Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin telur að vegur um Reykjanes og brú á utanverðum Þorskafirði verði mun dýrari en fram kom í frumáætlun norsku verkfræðistofunnar og um 4 millj- örðum dýrari en uppfært kostnaðar- mat á ÞH-leiðinni sem liggur um Teigsskóg. Ef hins vegar sveitar- stjórn ákvæði að fara norsku leiðina myndi það seinka framkvæmdum um tvö og líklega frekar þrjú ár og þeim yrði ekki lokið fyrr en eftir sjö ár. Vegagerðin hefur lengi talið ÞH- leiðina sem þverar tvo firði og liggur um Teigsskóg bestu leiðina í endur- bótum á Vestfjarðavegi um Gufu- dalssveit. Sú leið hefur nokkur um- hverfisáhrif í för með sér. Hún er í samræmi við skipulag sveitarfé- lagsins. Þurfti að hnika því aðeins til og var vinnan langt komin þegar sveitarstjórn ákvað að þiggja boð einstaklinga um að kosta óháð mat á fyrirliggjandi kostum. Norska verk- fræðistofan Multiconsultant lagði til í júní sl. að Þorskafjörður yrði brú- aður utarlega og síðan yrði framhald hans á núverandi vegi um Reykja- nes og í gegnum Reykhóla. Taldi hún að kostnaðurinn yrði svipaður og við ÞH-leið Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn óskaði eftir mati Vega- gerðarinnar sem nú liggur fyrir. Vegagerðin gerði frummat á sinni útfærslu á norsku leiðinni, A3, og bar saman við ÞH-leiðina og jarð- gangaleiðina D2. Magnús Valur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri mann- virkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að matið breyti ekki fyrri niðurstöð- um um að ÞH-leiðin sé besti kost- urinn við að bæta vegasamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum. Vega- gerðin telur að kostnaður við A3- leiðina yrði 11,2 milljarðar. Þá hafa áætlanir verið færðar til verðlags í dag auk þess sem Vegagerðin telur að brúin yrði mun dýrari en Norð- mennirnir gengu út frá og að leggja þurfi nýjan veg um Reykjanes. Til samanburðar er kostnaður við jarð- gangaleiðina nú áætlaður 13,3 millj- arðar og leið ÞH 7,3 milljarðar. Þriggja ára seinkun Ef sveitarstjórn myndi nú sam- þykkja leið ÞH og auglýsa skipu- lagsbreytinguna yrði hægt að bjóða verkið út næsta vor og hefja fram- kvæmdir um haustið. Fram- kvæmdatíminn er þrjú ár. Verði leið A3 valin yrði í fyrsta lagi hægt að bjóða út framkvæmdir vorið 2021 og þó líklega ekki fyrr en vorið 2022. Það þýddi 3 ára seinkun fram- kvæmda. Í vegaáætlun er gert ráð fyrir 6,7 milljörðum í þetta verk á árunum 2019 til 2022 enda eru fjárveitingar miðaðar við hagkvæmasta kostinn. Norska leiðin seinkar framkvæmd Djú pif jör ðu r Þor ska - fjör ður Þo rs ka fjö rð ur B erufjörður Skálanes- fjall Teigssk ógur Hja llah áls Reykjanes Gufudalssveit Grónes- -hyrna Leið Þ-H um Teigsskóg Leið D2 Loftmyndir ehf. Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Leið A3 um Reykjanes eftir núverandi Reykhóla- sveitarvegi og þverun við utanverðan Þorskafjörð  Vegagerðin telur að Reykhólaleið norsku verkfræðistofunnar yrði 4 milljörðum dýrari en Teigsskógarleiðin  Vilja halda sig við fyrri áætlanir  Hægt yrði að hefjast handa á næsta ári Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúr- keyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, starfandi borgarstjóri, lagði til að tillögunni yrði vísað frá í ljósi þess að innri endurskoðun borgarinnar væri að vinna að úttekt á innkaupum og útboðum á nokkr- um verkefnum og Hlemmur Mat- höll væri meðal þeirra. Von væri á niðurstöðum athugunarinnar. Meirihlutinn samþykkti frávísun. Verður ekki þaggað niður Flutningsmaður, Baldur Borg- þórsson, sagði að málið yrði ekki þaggað niður, ekki frekar en braggamálið. Miðflokkurinn myndi draga upp fjölda annarra mála. Borgarbúar ættu heimtingu á því að öll þessi „skandalmál“ yrðu rannsökuð. Meirihlutinn felldi tillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að lækka fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði úr 1,65 í 1,60%, þegar á árinu 2019. Katrín Atladóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og tillöguflytjandi, sagði það vonbrigði að tillagan hefði verið felld enda hefði málið verið eitt af aðalstefnu- málum Viðreisnar sl. vor. Borgar- fulltrúar Viðreisnar greiddu at- kvæði gegn samþykkt tillögunnar. Í samstarfsyfirlýsingu núver- andi meirihluta kemur fram að fasteignaskattur af atvinnuhús- næði muni lækka í 1,6% í lok kjör- tímabilsins. Sjálfstæðismenn vöktu athygli á því að samkvæmt nýju fasteignamati hækkar atvinnuhús- næði um 16,6% á næsta ári. Það leiði til hundraða milljóna króna aukaskattheimtu á heimili og fyrir- tæki. Of seint sé að lækka álagn- ingarprósentuna í lok kjörtímabils- ins. Fjöldi mála var á dagskrá fundar borgarstjórnar sem hófst klukkan 14 í gær og stóð fram eftir kvöldi. Engin rannsókn á Grensásvegi Sjálfstæðismenn lögðu til að fram færi óháð rannsókn á samningum og framkvæmd við Grensásveg 12 með tilliti til samþykkta borgarinn- ar um félagsleg undirboð og annað sem lýtur að aðstæðum starfsfólks verksala. Meirihluti borgarfulltrúa felldi tillöguna. Verið er að breyta húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og hefur Reykjavík- urborg gert samning um kaup á all- mörgum félagslegum íbúðum í því. Í greinargerð með tillögu Sjálf- stæðisflokksins er vakin athygli á því að margsinnis hafi verið brotið á starfsfólki sem var látið rífa niður asbest án leyfis og Vinnueftirlitið þurft að stöðva framkvæmdir. Stað- hæft hafi verið að borgin hafi skyld- ur í þessu máli sem verkkaupi en ekki gengist við því þrátt fyrir stefnu sína í mannréttindamálum. Hlemmur Mathöll er hluti af stærri rannsókn Morgunblaðið/Eggert Fundur Borgarfulltrúar ræddu mikið um flest mál á borgarstjórnarfundi sem stóð fram eftir kvöldi.  Tillögur um rannsóknir á framkvæmdum náðu ekki fram Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferð- isbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síð- ustu 12 mánuði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu fyrir septembermánuð. Alls bárust lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu 736 tilkynningar um hegningarlagabrot í september og voru þau færri en mánuðina á undan. Nytjastuldum fækkaði nokkuð í mánuðinum, en 17 tilkynningar bár- ust vegna slíkra brota miðað við 31 tilkynningu að meðaltali síðastliðna 12 mánuði. Innbrotum fjölgaði hins vegar í september, en 97 tilkynning- ar um innbrot bárust lögreglunni, þar af um 40 innbrot á heimili. Fjölg- aði innbrotum um 13% frá meðaltali innbrotatilkynninga síðustu 12 mán- aða, en um 15% í innbrotum á heim- ili. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði 162 atvik í september þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og var fjöldi brota innan útreiknaðra marka. Þó hefur brotum fjölgað um 65% það sem af er ári samanborið við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár. Ofbeldi gagnvart lögreglu eykst Í september voru skráð sjö tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi, en það sem af er ári hafa 55% fleiri slík brot verið skráð en með- altal sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Í september kom ekkert til- vik um hótanir um ofbeldi gegn lög- reglu upp, en það sem af er ári hefur tilfellum fjölgað um 31% miðað við síðustu þrjú ár. Færri kynferð- isbrot tilkynnt  Fleiri aka undir áhrifum fíkniefna „Þetta var viðbúið. Þeir vilja ÞH- leiðina áfram,“ segir Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhóla- hrepps. Á honum er að skilja að honum finnist Vegagerðin tína til óþarflega mörg neikvæð at- riði varðandi leiðina sem norsku sérfræðingarnir lögðu til. Sjálf- ur hefur hann talað fyrir þeirri leið. Sveitarstjórn hittist óform- lega í dag til að bera saman bækur sínar og vonast Ingimar til að fá sérfræðinga til skrafs og ráðagerða. Vonast hann til þess að Vegagerðin kynni skýrslu sína og að efnt verði til íbúafundar. Málið verði tekið formlega fyrir á sveitarstjórn- arfundi eftir tæpan mánuð. Neikvæð atriði tínd til ODDVITINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.