ókeypis. Fræðsluerindi á Náttúrufræðistofu Skógarmítill Mats Wibe Lund hefur opnað ljós- myndasýningu í Norræna húsinu. Þar getur að líta 53 stórar myndir úr 60 ára ferli hans sem ljósmynd- ari. „Myndirnar hans Mats einkenn- ast af formnæmi og óskeikulli myndbyggingu þar sem tæknikunn- átta og listræn gæði haldast í hend- ur,“ segir í tilkynningu. Samhliða sýningunni kemur út bókin Frjáls eins og fuglinn þar sem ljósmynda- ferill Mats er rakinn í myndum og máli. Ljósmynd/Mats Wibe Lund Fjallasýn Ein myndanna á sýningunni. Frjáls eins og fuglinn í Norræna húsinu Venom, eða Eitur, er ekkieiginleg Marvel-myndþótt persónur hennarkomi úr heimi teikni- myndaútgáfunnar miklu. Venom er eiginlega Marvel-afleggjari og í ljósi þess hvernig til tókst er hæpið að fleiri myndir verði gerðar um kvik- indið. Já, kvikindi segi ég því Venom er óskapnaður sem kemur utan úr geimnum, lífvera sem líkist síkviku svörtu hlaupi. Veran er flutt ásamt fleiri slíkum hlaupkenndum með könnunargeimfari til jarðar í byrjun myndar. Fyrir þeim leiðangri stend- ur siðblindur og valdamikill auðkýf- ingur, Carlton Drake, sem rekur einhvers konar háþróað líftæknifyr- irtæki og þykist ætla að bjarga mannkyni með því að finna lífvæn- legar plánetur. Enginn veit hins vegar að Drake lætur gera tilraunir á fólki og þá heimilislausum sem enginn kemur til með að sakna þeg- ar tilraunirnar fara úrskeiðis og til- raunadýrin deyja. Hinn óttalausi sjónvarpsfrétta- maður Eddie Brock, leikinn af hin- um ágæta Tom Hardy, er neyddur af yfirmanni sínum til að taka viðtal við Drake sem á að vera á jákvæðu nótunum og sýna hversu snjall og hjartahlýr frumkvöðull auðkýfing- urinn er. Brock veit hins vegar af fórnarlömbum Drakes og þegar hann gerist of ágengur er viðtalinu slitið. Brock er rekinn og unnusta hans segir honum upp í þokkabót og öll von virðist úti. En þá hefur einn vísindamanna Drakes samband við Brock og segir honum frá tilraun- unum. Vísindamaðurinn laumar Brock inn á tilraunasvæðið og lætur hann þar einan en ekki heppnast heimsóknin betur en svo að svarta hlaupið, geimveran Venom, fer inn í líkama hans og þau verða eitt, Brock og Venom. Þetta samlífi gengur heldur illa til að byrja með en Brock kemst fljótlega að því að hann er ósigrandi þegar Venom tek- ur af honum völdin. Í þessum hluta myndarinnar eru bæði æsilegar eft- irfarir, slagsmál og mannát (sem betur fer ekki sýnt nákvæmlega heldur frekar ýjað að því) þar sem Venom er síhungraður og vill helst gæða sér á lifandi mönnum og dýr- um. Já, huggulegt er það og ástæða til að vara foreldra við að fara með börn undir 12 ára aldri á þessa of- beldisfullu kvikmynd. Nær hefði verið að hækka aldurstakmarkið í 13 eða 14 ár, ef út í það er farið. En hvað um það. Venom kann vel við sig í skrokki Brocks og ákveður að halda kyrru fyrir í honum og á jörðinni, í stað þess að útrýma mannkyni og éta það með félögum sínum utan úr geimnum, eins og til stóð. En til að koma í veg fyrir eina allsherjar geimveruinnrás þurfa Venom og Brock að sigrast á Drake og enn skæðari geimveru sem hefur gert hann að hýsli sínum. Ólíkt öðrum kvikmyndum Marvel er Venom ekki ofurhetjumynd held- ur frekar ofurandhetjumynd sem reyndar mætti líka segja um Deadpool-myndirnar. Venom er skaðræðiskvikindi sem nýtir sér lík- ama saklauss manns en saman verða þeir á endanum að einhvers konar hetju þegar þeir ná sam- komulagi um að éta bara þá sem eiga skilið að vera étnir. Sumsé vonda fólkið, glæpamenn og þess háttar lið. Það er í það minnsta betra en að éta hvern sem er, ekki satt? Venom er skrítin kvikmynd og heldur ójöfn. Hún er á köflum spaugileg þótt hún eigi ekki endi- lega að vera það, t.d. þegar Brock er nýbúinn að sameinast Venom og veit ekkert hvað er að honum. Hann er sísvangur og tekur upp á því að gæða sér á lifandi humri á fínum veitingastað, gestum til mikillar skelfingar. Og hasarinn er stundum ágætur, það verður ekki af mynd- inni tekið. En lítið annað er hægt að telja henni til tekna, nema þá helst frammistöðu Hardys sem hefur greinilega ákveðið að taka hlut- verkið ekki of alvarlega. Enda varla annað hægt, í ljósi þess sem fram hefur komið. Hardy er alltaf eins og nýstiginn upp úr slæmri flensu, eins og hann sé enn með hita og bein- verki. Eins og oftar en ekki vill verða með svona myndir leysist þessi upp í eina allsherjar og hundleiðinlega slagsmálakakófóníu með fyrir- sjáanlegri útkomu. Eftir ágætis- byrjun fer Venom síversnandi og endaði með stórum geispa hjá gagn- rýnanda. Vonandi vandar Hardy hlutverkavalið betur í framtíðinni. Erfitt samlífi Fyrirsjáanlegt „Eins og oftar en ekki vill verða með svona myndir leysist þessi upp í eina allsherjar og hundleið- inlega slagsmálakakófóníu með fyrirsjáanlegri útkomu. Eftir ágætisbyrjun fer Venom síversnandi og endaði með stórum geispa hjá gagnrýnanda. Vonandi vandar Hardy hlutverkavalið betur í framtíðinni,“ segir í rýni. Sambíó, Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Venom bbnnn Leikstjóri: Ruben Fleischer. Aðalleik- arar: Tom Hardy, Michelle Williams, Jenny Slate og Riz Ahmed. Bandaríkin, 2018. 112 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR ICQC 2018-20 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.