Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  244. tölublað  106. árgangur  KÖTTURINN ER HEIMSFRÆGUR STARFSMAÐUR HLJÓMSVEITIN ÁTTI STÓRLEIK VIÐ LEIKUM OKKUR EKKI AÐ JÖRÐINNI MÄKELÄ VEL FAGNAÐ 31 BARNABÓKAVERÐLAUNIN 30FÉLAGSLYNDUR MÚSAVÖRÐUR 12 Ljósmynd/Signý Gunnarsdóttir Silkifiðrildi Lirfurnar spinna púpurnar úr silkiþræði sem er hundruð metra.  Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Signý Gunnarsdóttir silkiorma- bóndi segir að áhuginn á silkiorma- rækt hafi vaknað út frá námi henn- ar í fatahönnun og textílgerð. Ætlunin er að kanna hvort hægt sé að finna ódýrt innlent hráefni í fóð- ur fyrir lirfurnar svo að grundvöll- ur sé fyrir silkiormaeldi í stórum stíl. Hún hefur velt þangi fyrir sér. „Það má til dæmis blanda því við ís- lenska ull og spinna silkiullargarn og auka þannig úrvalið á íslenskum garnmarkaði,“ segir Signý, spurð um notkun silkisins. »4 Framleiðir íslenskt silki með ormarækt- un í Grundarfirði Lífeyrissjóðir með 43% » Sölvi Blöndal segir hlut lífeyrissjóða í nýjum íbúða- lánum hafa aukist í 43% í ár. » Það sé hæsta hlutfall þeirra á markaði frá upphafi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Gamma og dótturfélög hafa verið umsvifamikil á byggingarmarkaði síðustu ár. Þá m.a. á leigumarkaði. Sölvi segir áherslu Reykjavíkur- borgar á að þétta byggð hafa leitt til hærra íbúðaverðs. Það sé enda 30- 50% dýrara að byggja á þéttingarreit- um en á nýbyggingarsvæðum. Verktakar hafi brugðist við aukn- um kostnaði með því að byggja íbúðir fyrir efnameira fólk. Nú séu vísbend- ingar um mettun á þeim markaði. Hækkandi fasteignaverð hefur ýtt undir verðbólgu undanfarið. Fari verðið að standa í stað gæti það vegið gegn öðrum verðbólguþrýstingi. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir tvo óvissuþætti mögulega geta lækkað íbúðaverð. Annars vegar ef íbúðum fækki sem leigðar séu til ferðamanna og hins vegar ef hluti erlenda vinnu- aflsins flytji af landi brott. Íbúðaverðið gæti lækkað  Sérfræðingur hjá Gamma segir þéttingu byggðar gera íbúðir 30-50% dýrari  Verktakar hafi því byggt dýrari íbúðir  Nú sé komið að „leiðréttingu“ á verði MÞétting byggðar … »14-15 Reykjanes Um 200 styrjur eru í eldisstöð Stolt Sea Farm. Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Eldi styrju er þolinmæðisverk því sex til átta ár tekur að ala seiði fram til kyn- þroska. Eftir nokkru er hins vegar að slægjast því mikil verðmæti eru fólgin í hrognum styrjunnar eða kavíarnum. Styrjueldið er hins vegar auka- búgrein hjá fyrirtækinu í eldis- stöðinni á Reykjanesi því áherslan er á eldi á senegalflúru. Nú eru 7- 10 tonn af tegundinni flutt út í viku hverri og fer fiskurinn að mestu með flugi til viðskiptavina í Evrópu og Bandaríkjunum. Af öðrum tegundum sem skil- greindar eru sem framandi hér á landi og eru í eldi má nefna sæeyru og ostrur. Fimmta kynslóð ungviðis ostra kom frá Spáni til Húsavíkur fyrir skömmu, en það er fyrirtækið Víkurskel ehf. sem stendur fyrir verkefninu. Í haust fóru fyrstu afurðirnar frá fyrir- tækinu til sölu á veitingahúsi í Reykjavík. » 10 Yfir 30 kílóa styrjur í eldi  Eldið er þolinmæðisverk  Kavíarinn verðmætur Í gær var haldin minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlants- haf og herir bandamanna náðu undirtökum. Þátttakendur í athöfninni voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James G. Foggo, aðmíráll og aðalstjórnandi heræfing- arinnar Trident Juncture, en þeir vörpuðu blóm- sveig í hafið til minningar um atburðinn. »6 Minntust þeirra sem létust í stríðsátökum á Atlantshafi Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómsveig varpað í hafið af varðskipinu Þór  Ríkisskattstjóri afhenti for- ráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skatt- skrá allra lands- manna í sumar. Þeir færðu upp- lýsingarnar síðan yfir á rafrænt form og telja sig hafa fulla heimild til að birta þær. Þetta segir lögmaður þeirra, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um það hvaðan gögnin á vefnum hafi kom- ið. »4 Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra Gögn Upplýsingar um tekjur fólks eru nú á netinu. Samkomulag hefur náðst á milli líf- eyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suð- urlandsbraut 68-70. Aðkoma lífeyr- issjóðsins að uppbyggingunni trygg- ir sjóðfélögum forgang að hluta íbúðanna. Um er að ræða 74 nýjar íbúðir sem hafa þegar verið reistar en þær eru nú allar í útleigu. Samningurinn fel- ur aftur á móti í sér að næstu 10 íbúðir sem losna muni ganga til sjóð- félaga Lífsverks. Eftir það fara næstu 10 til annarra á biðlista en því næst taka við 10 íbúðir þar sem sjóð- félagar Lífsverks verða aftur í for- gangi. „Þetta er ágætt fyrirkomulag en allir sjóðfélagar sem eru 60 ára og eldri geta sótt um íbúðir í húsnæð- inu. Af tæplega 5.000 sjóðfélögum okkar eru aðeins 419 þeirra á ellilíf- eyrisaldri. Fleiri eru sannarlega 60 og eldri en þarna getum við þjónust- að hluta þeirra og jafnvel stóran hluta þeirra sem vilja nýta sér þjón- ustu af þessu tagi,“ segir Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri lífeyris- sjóðsins Lífsverks. »16 Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.